19. júní


19. júní - 19.06.1956, Side 41

19. júní - 19.06.1956, Side 41
KARMELSYSTUR: Bænagerð í Karmelklaustri Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, j>ví að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir að eilifu. Það er oss Karmelsystrum sönn ánægja að mega segja frá starfi okkar í blaði, þar sem þegar marg- ar íslenzkar konur hafa lýst sínu. Fyrst og fremst verður að benda lesendum ein- mitt á það, að klaustrið uppi á bakka að Jófriðar- stöðum í Hafnarfirði er sannarlega íslenzkt. Allar nunnurnar eru hollenzkar að uppruna, en þær hafa fengið íslenzkan ríkisborgararétt, nema tvær, sem vona að fá hann bráðum, því allar langar þær til þess að geta verið íslenzkar með íslendingum, eins og Páll postuli var Gyðingur með Gyðingum og Grikki með Grikkjum. Vist þykir flestum starf okkar einkennilegt. Það er bænagerð. Aðeins bænagerð. Auðvitað eigum við að sjá um matreiðslu og fatnað, húshaldið og ræktun grænmetis og kartaflna í stóra klaustur- garðinum að sumrinu. Meira að segja eigum við að vinna margar stundir að rammagerð, útsaum, hekli, skrautritun o. fl. handa fólkinu og að til- búningi á smávegis, sem selt er í klaustrinu, sér- staklega um jólaleytið. Reglan bannar oss beint og blátt iðjuleysið. Þótt við eigum að sýsla við ýmislegt, dreifist hugurinn aldrei langt burt frá Guði, eins og börn- in heima eru mömmu sinni alltaf efst i huga, þó að hún vinni annars staðar. Þetta kallast hin ævar- andi bænagerð nunnanna, eða vitund um nærveru Guðs. En þegar oss er leyft að skýra frá starfi Karmel- systranna, þá eigum vér að tala um hugleiðingar og fyrst og fremst um kirkjulegar tíðir, því hin starfsemin er aðeins til þess, að vér getum stundað veruleg störf vor. Um heilög messuform í klaustrinu er það að segja, að messað er hjá oss alveg eins og í kirkjmn kaþólskra manna, nema í stað messuþjóns lesa syst- urnar bænirnar á víxl við prestinn. Þær syngja sálma í hámessunni á helgum og hátíðum, þótt þær manna er siður, er trygg við félagana um borð og lætur ekki lokka sig. Þó býst hún við að fara á annan bát í vor. Þegar Þórdís kvaddi mig, var mér létt í skapi og fögnuður fór um mig, þegar ég hugsaði um mann- dóminn, sem þessi stúlka virðist búa yfir, og mn það, að ekki er með réttu hægt að kasta steini að öllum ungu stúlkunum. Margar þeirra reynast vel og sýna dugnað. Og Þórdísi óska ég, að draumarnir hennar rætist um, að hún geti gert sjómennskuna að ævistarfi og notið þeirrar menntunar, sem til þess þarf. Og ég sé hana í anda „standa uppi í stafni og stýra dýrum knerri“. Þórdís á ekki langt að sækja dugnaðinn. Móðir hennar, Þórína Þórðardóttir, ljósmóðir í Borgar- firði eysra, er afburða dugleg og kjarkmikil kona að sögn. Maður hennar, Björn Jónsson söðlasmið- ur, var löngum vanheill, og til að afla heimilinu tekna, tók hún sig til og lærði ljósmóðurstörf, og hefur verið ljósmóðir til þessa dags. Þegar þetta gerðist, átti hún 4 börn, en eftir það fæddust 3, og er Þórdís eitt þeirra. Ég sá Þórínu síðastliðið sumar á sambandsfundi Austfirzkra kvenna. Veitti ég henni eftirtekt vegna þess, að hún var svo dugnað- arleg. Góður arfur er það, þó að ekki sé liægt að meta til fjár, að geta unnið hvert verk, sem þörf er á að unnið sé, án þess að vera haldinn hégómaskap eða tepurmennsku, en það eru þessar mæðgur á- reiðanlega lausar við. 19. JfJNl 29

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.