19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1968, Qupperneq 20

19. júní - 19.06.1968, Qupperneq 20
AuSur Pétursdóttir, frh. af bls. 17: hljóðfallið er líkara hinu íslenzka en hið enska, og er þess vegna auðveldara fyrir hörnin, sérstak- lega þar sem þau heyra „amerísku“ í mörgum kvikmyndum og sjónvarpi. Oft finnst börnunum enski framhurðurinn tilgerðarlegur. Skandinavísk- ir prófessorar virtust vera á sama máli um þessi atriði í Osló síðastliðið sumar. Vegna dugnaðar Mr. T. Sheldons, ameríska sendikennarans í ár, en hann hefur sótt kvik- myndir í Ameríska bókasafnið við Hagatorg, höf- um við getað sýnt kvikmyndir, bæði talkennslu- myndir og fræðslumyndir. Hafa börnin haft ákaf- lega gaman af þeim. Taimyndir þessar virðast þó ekki hafa nógu mikinn orðaforða, og væri þess vegna nytsamlegt að eiga kost á myndum líkum myndaflokknum „Walter and Connie“, sem sýndur er í sjónvarp- inu. Myndvarpi myndi einnig koma að miklum notum, ef heppilegt efni væri fyrir hendi. Ég hef fengið sýnishorn af litmyndskreyttum bókum frá University Oxford Press, sem börnin gætu haft mikið gagn og gaman af. Vonandi verð- ur unnt að kaupa þessar bækur á næsta ári.“ „Fyrstu nemendur, sem byrjuðu að læra ensku tíu ára, eru nú í öðrum bekk. Hvernig er ensku- þekkingu þeirra háttað?“ „Persónulega hef ég ekki reynslu af þessu, en samkvæmt upplýsingum ameríska sendikennarans Mr. Sheldons gætu beztu nemendur bjargað sér, hvar sem væri í Ameríku, en getuminnstu nem- endurnir ekki. Getumestu nemendurnir geta hald- ið uppi samræðum og lesið auðvelt efni, en tækni- mál er þeim ofviða. Getuminnstu nemendurnir geta ekki enn myndað málfræðilega réttar setn- ingar.“ „Hvert er markmið enskukennslunnar?“ „Samkvæmt skýrslu, sem mér hefur borizt ný- lega frá Evrópuráði um fundinn í Osló síðastliðið sumar, er markmiðið þetta, 1) að gera nemendum kleift að skilja málið, þeg- ar það er talað með eðlilegum hraða, 2) að gera nemendum kleift að tala hlutaðeig- andi tungumál, 3) að gera nemendum kleift að lesa og skilja mál- ið auðveldlega, 4) að gera þeim kleift að tjá sig skriflega, 5) að fræða þau um þjóðina, sem talar tungu- málið, land hennar og menningu." Hrefna Kristmannsdóttir: FRÁ ÍSLENZKUM STÚDENTUM! OSLÓ Fjölmargir íslendingar hafa heyrt Guðrúnar Brunborg getið vegna hinna mörgu ferða hennar um Island. Þeir muna enn fyrirlestra hennar og kvikmyndasýningar. En ekki er eins víst, að þeir hafi gert sér fulla grein fyrir tilgangi þessara ferða eða hve mikið starf Guðrún hefur unnið í þágu ís- lenzkra stúdenta i Noregi. Þegar ég var beðin um að skrifa í 19. júní um stúdentalífið í Osló, fannst mér ekkert betur til þess fallið en starf Guðrúnar Brunborg. Oft er þvi haldið fram, að íslendingar uni hvergi til langframa annars staðar en á íslandi. Ein þeirra, sem ég hef heyrt hvað ákveðnast styðja þá skoð- un, er Guðrún. Sé hún spurð, hvernig hún hafi þó getað unað nær 50 ár erlendis, brosir hún og segir, að sér hafi tekizt að skapa sitt ísland i Noregi. Guðrún Brunborg kom til Noregs árið 1918, þá 22 ára að aldri. Ætlaði hún að læra hjúkrun, en giftist norskum manni, Solmund Brunborg, árið 1920 og settist að í Noregi. Hafa þau hjón búið flestöll hjónabandsár sín að Nesbru í Asker skammt frá Osló. Eignuðust þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Á hernámsárunum snerist Brunborgfjölskyldan eins og flestir Norðmenn gegn nazistum. Sérstak- lega tóku tveir elztu synirnir virkan þátt í norsku andspyrnuhreyfingunni. Voru þeir báðir hand- teknir og sátu í fangabúðum síðari striðsárin. Elzti Rósa Geslsdóttir, frh. af bls. 15: einum smáþætti, að ég lét ljósu flétturnar mínar fjúka hjá Valda rakara á leiðinni niður Vitastíg- inn, en frú Anna hafði látið þau orð falla að velja yrði stutthærða hnátu í hlutverkið. Annars gætir þess mjög meðal íslenzkra nem- enda og raunar alls þorra manna hér, hve tregir þeir eru til að tjá sig á mannfundum. Ég tel, að meginástæðan sé tilfinnanlegur skortur á munn- legri tjáningu og sjálfstæðri rökréttri hugsun í ís- lenzkum skólum, allt frá barnaskóla til háskóla. Það er alvarlegt mál og hefur háð mörgum is- lenzkum stúdent í upphafi náms við erlenda há- skóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.