19. júní


19. júní - 19.06.1968, Page 32

19. júní - 19.06.1968, Page 32
Óperusöngkonur Framhaíd Þuríður Pálsdóttir, frh. af bls. 26: tónleika í Gamla Bíó. Við hljóðfærið var minn góði vinur Fritz Weisshappel. Hans sakna ég mikið. í mörg ár var hann mér og okkur söngvurunum ómetanleg stoð. Sumar eftir sumar lögðum við söngvarar og tónlistarmenn land undir fót, með óperur, óperettur eða konserta undir hans forystu. Sem tónlistarmaður og sannur heiðursmaður átti hann fáa sína líka. Fyrsta óperuhlutverk mitt á íslandi var Mónika í óperunni Miðlinum eftir Menotti, sem var upp- færð í Iðnó árið 1952. Hljómsveitarstjóri var Ró- bert A. Ottósson og leikstjóri var Einar Pálsson. Það var sennilega dramatiskasta óperusýning, sem ég hef tekið þátt í. Hjá Þjóðleikhúsinu var mitt fyrsta verkefni Lóla í Cavallería Rusticana. Síðan hef ég sungið mörg dásamleg hlutverk hjá Þjóð- leikhúsinu, en alls hef ég sungið svona um 25 hlutverk i óperum og óperettum, að meðtöldum útvarps- og konsertuppfærslum. Hvaða hlutverk er mér kærast? Þvi er erfitt að svara, en einna skemmtilegast þótti mér að syngja Rósínu í Rakaranum frá SeviIIa og Nórínu í Don Pasquale eftir ítölsku meistarana Rossini og Doni- zetti. Bæði eru þessi hlutverk leikandi létt og full af gáska, og mér þótti gaman að fást við þau, hæði persónurnar og músíkina. Á þessum árum fór ég þrisvar sinnum aftur til söngnáms til Italíu og lærði aðallega hjá Línu Pagliughi, einni frægustu söngkonu ítala. Óskir? Það hefur oft veiáð misvindasamt í þessu starfi og launin ekki upp á marga fiska. Sannleik- urinn er sá, að það er fjári dýrt að vera söngkona. Ef inn kemur „aur“, fer hann strax í frekara nám, og tekjurnar eru aðeins brot af því, sem söngvar- inn hefur kostað til. Svo að óskirnar eru einna helzt veraldlegar, sæmilegur aðbúnaður og ein- hver laun til handa söngvurum í framtíðinni. Hver veit nema næstu kynslóð megi takast að byggja upp þá óperu, sem við höfum stofnað vís- inn að. Nei, ég hefði þrátt fyrir allt ekki getað hugsað mér neitt annað, og þannig, og engan veginn öðru- vísi, verður söngvari að hugsa. Eitt er að minnsta kosti víst. Söngurinn gleður mannsins hjarta, og ótaldar eru þær hamingjustundir, sem þetta starf hefur fært mér. GuSrún 4. Símonar, frh. af bls. 27: Sígild tónlisl er mér mjög kær, en alla mína söngævi hef ég haft miklar áhyggjur, að ég gerði hermi ekki nægilega góð skil. Þess vegna fer ég aldrei ánægð út af söngpalli. Það er gott veganesti, hvaða listamanni sem er, að vera aldrei ánægður, en það getur gengið ein- um of langt, eins og i mínu tilfelli, að þegar ég tek að mér ný og ný viðfangsefni, byrja ég strax að hafa áhyggjur. Stjúpi minn, I.udvig C. Magnússon skrifstofu- stjóri, var mín stoð og stytta, hann tók mörg spor- in fyrir mig, og alltaf sama þolinmæðin. Ég á honum aRt að þakka, að ég fór út á þessa braut. Eg fór utan til London til náms í „The Guild- hall School of Music and Drama“. Var ég þar í 3 ár. 1 2 ár var ég í „The English Opera Studio“. Söngkennari minn í London var Maestro Lor- enzo Medea, sem reyndist mér þolinmóður og góð- ur kennari. I Mílanó var söngkennari minn Madam Carmen Melis, hún var mjög góður kennari, sannkölluð hefðardama. Madam Melis var heimsfræg söngkona og söng mikið undir stjórn Puccinis, einnig var hún söng- kennari hinnar heimsfrægu söngkonu Renata Te- baldi. Áður en ég fór utan til náms, var ég búin að halda 10 sjálfstæða hljómleika. Þá var ég ólærð með mína náttúrurödd og engar áhyggjur. Ég hef sungið víða og haldið marga sjálfstæða hljómleika, einnig nokkur aðalhlutverk í óperum, eins og t. d. „Tosca“ í samnefndri óperu, Mímí í „La Boheme“, Santuzza i „Cavalleria Rusticana", Rosalinda i óperettunni „Leðurblakan", sem var sýnd 35 sinnum, einnig Lerpína í „La serva pad- rona“. Ég hef ferðast mikið og haldið hljómleika, eins og t. d. til Danmerkur, Noregs, Kanada, Banda- rikjanna. að ógleymdu minu stóra ferðalagi til Sovétrikjanna; það fór ég 1957. Mér er þetta mjög minnisstætt ferðalag. Þá voru ekki komin þessi menningartengsl á milli rikja, Sovétríkin voru eins og lokuð bók mörgum þjóðum. Ég var fyrsta islenzka listamanneskjan, sem fór þangað, ég held ég megi líka segja, ein af hinum fyrstu vestrænu listamanneskjum. Ég hélt 10 hljómleika, söng í útvarp. Þar kom ég fyrst fram í sjónvarpi, söng klukkutíma söng- 30 19. JtJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.