19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 7

19. júní - 19.06.1969, Side 7
SpjalláS um blómin og úlsýniS eru hér að sjálfsögðu. Nemendur guðfræðideildar hafa þar helgiathöfn einu sinni á ári, og mun sú hefð hafa skapazt í tíð herra Ásgeirs Ásgeirssonar, sem sjálfur er guðfræðingur. Það var gaman að taka á móti stúdentunum og eiginkonum þeirra eða unnustum, að ógleymdum kennurinn deildar- innar. En þótt ég nefni kirkjuna, eru þó þeir gest- ir fleiri, sem hingað koma án allra tengsla við hana, eins og að líkum lætur.“ Degi er nú tekið að halla. Forsetafrúin hefur sýnt okkur mikla gestrisni. Við viljum ekki mis- nota gestrisni hennar, og enda þótt við gætum haldið áfram lengi enn, því að umræðuefni þrýt- ur ekki, búumst við til brottferðar. Við lítum út á voginn. öldurnar falda hvítu. „Það er fallegt á Bessastöðum, fallegt að líta þangað heim og fallegt að liorfa þaðan.“ ,,.Tá,“ svarar frúin, „hér er mjög víðsýnt í björtu og útsýni fallegt, bæði fjær og nær. Einkanlega kvað vera mjög vorfagurt hér, enda get ég vel trúað því. Fuglalíf er hér mikið og sjálfsagt skemmtilegt fyrir eldri og yngri að fylgjast með því. Maður finnur til þess, að maður er háðari veðráttunni og árstíðunum hér úti í sveitinni en inni í bænum, og við hlökkum til vorsins, jafnvel meira en nokkru sinni áður.“ Við kveðjum forsetafrúna með þá ósk í huga, að henni og fjölskyldu hennar megi vel vegna á hinum sögufræga stað á þessu vori og jafnan. mins, en fyrir kemur, að ég annast móttökur ein, til dæmis tek ég stundum þannig á móti eigin- konum erlendra sendiherra. Margs gæti verið að minnast frá komum gesta liingað. Stundum koma stórir hópar manna, þing og samkomur, innlendra manna og erlendra, kann- ski mikið á annað hundrað í einu. Stundum er boðið til kvöldverðar eða hádegisverðar. Ég minn- ist fyrsta messudagsins, sem hér var eftir að við komum. Prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson, messaði, og við buðum öllu fólkinu inn eftir messu, bæði sóknarbörnunum hér í Bessastaðasókn og öðr- um, sem við kirkju voru. Þetta var í stíl við góð- an og gamlan sveitasið og okkur til mikillar ánægju. Kirkjan hér á Bessastöðum, þetta fagra og gamla hús, er reyndar ekki svo lítill hluti af staðnum. Margir skoða hana og ýmsar kirkjulegar athafnir 1. ViStalendur: Rannveig Löve og Eyborg GuS mundsdóttir. 2. Ljósmynd: Asis. 3. Skyndimyndir: L. L. 1 9. JÚNX 5

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.