19. júní


19. júní - 19.06.1956, Side 51

19. júní - 19.06.1956, Side 51
SIGRÍÐUR J. MAGNÚSSON: „Brúðuheimilið" er ennþá bráðlifandi Þann 7. febrúar í vetur hafði Sænska Ríkisleik- húsið frumsýningu á Brúðuheimili Ibsens. Svo sem kunnugt er, eru nú liðin 50 ár síðan skáldið andaðist. Fyrir og eftir þessa leiksýningu ui'ðu um hana miklar blaðadeilur. Orsökin var sú, að í stað þess að nota hinn venjulega endi á leikritinu, þar sem Nóra yfirgefur heimili sitt, var nú leikritið látið enda þannig, að hún hættir við þetta áform sitt og verður kyrr heima. Þegar leikritið kom úr, árið 1879, vakti það miklar deilur, jafnvel svo, að sumir húsráðendur, sem héldu miðdegisveizlur, hengdu upp auglýs- ingu í anddyrinu: „Hér má ekki tala um Brúðu- heimilið!“ Leikritið hefur alltaf verið álitið innlegg Ibsens í baráttunni um jafnrétti kynjanna, baráttu kon- unnar fyrir því, að vera maður, eins og hann læt- ur Nóru komast að orði. Að vísu skrifaði Ibsen sjálfur líka þennan um- rædda endi, vegna þess að sumir þýzkir leikhús- stjórar þorðu ekki að sýna leikritið með hinum upprunalega endi. En hann sagðist heldur vilja sjálfur fremja þetta „barbariska ofbeldi" heldur en að láta einhvern fúskara gera það, og ekki mætti nota hann nema sem neyðarúrræði. En hann gerði þetta nauðugur, og árið 1891, eða tólf árum seinna, skrifar hann vini sinum: „Ég get næstum því sagt, að allt leikritið er skrifað ein- mitt vegna lokaatriðisins“. Norska kvenréttindafélagið lét birta mótmæli. Þar segir meðal annars: „Brúðuheimilið“ hefur í meira en 75 ár verið ljós og fáni í baráttunni fyrir fullu, raunveru- legu og andlegu jafnrétti kynjanna. Við litum á tilraun Sænska Ríkisleikhússins til að draga leik- ritið niður á svið lélegra bókmennta sem móðgun við dýrustu erfikenningar norskrar kvenréttinda- hreyfingar, og mótmælum með fyllstu vandlæt- ingu þessu ofbeldi“. Þessi mótmæli voru líka send til Fredrika- Bremer-Forbundet í Svíþjóð og Dansk Kvindesam- fund. Blaðið Kvinden og Samfundet segir, eftir að hafa vakið að nokkru blaðaskrif um málið: „En séníið Ibsen sigrar samt sem áður, vegna þess að hann lýsir mannlegum tilfinningum, — sem enn eru í fullu gildi, — lýsir tilfinningum konunnar Nóru, sem snögglega er hrifin út úr sinni vernduðu tilveru. Þess vegna mun Brúðu- heimilið enn verða leikið, aftur og aftur í leik- húsum stórborganna, og stöðugt halda áfram að vekja deilur. Það verður ekki hægt að sálga því, og Nóra mun halda áfram að vera óskahlutverk mikilla leikkvenna. Og svo endirinn, ja, nú á dögrnn mundi Nóra taka börnin með sér og segja við Helmer: „Ég er ekki bara maður eins og þú, ég er líka móðir“. En það er önnur saga, sem eiginlega ekki kemur Brúðuheimilinu við“. Verðlaunasamkeppni. í „19. júní“ 1955 var birt svohljóðandi tilkyxming: „19. júní“ efnir til verðlaunasamkeppni um beztu smásögu, sem blaðinu berst fyrir 1. janúar næstk. Sagan má ekki vera lengri en 3 síður í „19. júní“ og verður að vera frumsamin af íslenzkri konu. Handritin séu vélrituð eða vel læsilega skrifuð og merkt dulnefni. Nafn og heimilisfang höfundar fylgi í lokuðu umslagi merkt sama dulnefni. Fyrir beztu verðlaunahæfu sögu verða greiddar kr. 1000,00 —■ eitt þúsund krónur — í verðlaun, en engin sérstök ritlaun. Utanáskrift blaðsins er „19. júní“, Skálholtsstíg 7, Reykjavik. Vegna ónógrar þátttöku er samkeppni þessari enn eigi lokið. Hefur fresturinn nú verið framlengdur til 1. janúar 1957. Önnur skilyrði í ofangreindri tilkynningu eru að öllu óbreytt. Konur! Sýnið áhuga og sendið blaðinu sögur. 19. JÚNl 39

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.