19. júní


19. júní - 19.06.1968, Side 31

19. júní - 19.06.1968, Side 31
þegar ég söng -- óreynd með 100 manna hljóm- sveit — aríu prinsessunnar úr óperunni „Don Car- los“ eftir Verdi ó sólóista-nemenda konsert í Salz- burg. Höfðum við verið valin úr 70 manna hóp, eitt frá Finnlandi, eitt frá Grikklandi, eitt frá Jap- an og eitt frá Jslandi. Ekki get ég sagt beinlínis, að mér sé kærara eitt hlutverk fremur en annað, því öll eru þau mér kær, en það hlutverk, sem ég hef þurft að leggja mest í og er líka umsvifamesta hlutverk mitt, er Azucena í óperunni „II Trovatore“ eftir Verdi, þar sem ég þurfti að túlka hefndarþorsta, ofsa og örvæntingu þessarar nornar. Það munu vera orðin átta sólóhlutverk, sem ég hef sungið á leiksviði, fyrir utan ýmis smærri hlutverk. Söng á konsertpalli tel ég mjög frábrugðinn túlk- un á leiksviði og að mörgu leyti ekki siður vanda- saman, því þar er það maður sjálfur, sem verður að standa sig, en ekki önnur innlifuð persóna. Ekki get ég munað, hve oft ég hef sungið á konsertum, en það hefur verið meira og minna um allt Island. Eitt af því fyrsta, sem ég söng úti á landi, var „La serva Padrona“ (Ráðskonuríki) eftir Pei'go- lesi, söng ég það hlutvei'k á móti Kristni Hallssyni á vegum Sjálfstæðisflokksins sumarið 1961, við undii'leik Ásgeirs Beinteinssonar. Var þetta ferða- lag vel undirbúið að tilhlutan Fritz Weisshappel, sem ávallt var okkur söngvunxm mikil stoð og stytta, meðan hans naut við. Ég vil svo enda með því að óska íslenzku söng- stai'fi alls hins bezta, að það megi aukast og dafna við fleiri tækifæri og beti'i aðstæður. Svala Nielsen Mér hefur alltaf þótt gaman að syngja, svo lengi sem ég man eftir mér. Ég byrjaði fyrir alvöru að læra söng eftir tvítugt, og fann ég þá alltaf betur og betur, að það var mitt hjai’tans áhugamál að læra að syngja. Ég fór til Jtaliu 24 ára gömul, og dvaldist við söngnám í Mílanó í hálft ár, og þá var sem opnaðist mér nýr heimur fyrir áhugamáli minu. Síðan hef ég alltaf öðru hvoru verið í söng- tímum. Ég var búin að vera í Þjóðleikhúskórnum í mörg ár, og einnig í smáhlutverkum og koma fram sem einsöngvari, bæði í útvarpi og annars staðar, þegar ég fékk mitt fyrsta ópei'uhlutverk. Það var árið 1963, að ég söng í jólaópei’u eftir bandaríska tónskáldið Menotti. Ég lék þar lilut- verk móður lítils drengs, sem var lamaður og vildi færa hinum nýfædda konungi Gyðinga liækjuna sína að gjöf, og varð heilbrigður frá þeiri'i stundu. Þetta hlutverk er mér kannske minnisstæðast fyr- ir það, hvers eðlis það var, og mér hlaut að þykja væixt um það. Mér var mjög vel tekið, og hefur það að miklu leyti haft áhrif á mig með það að vilja halda áfram. Þau hlutverk, sem ég hef sung- ið síðan, hafa flest haft það sameiginlegt að vera alvarlegs eðlis. Mér finnst dramatísk hlutverk eiga vel við mína skapgerð, og ég finn mig fljótlega í þeirri persónu, sem ég á að túlka, ástina, gleðina, soi'gina og þjáninguna, og þótt enginn vilji lifa í sorg og þjáningu, þá skil ég alltaf við hlutverk mitt með söknuði. Ég hef komið fram sem einsöngvai'i, bæði með Framh. á bls. 34. Svala Nielsen sem „Antonia“ í Ævintýrum Hoffmanns. 19. JÚNl 29

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.