19. júní


19. júní - 19.06.1968, Síða 35

19. júní - 19.06.1968, Síða 35
í VATNAHLÍÐ w Hefur þú verið í Vatnahlíð? 1 Vatnahlið, þar sem björkin grcer, sígrœna. björkin, og sunnanblœr syngur í laufi. í VatnahlíS. Iiefur þú reikaÖ um rjóðrin grœn, rjöðrin sígrœn í Vatnahlíð? Heyrt hvernig syngja á sumartíð svalandi lindir við rjóðrin græn? Og fannstu iiminn úr mold og mörk, frá meiði og lindum í Vatnahlíð? í Vatnahlíð, sem í vetrarhríð á viði blómstrandi og gróna mörk. Við skulum finnast í Vatnahlíð. Vinarina bíða rjóðrin græn, vina, sem reika um rjóðrin græn með raulandi lindum í Vatnahlíð. Jakobína Sigurðardóttir HEIMTUR ÞJÓÐVÍSA fíiddarann dreymir í rökkri hvíta hind. Hún dansar af heiði að djúpri skógarlind, þá róða slær af austri á fíismálatind. Vitt flýgur valur yfir skóga. Hratt flýgur örin, en hraðar rennur þó hvít hind af heiði yfir hœðir og mó. Eftir hleypir riddarinn rennsveittum jó. Vítt flýgur valur yfir skóga. Eftir hleypir riddarinn, en aldregi nœr hvítri hind af heiði. í húminu fjær leiftursnöggu bliki á launstigu slœr. Vítt flýgur valur yjir skóga. Gustur fer um viði. Og gráa lokka ber riddarinn, er hindina í rökkurdraumi sér, sem mjallhvít af heiði í morgunsár fer. Vitt flýgur valur yfir skóga. Hægt strýkur vogana haustsins kaldi blær. Heimtust af öræfum hjarðir i gœr. „Gimbillinn minn göði, gullhornum búni.“ Gimbillinn minn góði, með gullhornin bleik, œrslast um túnið í óvita leik. Dansar hann um túnið — en dagur bregður lit. Grunur fer um grasið við golunnar þyt. Hverfa mun úr hjörðum, sem heimtust í gaer, öræfabarnið með augun snör og skœr og fannhvítan lagðinn, sem fjallgolan þvœr, „gimbillinn minn góði, gullhornum búni.“ fíiddarann dreymir í rökkri hvíta hind, sem dansar af heiði að djúpri skógarlind. Fallin eru laufin og fokin út í vind. Vítt flýgur valur yfir skóga. Hœgt strýkur vogana haustsins feigðarblær. „Ekki get ég unað mér einsömul í túni.“ 19. JtJNl 33

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.