19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1968, Qupperneq 14

19. júní - 19.06.1968, Qupperneq 14
Auíiur Pétursdóttir, kennari viS barnadeild Langholtsskóla. TILRAUNAKENNSLA í ENSKU „I hve mörg ár hefur enska verið kennd í barna- deildum Langholtsskóla?“ „Enskukennsla var hafin í Langholtsskóla skóla- árið 1963—1964 að tilhlutan Fulbright-stofnunar- innar í Reykjavik og áhuga skólastjóra Kristjáns J. Gunnarssonar. Fulbright-stofnunin vildi gera til- raun með enskukennslu barna á Islandi, og var ICristján fús að taka upp þessa nýjung. 1 upphafi var aðeins duglegustu tíu ára bekkj- unum kennd enska, en auk þess var einni deild í öðrum bekk gagnfræðaskólans veitt enskukennsla með talaðferð fyrsta árið. Veturinn 1966—1967 var tekin upp enskukennsla í öllum tíu ára bekkjum. Haukur Ágústsson stud. theol. liefur umsjón með kennslunni. Þessi fimm ár hefur Langholtsskóli átt því láni að fagna að hafa vel menntaða og reynda ensku- kennara frá Fulbright-stofnuninni. Hafa þeir náð góðum árangri, og er nauðsynlegt, að kennari, sem kennir erlent tungumál, tali málið reiprennandi. Góður erlendur kennari getur gert sig skiljanlegan með látbragði. Þó geri ég ráð fyrir, að það yrði erfiðara í getuminnstu bekkjunum. I þessu sam- bandi vil ég taka fram, að á þingi Evrópuráðs, sem ég sat í Osló 16,—26. ágúst síðastliðinn, var talið mikilvægt, að barnaskólakennari talaði mál nemenda sinna til að geta skýrt út erfið atriði.“ „Hvað myndirðu segja um þann árangur, sem náðst hefur?“ „Ég myndi telja, að allgóður árangur hefði náðst. Börnunum þykir málið skemmtilegt og skilja og geta sagt auðveldar setningar eftir stutta kennslu. Börn eiga auðveldara með að læra tungumál en fullorðnir. Þau eru næm á hljóð og ná góðum framburði i hvaða bekk, sem er. Getulitil börn þurfa aftur á móti miklu lengri tíma til að ná sama árangri og hin getumestu bæði í framburði og rithætti. Enda kemst ég yfir helmingi minna námsefni hjá þeim. Aðalatriði er þó, að þau leggi öll stund á ensku, svo að minni- máttarkennd skapist ekki.“ „Krefst ekki tungumálakennsla barna annarra vinnuaðferða en kennsla unglinga?“ „Að sjálfsögðu verður kennslan með allt öðru móti. Glósur og stilar hverfa úr sögunni. Leiftur- spjöld eru notuð til að skýra orð, en þau nægja þó ekki við smáorðin. Bömunum finnast spjöldin spennandi, og verður kennslan eins og leikur. Einnig tölum við um alla hluti í skólastofunni og bömin sjálf og fjölskyldur þeirra, og verður kennsl- an mjög persónuleg með þessu móti. Hröð endurtekning er mikilvægur þáttur ensku- kennslunnar, og þá tekur allur bekkurinn undir í kór bæði spurningar um myndir, svör og efnið í bókinni eftir mínum upplestri. Síðan les einn og einn, þó að einstaklingslestri verði varla við kom- ið vegna lélegrar lestrarkunnáttu getuminnstu barnanna. Skriflegar æfingar eru nauðsynlegar stöðugt inn á milli talæfinga, til að töluðu orðin festist börn- unum betur í minni. En skriflegar æfingar verða að vera léttar, skemmtilegar og lifandi, jafnvel með myndum, svo að stöðugur áhugi og gleði hald- ist lijá getuminni bekkjunum. Bezti bekkur þolir þurrt efni vegna brennandi fróðleiksfýsnar, en ekki hinir. Álít ég, að betri árangur náist, ef byrj- að er á skriflegum æfingum strax. Á þinginu í Osló álitu margir reyndir kennarar, að í byrjun ætti einungis að nota talkennslu. Taka verður þá til greina, að á Norðurlöndum og meðal hinna menntuðu þjóða Evrópu, eru börnin oft níu eða jafnvel aðeins átta ára, þegar erlend tungumála- kennsla hefst.“ „Er venjuleg bekkjardeild of fjölmenn fyrir tal- kennslu?“ „Já, að mínu áliti er venjuleg bekkjardeild of Framh. á bls. 17. 12 19. JÚNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.