19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1968, Qupperneq 6

19. júní - 19.06.1968, Qupperneq 6
ekki aðeins fyrir forréttindum kvenna, heldur al- mennum mannréttindum. Þessi 22 ára gömlu lög hafa verið og eru enn svo þverbrotin, að furðu gegnir, að því skuli ekki hafa verið mótmælt. En tilfellið er, að frá fyrstu framkvæmd laganuna hafa frá öndverðu skrifstofu- störf verið flokkuð eftir því, hvort þau væru kvenna- eða karlastörf, og þá auðvitað kvennastörf lent i lægra flokki, þó að þeirra vinna eins og t. d. vélritun, séu langtum erfiðari. Og ekki nóg með það. Ég vil nefna dæmi. Hjá stórri ríkisstofnun hér í Reykjavik er ráðin stúlka með 3—4 ára háskólanám bæði utanlands og innan, sem bréfritari o. fl. Samkvæmt launa- lögum lendir hún í 9. launaflokki. Það er allt gott og blessað. Nú, þegar hún hefur starfað þarna í 10 ár, hafa störfin aukizt svo, að hún þarf að fá aðstoð. Þá er ráðinn karlmaður henni til aðstoðar, með sömu menntun, þ. e. 4 ára háskólanám, en hann er umsvifalaust settur í 14. launaflokk. Önnur stúlka í sömu stofnun með verzlunar- skólamenntun er ráðin til að reikna út laun o. fl. Hún lendir í 7. launaflokki. Þegar þessi störf vaxa svo mikið, að ekki er hægt að ætlast til að einn maður geti leyst þau af hendi, er ráðinn maður henni til aðstoðar. Þessi maður, karlmaður auðvit- að, kunni ekkert til þessara verka, stúlkan, sem kunni verkið, varð því að leiðbeina honum og hafa vakandi auga á, að hann gerði ekki einhverja vit- leysu, sem hefði valdið stofnuninni vandræðum. Þessi aðstoðarmaður, sem í fyrstu ekkert kunni, var orðalaust settur i 14. launaflokk, þ. e. 7 launaflokk- um ofar en stúlkan, sem i raun og veru bar ábyrgð á verkinu. Hvers vegna láta stúlkur bjóða sér þetta, því að ótal dæmi mætti nefna þessu lík? Þegar mér voru sagðar þessar sögur, sem ég hef nú greint frá, rifjaðist upp fyrir mér meira en 20 ára gömul saga af duglegri og vel færri skrifstofu- stúlku á stórri ríkisstofnun hér í Reykjavík. Laun hennar hafa sennilega verið lág, þau voru það þá yfirleitt, það var ekkert um það að fást, en þó rann henni í skap, daginn sem hún frétti, að óvan- ur piltur hefði verið ráðinn á skrifstofuna með miklu hærri launum en hún hafði eftir margra ára starf. Hún mun hafa hugsað sem svo, að þetta skyldu þeir ekki leika lengi. Hún stóð ekkert líkt þvi eins vel að vígi eins og þessar stúlkur, sem sagt er frá hér að framan, því hún þurfti að byrja á þvi að taka gagnfræðapróf. Það gerði hún árið 1945, stúdentspróf 1946 og lögfræðipróf við háskól- ann 1949 með hárri einkunn. Var það ekki Björn- stjerne Björnson eða kannski Ibsen, ég þori ekki að fullyrða neitt um það eftir minni, sem sagði: „Vilji er allt sem þarf.“ En ég er sannfærð um, að ef íslenzkar konur hefðu einlægan vilja á að eiga meiri þátt í stjórnmálum en þær gera nú, gætu þær gert það. En það er víðar en í stjórnmálum, sem konum er vikið til hliðar eða látið eins og þær væru alls ekki til. I samtalinu við hann kunningja mmn, sem ég drap á í upphafi þessa máls, spurði ég hann annarrar samvizkuspurningar: „Ef þú ættir að taka á móti háttsettum gestum þínum, kannski erlendum, mundir þú þá bjóða honum til veizlu heima hjá þér, án þess að ræða það við konu þína?“ „Auðvitað ekki,“ sagði hann. „Jæja, hvað finnst þér þá um, að nýlega hefur verið skipuð nefnd til þess að annast hátíðahöld, sennilega á Þingvöllum, til að minnast ellefu hundruð ára af- mælis Islands byggðar, án þess að nokkur kona hafi þar verið 1:ilkvödd?“ Honum varð svarafátt. Væri það yfirleitt hugsanlegt, að nokkur byggð væri hér á landi í dag, ef umhyggja og forsjá kon- unnar hefði ekki verið að verki? Það hefur alltaf verið hennar hlutverk og verður vonandi áfram að varðveita lífið. I áframhaldi af þessu mætti kannski geta þess, að i 17. júní hátíðahöldunum hér í bæ hefur, að því er ég bezt veit, aldrei nokk- ur kona verið kvödd til ráða, þó að nokkrar kon- ur eigi sæti í borgarstjórn. Þannig mætti telja endalaust verkefni fyrir K.R. F.í. Þar eru haldnir fundir einu sinni í mánuði, 8 mánuði ársins, um kennslu- og uppeldismál, trygginga- og skattamál og margt fleira fróðlegt. En alltof fáar félagskonur hafa áhuga á að sækja þessa fundi. I því sambandi verður mér oft hugs- að til ríka mannsins í dæmisögunni, sem bauð vin- um sínum til fagurrar veizlu, en hver af öðrum afsakaði sig og gat ekki komið. Þá sendi riki mað- urinn þjóna sína út á stræti og gatnamót og skip- aði þeim að „þrýsta þeim til að koma“, svo að veizlan yrði haldin. K.R.F.I. hefur ekki ráð á slík- um þjónum, við verðum að láta okkur nægja að auglýsa fundina oft með litlum árangri. Þar sem ég býst við, að þetta blað „19. júní“ verði það síðasta, sem ég hef afskipti af, langar mig að nota þetta tækifæri til að þakka sérlega góða samvinnu öllum þeim konum, sem sæti hafa átt. í útgáfustjórn blaðsins þau 17 ár, sem ég hef átt hlut að útgáfunni. „19. júní“ hefur alltaf birt 4 19. JÚNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.