19. júní


19. júní - 19.06.1956, Síða 42

19. júní - 19.06.1956, Síða 42
fái aldrei að setja fót í kapelluna sína, sem liggur í útihúsinu fyrir utan hinar „luktu dyr“, þar sem tvær útisystur búa og sjá um hana. Nunnurnar hlýða á messuna í bænasalnum, sem kallast klausturkór, eða aðeins kór. Stór grinda- gluggi, sem tjaldað er fyrir, skilur kórinn frá kap- ellunni, og gerir oss ósýnilegar fyrir þeim, sem hlýða á messuna i kapellunni, því að allar eru þær velkomnar. Einnig við bænahald á helgum kl. 5 e. h., þó að lítið pláss sé í útihúsinu. Nunnurnar inni meðtaka hið heilaga sakramenti gegnum lítið op í veggnum. Óhætt er að fullyrða, að einmitt við daglegu altarisgönguna, sem er systr- unum hlutdeild andlegrar sælu, er innilega beðið fyrir öllum málefnum, sem oss eru hjartfólgin. Eftir messu ákallast Þorlákur helgi Skálholtsbisk- up, landinu og þjóðinni til liðs. Tvisvar á daginn, frá kl. 6,15—7,15 á morgnana og frá kl. 5—6 eftir hádegi, mætast nunnurnar í kórnum til trúarhugleiðinga sinna, sem haldast í þögn og hljóði, nema lítill kafli úr guðrækilegri bók er lesinn hátt á morgnana. Vér erum þó alveg óbundnar af því, hvort það verði grundvöllur hug- leiðinga vorra eða ei. Flestar fylgja með kirkjuár- inu. Efnið verður þá til dæmis á aðventunni: Ljós- ið sem kom í heiminn, orðið sem varð hold, Jesú- barnið sem lagðist i jötu, af því eigi var rúm fyrir það í gistihúsinu. — Á langaföstunni verður efnið píslir Krists og krossfesting, — við Mariuhátiðir lofsöngur hennar: önd mín miklar Drottin og andi minn hefur glaðst í Guði, frelsara mínum, því að hann hefur litið á lítilmótleik ambáttar sinnar, því sjá, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja. Stundum verður hugleiðing okkar að þakkarbæn fyrir holdtekjunni, stundum til brennandi þrár að orð Krists um eina hjörð og einn hirði efnist, oftast til friðar í Guði. En hvað sem verður efnið, vér þroskumst af því í kærleika á Guði og þekkingu á helgum vilja hans. Því hugleiðingastundir haldast ekki til að gerast sérfræðingar í guðfræði, þó að flestar okkar séu vel menntaðar í þeim vísindagreinum. Kærleikur og þekking hvetja oss til þess að taka daglegum framförum í fullkomnun, svo að bænir vorar verði Guði velþóknanlegar. Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað. Sá, er hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta eigi sækist eftir hégóma. Ilann mun blessun hljóta frá Drottni, segir Davíðs- sálmurinn, og það ekki aðeins handa sjálfum sér, en sérlega handa þeim, sem hann biður fyrir, því verða nunnur að biðjast fyrir með óflekkuðum höndum og hreinum hjörtum, einkum þegar þær syngja kirkjulegu tiðirnar. önnur bænagerð eins og hugleiðingar, lítaníur, róskransinn o. fl. skoðast að sumu leyti prívat- bæn, þó að systurnar biðji oft mest og heitast fyrir málefnum annara. Hin heilaga kaþólska kirkja sjálf biður fyrir öllum mönnum með því að prest- ar, munkar og nunnur rnn allan heim lesa tiðirnar (horæ canonicæ) á sama tungumáli (latínu) og á sama hátt. Hún biður fyrir því, að Guðs ríki komi til vor og vilji hans verði á jörðu sem á himni eins og Kristur sjálfur bað fyrir, meðan hann var á jörðu. Það verður ekki hægt að skýra frá því hvað átt sé við með „kirkjulegum tiðum“. Oftast talast um sálmasönginn nunnanna, en þá er lýsingin á þeim ekki fullkomin. Þvi er hentugast að segja fyrst frá uppruna þeirrar bænagerðar. Siður var á Gyðingalandi á postulatímunum að biðjast fyrir þrisvar á dag, annaðhvort i bæna- húsum eða heima hjá sér. 1 postulasögunni er sagt frá samkomu lærisveinanna á hvítasunnudaginn, um þriðju stund dags, frá Pétri, að hann sté upp á húsþakið til að biðjast fyrir um séttu stund og frá Pétri og Jóhannesi, að þeir gengu upp i helgi- dóminn um bænastundina, níundu stund. Páll postuli skrifar nemanda sínum, Tímóteusi: Fyrst af öllu áminni ég þá um að fram fari ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.11 Þar minnist hann á þess konar bænahald. Á píslarvotta tímunum, mættust kristnir menn á nóttunni, sumir á öllum tímum nætur, seint á kvöldin eða árla dags. Þess vegna hélzt þá bæna- gerð þrisvar á nóttu. Þegar klaustur stofnaðist eftir píslarvottatímann, báðu munkarnir fyrir sér bæði dag og nótt og morgunbæn og kvöldbæn bættust við, þá var bænahald sjö sinnum á sólarhring, því að tvær næturtíðir sungu þeir í einu. Svo er enn, nema næturtíðirnar syngjum vér að kvöldinu og fjórar minni tíðir í einu, svo vér mætumst þess vegna aðeins fjórum sinnum á dag i kórnum. Um efnið er það að segja, að sálmamir eru grundvöllur þeirra eins og forðum i Gyðingalandi, en margt kristilegt efni bætist við: kaflar úr Nýja 30 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.