19. júní


19. júní - 19.06.1969, Síða 22

19. júní - 19.06.1969, Síða 22
Hlutverk kvensjúkdómaspítala Á síðastliðinni öld voru miklar framfarir á sviði heilbrigðismála, bæði í þekkingu á sjúkdómunum, sem er undirstaða þess að geta ráðið bót á þeim, læknað og líknað, en einnig var þá fyrst að þró- ast heilbrigðisþjónusta, sem stjórnir landanna létu sig varða og stefndi að velferð almennings. Á okkar einangraða landi hafa sjúkdómar gold- ið mikið afhroð í aldaraðir, en þó að öðiu jöfnu ekki meir en í hinum löndunum. Þekking á því sviði var svo furðulega ófullkomin fram á 19. öld, þegar loksins fer að rofa til á öllum sviðum mann- lífsins. Pétur H. J. Jakobsson professor í þessum línum er ætlunin að segja smávegís frá því, hvernig tekizt hefur hjá mönnunum að hjálpa til við þá undirstöðustarfsemi mæðra okk- ar að ganga með okkur og fæða. Þótt svo sjálf- sagður viðburður, nauðsynlegur og fallegur, hafi átt óvenjulega erfitt uppdráttar í læknisfræðinni, hefur það hlutverk ekki verið nógsamlega dáð og tilbeðið á listræna sviðinu, bæði i bundnu og óbundnu máli, og eins í myndlistinni. Raunveruleikinn er þó áþreifanlegastur, og þeg- ar meðganga og fæðing tókst vel, blasti við barn- inu sóttdauðinn úr skarlatssótt, kíghósta, barna- veiki og mislingum. Dánartala barna fer ekki veru- lega að lækka fyrr en upp úr síðustu aldamótum, og var þá um 154 af 1000 lifandi fæddum börn- um, sem dóu á fyrsta ári, en 1955 dóu ekki nema 24,9 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum. Dánartala mæðranna var stundum ótrúlega mikil fyrr á öldum, og þrátt fyrir mikla byltingu í fæðingahjálp og meðferð barnsfararsóttar á 19. öldinni og framan af þessari öld var ennþá svo, að árið 1934 dóu fjórar af hverjum 1000 konum, sem fæddu. Undanfarinn áratug hafa yfirleitt ekki dáið fleiri en 6.4 af hverjum 10.000 konrnn á Vesturlönd- um, við fæðingu. Hvers vegna þarf ein móðir að gjalda það með lífi sínu, þótt hún gangi með og fæði barn sitt. Ekki er neinn vafi á því, að framlag fæðingalækna, og reyndar allra þeirra lækna, sem aðstoða við fæðingar, hefur verið ómet- anlegt til þess að bjarga lífi móður og barns, en þó mest á likamlega sviðinu. Meðgöngutíminn er ekki bara líkamleg, áþreifanleg og augljós líffræði- leg breyting, það er lika viðkvæmur umbrotatími og sálræn reynsla. Enn er tilfinnanlega ófullkom- 20 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.