19. júní


19. júní - 19.06.1968, Side 8

19. júní - 19.06.1968, Side 8
mennings sjálfsögð. Hér á landi höfum við mörg dæmi um þessi alþjóðlegu viðhorf tímanna og má benda á starf þeirra manna sem áður voru nefnd- ir og bæta við tímaritum þeirra Baldvins Einars- sonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, auk fé- lagsstofnana í þágu menntunar og menningar, allt í anda upplýsingarstefnu. Alþýðufrœ&slan „ . . . veit eg ei hvað er að gera verk drott- ins sviksamlega ef þetta er ekki . . .“ (úr áminningarbréfi Hannesar biskups Finns- sonar til prests sem hafði vanrækt barna- fræðsluna). Alþýðufræðsla í skólum var nær engin allt þetta tímabil. Að meginstefnu var hún samkvæmt reglu- gerð frá miðri 18. öld þar sem svo var kveðið á, að foreldrum, húsbændum og prestum væri skylt að sjá ttm barnafræðsluna þar sem engir skólar væru. Prestar máttu ekki ferma ólæs börn; ekki mátti vígja hjón ncma a. m. k. annað hjónaefnið væri læst. Og enn gat biskup beitt prestana sektum.2) Það var sumsé framkvæmd reglugerðarinnar sem allt valt á. Kristindómsfræðslan var undirstaða lestrarkunnáttunnar. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að stofna barna- skóla í Vestmannaevjum en stóð stutt hverju sinni. Jón Þorkelsson rektor í Skálholti sýndi áhuga sinn á barnafræðslu með því að gefa eigur sínar i því skyni, Thorchilli sjóðinn svokallaða. Fyrir það fé var loks stofnaður barnaskóli á Hausastöðum í Görðum 1791. Þau urðu flest 16 bömin sem þar voru og skólinn var svo lagður niður 1812. Ýmsir einstaklingar gerðu tillögur um barnaskóla en kom fyrir ekki. Stjórnskipuð skólanefnd frá 1799 klofn- aði um barnaskólamálið. Tveir nefndarmanna vildu fá barnaskóla í hverri sýslu, hinir tveir að- eins í Reykjavík og láta farkennara sjá um fræðsl- una í sveitum landsins. Niðurstaðan af barnaskóla- hjalinu varð engin í framkvæmdinni nema Hausa- staðaskólinn. Barnaskóli í Reykjavík komst ekki á laggirnar fyrr en 1831 og var einstaklingsfram- tak. Þar fengu fræðslu 18 börn af um 70—80. Þessi skóli lognaðist út af 1848 er Thorchillisjóðurinn hætti að styrkja hann. Ef fara ætti eftir opinberu framkvæmdaleysi í 2) Lovsamling for Island II, bls. 566 o. áfr., 600 o. áfr. barnaskólamálinu, mætti álykta að lestrarkunnátta og almenn alþýðufræðsla hefði verið á lágu stigi. En svo mun ekki hafa verið. Erlendir ferðabóka- höfundar róma almenna upplýsingu landsmanna, ekki sízt bændafólks. Þetta á að nokkru rætur að rekja til þess, að í heimalöndum þessara rithöf- urida voru bændur og annar almúgi illa að sér og lítils metnir. Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður gerði takmarkaða athugun á bókaeign manna fyr- ir 1800 og af 1000 heimilum voru aðeins 7 án bókar') Að vísu var hér aðeins að ræða um guðs- orðabækur en sýnir að sjálfsögðu að á þessum heimilum var lestrarkunnátta fyrir hendi. J>að sem gerði gæfumun að alþýðumenntun var góð síðast á 18. öld og fyrri hluta 19. aldar, var mennt- unaráhugi biskupanna sem voru æðstu menn fræðslumála. Hannes biskup Finnsson gekk afar ríkt eftir því að prestarnir ræktu skyldur sínar um eftirlit með barnafræðslunni og beitti óspart valdi sínu í því máli, sektum sem öðru. Geir biskup Vídalín var einnig eftii’gangssamur og óþreytandi að leggja prestum lifsreglurnar í eftir- liti með barnafræðslunni. Telja verður upplýsingar Hannesar biskups um lestrarkunnáttu islendinga óyggjandi, en hann segir í nokkrum sýslum lands- ins fæni en fimmtung alls fólksins, sums staðar aðeins sjöttung, ólæsan og þá sé aðeins um ung- börn og fáein gamalmenni að ræða.3 4 * *) „Lángt veri frá mér, ad ég vilie bera ósatt hól á alþýdu vora, þad væri til ad skemma hana, og mér vanvirda, en sanninda á hún ad njóta.“ B) Biskupinn var eldheitur upplýsingarmaður og átti ólítinn þátt í útbreiðslu rita Landsuppfræðing- arfélagsins með því að hvetja alla presta landsins til að kynna rit þess. Á vegum þess gaf hann út Kvöldvökurnar og þar kynnti hann m. a. vísindi samtimans sannarlega ekkert léttmeti. Hann segir í formála: „varla mun þad land vera til, hvar al- múgi er eins medtækilegur fyrir svo megnan lær- dómsmat (þ. e. strembið lesefni), eda svo gjam á nám og fródleik, sem hér á íslandi“ . . . og enn- fremur, ef Kvöldvökurnar væru „fyrir bændalýd í ödrum lönclum, væri meiri partur þeirra of þúngur11.") 3) Isl. alþýðumentun, bls. 73. 4) Kvöld-vökurnar 1794, bls. XIV. n) Sama rit, bls. XIV. °) Sama rit, bls. XIII. 6 19. JÚNf

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.