19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 30

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 30
Adda Bára Sigfúsdóttir: Menntaskólar eiga að vera samskólar Á þessu vori hefur legið fyrir Alþingi gagn- merkt frumvarp um menntaskóla í landinu. Og eins og sjálfsagt er í nútímaþjóðfélagi, er skýrt og skorinort tekið fram í einni greininni, að skól- ar þessh' skuli vera jafnt fyrir pilta og stúlkur. Það ætti naumast að þurfa að rökstyðja það í blaði Kvenréttindafélags Islands, hve mikilvægt það er, að menntaskólarnir séu samskólar. 1 slík- um skólum glíma piltar og stúlkur hlið við hlið við sömu verkefni. Það gerir þau að jafningjum og er stúlkum hvöt til þess að hagnýta mennta- skólanámið á sama hátt og piltarnir, líta fyrst og fremst á það sem undirstöðu sérnáms. Samskólakerfið á að glæða þann skilning, að piltar og stúlkur séu samábyrg í lífinu og að far- sælast sé fyrir hvern einstakling að geta byggt lífsafkomu sína á eigin námi og starfi. Lífsafkoma ungrar stúlku á ekki að þurfa að byggjast á því, að hún hreppi eiginmann, sem sé fær um „að sjá vel fyrir henni“. 1 nútímaþjóðfélagi er hin algera verkaskipting hjóna að minnka. Þróunin stefnir í þá átt,' að tekjuöflun og heimilisstörf verði hvort tveggja verkefni þeirra beggja. Og ekki skulum við heldur gleyma því, að margar konur eru „fyr- irvinnulausar“ langan tima ævinnar, eða ævina alla. Á þetta er bent hér vegna þess, að á eftir mennta- skólafrumvarpinu fylgdi annað frumvarp, sem flutt var að beiðni menntamálaráðherra. Þar er gert ráð fyrir, að komið verði upp einum sér- menntaskóla fyrir stúlkur með því að gera Kvenna- skólann i Reykjavik að menntaskóla, og það frum- varp hafði siglt hraðbyri gegnum neðri deild Al- þingis, þegar þetta er skrifað. Hér er tvímælalaust um spor í afturhaldsátt að ræða. Erlendis er það gagnstæða á dagskrá. Þar er unnið að því að leggja niður sérmenntaskóla fyrir stúlkur. Menntaskólafrumvarpinu fylgdu tvö skjöl, sem fjölluðu um tilmæli Kvennaskólans í Reykjavík um réttindi til að brautskrá stúdenta. Nefnd sú, er samdi menntaskólafrumvarpið, hafði klofnað i afstöðu sinni til málsins. Meiri hluti hennar, sex kunnir skólamenn, telja ekki rétt að verða við beiðni skólans. Þeir telja, að menntaskólar eigi að vera samskólar, eins og gert er ráð fyrir í frum- varpinu sjálfu og benda á ýmis önnur rök máli sínu til stuðnings. Minnihlutinn, einn skólastjóri og einn ráðuneytisstjóri, vilja hins vegar veita Kvennaskólanum umbeðin réttindi. Ýmislegt vafa- samt kemur fram í greinargerðum minnihlutans, sem grundvallast auðsjáanlega á því viðhorfi, að verulegur hluti kvenstúdenta muni ekki fara í framhaldsnám að stúdentsprófi loknu. Það er tal- að um að ekki megi „vanmeta þau áhrif, sem vel- menntuð húsfreyja hefur á heimili sitt og um- hverfi" og þess er vænzt, að í Kvennaskólanum verði „áherzla lögð á þær námsgreinar, sem sér- staklega væru við hœfi kvennaíí. í yfirlýsingu annars minnihlutamannsins er tal- ið mikilvægt, að til sé menntaskóli í landinu, „sem lokar ekki algerlega augunum fyrir þeirri stað- reynd, að flestar stúlkur, sem stúdentsprófi ljúka, eiga fyrir sér að verða mæður og húsmæður“. Einnig er minnzt á, að væntanlegur stúlkna-stúd- 28 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.