19. júní


19. júní - 19.06.1956, Page 43

19. júní - 19.06.1956, Page 43
testamentinu, helgramannasögum og kristilegum fornritum, t. d. eftir Hieronymus, Augustinus og Gregorius páfa, einnig alls konar bænir og hymn- ar, sínir kaflar og bænir á hverjum degi ársins og sínir sálmar á hverjum vikudegi. Þegar klaustur stofnaðist á Islandi, hófst undir eins þess konar bænagerð, því tíðagerð, starfið fyrir guði, — Opus Dei á latínu, — var einmitt áform stofnunarinnar. Einnig á biskupssetrunum, að minnsta kosti á hátíðum. Um Þorlák biskup helga segist: „að hann vandaði fyrir kennimönnum þjón- ustugerð alla ok kenndi þeim ástsamlega allt em- bætti það, er þeir váru skyldir að fremja með sín- um vígslum“. Þar er víst bæði um messugerð og tíðagerð að ræða. Þorlákur biskup dvaldist erlend- is í klaustrum, er tíðagerð stóð í miklum blóma, og hann vissi grein á þeim. I Jarteinabók hans hinni yngstu (ca. 1300) er sagt um systur Katrínu, er síðar var abbadís að Stað í Reynisnesi, að hún þóttist eigi saltara á bók mega lesa fyrir augnakrankleika. Islenzkar nunnur á þeim tíma voru þá vanar þess konar bænagerð. Eftir siðaskiptin lögðust kirkjulegu tíðirnar al- veg niður á Islandi, en sálmabókin varð vinsæl- astur lestur á sveitabæjum um langan aldur. Orðið tiðagerð fékk sömu merkingu og messugerð. Okkur þykir það rangt, og orðið notast hér framvegis í hinni gömlu merkingu. Tíðagerð hófst hér á landi að nýju, þegar ka- þólskir prestar komu hingað seint á 19. öldinni. Prestar, sem búa ekki sameiginlega í klaustrum, lesa tíðirnar hver fyrir sig. Sameiginleg tíðagerð endurblómgast því ekki fyrr en systur komu til Islands, sem voru sérlega helgaðar tíðagerðinni. Hún er hið raunverulegasta starf Karmelsystra, sem aldrei má niður falla. Tíðagerð er alveg reglubundin, ekki aðeins text- inn, en einnig tónninn, sem er hærri á hátíðum en hversdags. Allar tíðir syngjast hjá oss í einum tón. Systurnar sitja eða standa í tveimur röðum með- fram veggjunum. Vér vitum nákvæmlega, hvenær vér eigum að standa upp, hvenær að beygja oss, (t. d. þegar sungið er: Dýrð sé Föður og Syni og Heil- ögum Anda) og hvenær að falla á kné (t. d. þegar sungið er: Komið, föllum fram og krjúpum niður). Sumar stunda sérstakt hlutverk, t. d. lesa þær kafl- ana eða hefja upp sálma og hymna í miðju kórsins. Þannig fer tíðagerðin fram ár frá ári í nafni hinn- ar heilögu kaþólsku kirkju Guði til dýrðar. Að nokkru leyti verður tíðagerð Karmelsystr- anna einnig rödd þjóðarinnar, þó að fáir viti um það. Hugsaðu þér sumarnótt í Reykjavik, fólksfjöld- inn sigur áfram eins og straumur á götum mið- bæjarins. Allir njóta fegurðar kvöldsins. Þá syngja nunnurnar í kór sínum: Lofið Drottin . . . Lofið hann, himnar liimnanna og vötnin, sem eru yfir himninum þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans boði voru þau sköpuð. Og hann fekk þeim stað um aldur og ævi, hann gaf þeim lög, sem þau mega eigi brjóta. Hugsaðu þér ungan vísindamann, sem hneigt hef- ur höfuð sitt í aðdáun og lotningu yfir undraverk- um náttúrunnar i rannsóknarstofu Háskólans. Þá heyrist í Karmelkórnum: Að tilhlutun Drottins er þetta orðið það er dásamlegt í augum vorum. Margir lifa hér á landi í sorg og sút vegna sjúk- dóma, óreglu barnanna, eða ófriði á heimilum. Þeim getur verið til huggunar að beðið verðm- fyrir þeim í klaustrinu: Drottinn, miskunna þú oss. Kristur, miskunna þú oss. Drottinn, miskunna þú oss. Líkna mér, Drottinn, því ég er í nauðum staddur, döpruð af harmi eru augu mín, sál mín og líkami. Líf mitt er liðið í harmi og ár mín í andvörpum. En ég treysti þér, Drottinn, segi: þú ert Guð minn! I þinni hendi er hagur minn. Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn, hjálpa mér sakir elsku þinnar. Mörgum þykir slík huggun ópersónuleg og sér varla að liði. En ei eru þeir fáir, sem leita hingað til okkar, þegar þeir eiga bágt, annaðhvort með bréfi, í síma eða með heimsókn, til þess að vér liugsum sérstaklega til þeirra, er vér stundum hið raunverulega, heilaga starf vort.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.