19. júní - 19.06.1969, Side 26
unin hét nú fullu nafni. Hún var opnuð 31. marz
1787, og smám saman fjölgaði upp í 1000 konur,
sem fæddu þar á hverju ári.
Það er táknrænt fyrir ástand lækninga á þessu
sviði í lok átjándu aldar, að mæðradauðinn var
1,5% á árunum 1771—1780, en var í hinni nýju
stofnun á árunum 1788—1799 2,5%. Nú á dögum
eigum við erfitt með að skilja þessa háu dánartölu,
og þó átti barnsfararsóttin eftir að verða ennþá
hættulegri, því á árunum 1840—1842 fór dánar-
tala mæðranna upp í 3,3% og enn hækkandi upp
í 8% árið 1843. Tvo mánuðina september og októ-
her 1844 var bamsfararsóttin á fæðingarstofnun-
inni í Kaupmannahöfn orðin svo ofsaleg, að 15%
af mæðrunum dó. Þá var tekið það ráð að loka
stofnuninni, og á því tímabili voru keypt hús á
öðrum stöðum í borginni til þess að innrétta sem
fæðingastofnanir í bili, og einnig vom fæðingar
hjá ljósmæðmm i heimahúsum.
Fæðingastofnunin var aftur opnuð 1848, en
barnsfararsóttin var alltaf annað slagið að gera
vart við sig í farsóttum. Og enn varð dánartala
mæðranna á árunum 1860—1864 orðin 7 af hverj-
um hundrað fæðingum.
I öðrum löndum álfunnar var ástandið eins, og
sums staðar verra. Þannig var það á fæðinga-
stofnun háskólans í Yínarhorg árin 1844 til 1847.
TJngverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis
fór að vinna á I. deild Fæðingastofnunar almenna
sjúkrahússins í Vinarborg í apríl 1844, og þá var
dánartala mæðranna 17%. Það furðulega var við
þessa banvænu barnsfararsótt, að á II. deild stofn-
unarinnar dóu færri konur, og var svo mikill mun-
ur á dánartölunni, að árið 1846 dó 451 móðir á
I. deild, en á II. deild fæðingastofnunarinnar dó
ekki nema einn fimmti af þeirri tölu. Það var svo
augljóst, að konurnar reyndu að forðast þá deild
og komast helzt á II. deild, en þar fór fram ljós-
mæðrafræðslan og engar kmfningar.
Um miðjan mai 1847 byrjaði Semmelweis að
þvo hendur sínar úr klórvatni, og lét alla á deild-
inni gera það líka. Frá þvi i byrjun april 1847 og
fram í miðjan mai dóu 18 af hverjum 100 fæðandi
konum. Eftir að byrjað var að þvo sér um hendur
úr klórvatni við allar fæðingar lækkaði dánartal-
an niður í 2,45%.
Eins og oft vill verða um miklar uppgötvanir,
voru margir á móti þessu og töldu það vera firru,
að handþvottur úr klórvatni gæti haft svo mikið
að segja um líf og dauða sængurkvenna. Þeim til
afsökunar er það, að ennþá var ekki búið að finna
sýklana, sem voru og eru orsök allra ígerðasjúk-
dóma. Annar merkur læknir byrjaði svokallaða
sótLhreinsun (antisepsis) við allar handlæknis-
aðgerðir á þessum árum, og hafði það í för með
sér sömu stórkostlegu breytingarnar á dánartölu
vegna graftarígerða og opinna beinbrota og að-
gerða. Þetta var enski læknirinn Joseph Lister
(5. april 1827—10. febr. 1912), og notaði hann
karbólvatn til þess að hreinsa sárin, áhöldin og
hendurnar. Bakteríur fundust fyrst eftir að Sem-
melweis var látinn.
Eftir að sótthreinsun kom til sögunnar, fór vinn-
an á fæðingastofnunum að breytast og til dæmis
er það, að á fyrstu 17 árunum, sem sótthreinsun
var notuð á Fæðingastofnuninni i Kaupmannahöfn,
frá því 1870 til 1886, fæddu þar 19 928 konur og
af þeim dóu 7 og 8 við hverjar þúsund fæðingar.
En það var samt of mikið, og próf. Stadfeldt var
þá þegar svo bjartsýnn, að hann taldi vera hægt
að lækka enn meir dánartöluna, sem ætti helzt
ekki að vera meiri en 5 af hverjum þúsund fæð-
andi konum, enda hafði svo verið undanfarin 5
árin. Það tókst samt sem áður ekki að breyta neitt
verulega dánartölu fæðandi kvenna, fyrr en
kemur fram á þessa öld, er verulega gætir blóð-
flutnings og meiri þekkingar á meðferð losts
(shock) um 1936. Mest varð þó breytingin, þeg-
ar sulfameðul komu um 1937 og eftir seinni heims-
styrjöld penicillin og fuggulyfin. Nú er svo komið,
að barnsfararsóttin veldur sárafáum dauðatilfellum.
Þegar Ríkisspitalinn var byggður í Kaupmanna-
höfn, fluttist Fæðingastofnunin þangað 1910, þar
sem hún ennþá er til húsa.
Þegar búið var að vinna bug á bakteríum að
svo miklu leyti, að aðgerðir voru yfirleitt ekki lífs-
hæt.tulegar, og ennfremur framkvæmanlegar í
svæfingum og deyfingum, fóru að verða verulegar
framfarir í fæðingahjálp eins og handlækningum.
Um leið varð meiri skilningur á því, hvað hægt
var að gera fyrir mæðurnar og börnin. Allar fram-
farir heimta mikla vinnu og vinnuskilyrði, aðstæð-
ur, sem heilbrigðisyfirvöldin voru lengi að átta
sig á. Þess vegna er ekki byrjað að kosta verulega
til þessa hluta heilsugæzlu, fyrr en kemur fram á
þessa öld. Verulega munar þó um, þegar sjúkra-
tryggingar koma til sögunnar. Fyrst voru það
einkaaðilar, sem mynduðu sjúkrasamlög og byggðu
sjúkrahús. Framfarir í læknavísindum hafa al-
veg farið eftir því, hve miklu hefur verið kost-
24
19. JÚNÍ