19. júní - 19.06.1968, Síða 9
Lœrði skólinn
„Það er sá einasti vegur til að lijálpa
Islandi (ef annars nokkur) segi ég enn
og aftur . . .“ (úr bréfi Baldvins Ein-
arssonar 1830 um tillögur hans til end-
urbóta á lærða skólanum).
Lærðu skólarnir höfðu verið tveir, annar í Skál-
holti og hinn á Hólum, og oltið á ýmsu fyrir þeim,
aðallega vegna naumra fjárveitinga; skortur hæfra
kennara og aðbúð þeirra og nemenda eins vesöl
og hugsast gat. Það bar upp á nokkurn veginn á
sama tíma, að Alþingi var lagt niður og skólarnir
sameinaðir í einn, á Hólavelli í Reykjavík. Þetta
var um aldamótin 1800. Þá tók ekki betra við. Ætl-
unin hafði verið að fá einn góðan skóla, en sem
fyrr skorti fé og nothæft húsnæði, og allir sömu
annmarkar og áður loddu við skólann. Bjarni amt-
maður Thorsteinsson var i Hólavallarskóla 1795
— 1800. Hann segir i ævisögu sinni að rektor hafi
verið mjög drykkfeldur sem og konrektor og lær-
dómur var eftir þvi. Allir skólapiltar að kalla urðu
sjúkir af kláða og öðrum kvillum vegna ills matar-
æðis og kulda. „f skólanum var um þær mundir
jafn illa séð fyrir líkama og sál,“ 7) segir Bjarni.
Árni Helgason stiftprófastur var í skólanum á
sama tima og Bjarni og er oft vitnað til þessara um-
mæla hans: „Fátækt þekkti ég að heiman, en sult-
inum kynntist ég fyrst í skóla.“ 8) Sveinn læknir
Pálsson gaf þann úrskurð 1803 að af 32 skólapilt-
um í Hólavallarskóla hefðu 24 skyrbjúg og 9 þeirra
svo illa á sig komnir að þeir yrðu að liggja rúm-
fastir svo vikum skipti.9) Margir biðu þess aldrei
bætur að hafa verið í skólanum.
Veturinn 1804—1805 varð skóli ekki haldinn á
Hólavelli. Það ár var enginn opinber skóli í land-
inu.
Haustið 1805 hófst. svo skóli á Bessastöðum, þeg-
ar í upphafi illa hæft húsnæði og aðeins ætlað til
bráðabirgða. Bráðabirgðatími skólans þar varð 40
ár, og vegna ónógs húsnæðis gat skólinn aldrei
gegnt hlutverki sínu að fræða þann fjölda sem sótti
um skólavist. 1 húsinu voru aðeins tvær skóla-
stofur og því aðeins hægt að tvískipta skólanum.
Gert var ráð fyrir þrem árum í hvorum bekk,
neðri bekk og efri bekk. Skólanum luku menn á
3—7 árum. Annað kom og til. ölmusur eða styrk-
7) Æfisaga, bls. 115.
8) Saga íslendinga VII, bls. 150.
B) Sama rit, bls. 150.
ir höfðu verið veittar 40 nemendum þegar skól-
arnir voru tveir, nú fengu aðeins 24 ölmusur. Þetta
var höfuðatriði í landi hinnar miklu fátæktar.
Við það að skóli var afnuminn í Norðurlandi og
ölmusum fækkaði, reyndist mörgum embættis- og
búandmanni erfitt að kosta soninn til mennta á
Suðurlandi. Þá fengu menn sér einkakennslu hjá
embættismönnum sem tóku að sér að kenna þeim
og útskrifa þá að því loknu. Þetta varð svo algengt
að 1820—1828 útskrifuðust úr heimaskóla 32 á
móti d0 úr Bessastaðaskóla. Ekkert eftirlit var með
hæfni þessara kennara framan af og stúdentar úr
heimaskóla þóttu ekki eins vel að sér og stúdentar
úr Bessastaðaskóla. En 1830 var ákveðið að stú-
dentar úr heimaskóla yrðu að ljúka prófi úr lat-
ínuskóla ef þeir vildu öðlast rétt til prestsembættis.
Bessastaðaskóli hafði það verkefni fram yfir sams
konar lajrða skóla í Danaveldi, að hann útskrifaði
prestaefni. Þeir sem fóru utan að stunda lög, lækn-
isfræði eða annað urðu því líka að taka próf í guð-
fræðinni. Á Bessastöðum voru kennd fornmálin,
gríska og latína, ekki þó eins mikið í þeim og reglu-
gerð ætlaðist til. Hebreskunám var í sambandi við
guðfræðinámið. Trúfræði. Nýjatestamentisfræði.
Veraldarsaga og landafræði, lítið og ónógt í báð-
um fögum. Stærðfræði. Danska. Mjög takmarkað
í íslenzku. örfáir lærðu eitthvað i þýzku, einn og
einn svolítið í frönsku. Kennarar voru aðeins þrír
framanaf, en frá 1822 voru þeir fjórir. Tvískipting
bekkjanna olli því að taka varð upp í efri bekk
nokkra lærisveina sem ekki voru til þess hæfir,
höfðu ekki nógu góða undirstöðu. Bekkirnir hefðu
þurft að vera 3—4. Fyrst framan af voru 27 til 32
lærisveinar i Bessastaðaskóla, en eftir 1827 voru
þeir 40, auk þeirra 3—5 utanskóla sem fengu að
hlýða á kennslu. I skólunum í Skálholti og Reykja-
vik voru oftast nál. 30 og á Hólum allt að 28 læri-
sveinar. Af þessu sést að með Bessastaðaskóla fœkk-
ar nemendum um þriðjung.
Páll Melsteð sagnfræðingur var í Bessastaða-
skóla 1828—34 og segir í endurminningum sínum,
að í sögutimunum hafi allir nemendur skólans
safnazt saman í efri bekk. Þá var svo þröngt þar
að hver sat undir öðrum. Kennararnir sátu ekki,
þeim var enginn stóll ætlaður.10) Kennararnir voru
miklir lærdómsmenn svo sem Sveinbjörn Egilsson,
Björn Gunnlaugsson og Hallgrímur Scheving og
hefur oft verið vitnað til þess. En húsnæðisleysið
----------- Framh. á bls. 39.
10) Endurminningar Páls Melsteðs, bls. 26.
19. J ÚNl
7