19. júní


19. júní - 19.06.1968, Side 36

19. júní - 19.06.1968, Side 36
Hannn Bjarnadótlir, frh. af bls. 28: Mér er sérstaklega minnisstætt sumarið 1935, þegar mamma fór i síld til Siglufjarðar og hafði mig með sér. Þá kölluðu sildarstúlkurnar oft til mín upp í gluggann á bragganum, þar sem ég var á náttfötunum að horfa á mömmu salta, og báðu mig að syngja nokkur lög, þær skyldu borga mér fyrir, þegar hrotan væri búin. Það stóð ekki á greiðslunni og munu það hafa verið mínar fyrstu tekjur af söng. Og þótt þær væru í 5-eyr- ingum, 10-eyringum og 25-eyringum, þá fannst mér það hlyti að vera talsverð uppbót fyrir mömmu, því þetta var eitthvert mesta síldarleysis- sumar. Svala Nielsen, frh. af bls. 29: Karlakórnum Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur. Ég hef farið i söngferðir utanlands með Karlakór Reykjavíkur, sem ég mun minnast alla mína ævi. Fyrir nokkrum árum tókum við okkur saman fjór- ir söngvarar og héldum konserta víða um land við mjög góðar undirtektir. Ég hef verið einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Islands ásamt Fílharm- oníukórnum, og hef ég þar fengið að glíma við stórbrotin og fögur verk. Ég óska þess, að einhvern tíma rísi hér glæsilegt óperuhús, og að þar streymi inn áhugasamir hlust- endur, sem vilja styðja og styrkja íslenzka söngv- ara, sem syngja um ástina, gleðina, sorgina og þjáninguna. Ef það rætist, þá er minn draumur orðinn að veruleika. Eygló Viktorsdóttir, frh. af bls. 31: fá, hafa farið þaðan ánægðir með það, sem þeir sáu og heyrðu. Það liefur orðið Óperuflokknum mikil hvatning til frekara áframhalds. Mér hefur verið það mikil ánægja að starfa í þessu félagi, og það er einlæg ósk mín, að íslenzkir söngvarar og aðdáendur þeirra fái ósk sína upp- fyllta, hvað snertir viðunandi skilyrði til óperu- flutnings. Ég minnist líka atviks á Akureyri. Þá var ég á gangi með leiksystrum minum og var eitthvað að raula, þegar tvær stúlkur gengu framhjá, báðu mig að koma afsiðis og syngja sérstakt lag, sem þær tdnefndu. Svo létu þær krónu i lófann á mér og sögðu, að ég ætti að læra að syngja, þegar ég stækkaði. Seinna fékk ég að vita, að þetta voru systurnar Hildur og Guðrún Þorsteinsdætur. Guð- rún varð seinna minn fyrsti söngkennari og veitti mér ómetanlega hjálp. Þegar ég söng með Kantötu- kór Akurevrar undir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar, var hún þjálfari kórsins og bauð mér söng- tima tvisvar í viku endurgjaldslaust. Mína fyrstu sóló söng ég i stóru tjaldi á Akureyri á Jónsmessu- kvöld sumarið 1945. Þá hélt Kvenfélagið fjöl- breytta skemmtun og nefndi „Tivoli“. Þegar Tónlistarskóli Akureyrar var stofnaður í ársbyrjun 1946, innritaðist ég í hann sem pianó- nemi frú Margrétar Eiriksdóttur. Hún var einnig skólastjóri. En það var stutt gaman, skemmtilegt, því það ár fluttist ég til Reykjavikur, fór í Tón- listarskólann og hóf söngnám hjá Sigurði Birkis söngmálastjóra. Á þeim árum söng ég mikið á skemmtunum og í útvarp, en mér er einna minnis- stæðast, þegar ég söng í hófinu að Hótel Borg á Sjómannadaginn 1948. Mér var það sönn ánægja, því að sumarið áður var ég kokkur á 27 tonna báti frá Ölafsfirði og kynntist þá nokkuð sjómannslíf- inu og þykir mér vænt um þá stétt. Undirleikari minn var þá Fritz Weisshappel. Segja má, að hann hafi haldið sönglífinu uppi, meðan starfskraftar hans leyfðu, og það var mikill skaði fyrir tónlistar- líf borgarinnar, að svo mætur og mikilhæfur maður skyldi falla frá löngu fyrir aldur fram. Haustið 1953 ætlaði ég til Italíu (Milano), því þangað fóru flestir okkar söngvarar. En um sum- arið kom afabróðir minn, Jóhann Norman og Ásta Árnadóttir (málari) kona hans, frá Ameriku í heimsókn til „fyrirheitna landsins“ og dvöldu hér í mánuð. Notaði ég þann tima til að koma mínum skilrikjum í lag, svo ég gæti farið með þeim vest- ur um haf. Guðrún Þorsteinsdóttir söngkona útveg- aði mér dvalarstað hjá Gunnari Matthíassyni, móð- urbróður sínum, í Los Angeles. Frú Þóra, dóttir Gunnars, litvegaði mér svo söngkennara sinn, Mrs. Florence Lee Holtzman. Við t>óra urðum samferða i söngtímana um sinn, en brátt kom að því, að of langur timi fór i ferðir, svo kennari minn bauð mér að dvelja hjá sér og þrem öðrum konum. Tvær þeirra voru gamlir nemendur hennar í París, v 34 19. JtJNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.