19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 8
Golda Meir forsætisráðherra israels Þegar konur skara fram úr á einhverju sviði, í þjóðmálum, kvenréttindamálum, menntamálum eða í vísindum og listum, hefur „19. júní“ oft lát- ið þess getið og samfagnað þeim; gildir þá einu, hvort þær eru innlendar eða erlendar. Að þessu sinni gerðist það austur í Asíu, að kona þar verður forsætisráðherra. Og þótt liún sé ekki fyrsta konan, sem hlýtur svo háa stöðu í þeirri álfu, þar eð Bandaranaike varð fyrst for- sætisráðherra á Ceylon, eftir lát manns síns, og svo Indira Gandhi, sem varð forsætisráðherra Ind- lands 1966, þá má segja, að hér hafi gerzt stór atburður á sviði kvenréttindamála. Og enn skeður það, eins og á Indlandi, á erfiðum timum þjóðar, að kona er kölluð í svo vandasama og þýðingar- mikla stöðu. Hinn 26. febrúar s.l. lézt Levi Eshkol, forsætis- ráðherra í ísrael. Hafði hann gegnt því starfi frá því í júní 1963, þegar hann tók við af David Ben- Gurion. Við þessu mikla embætti tekur svo Golda Meir 17. marz 1969. Golda Meir er fædd 3. maí 1898 í Kiev í Búss- landi og dvaldist þar til 8 ára aldurs, en þaðan fer hún þá með foreldrum sínum, sem gerðust inn- flytjendur í Bandarikjunum og settust að í Mil- vvaukee, en þar stundaði hún svo háskólanám. Hún giftist málara árið 1917 og fluttist með hon- a um til Palestínu 1921, þar sem þau settust að og unnu bæði á samyrkjubúi í Jezreel Valley og sið- ar i Jerúsalem. Golda Meir tók snemma virkan þátt í félags- málastarfsemi. Hún gerðist stofnandi að dagheim- ili fyrir smábörn og var ein af stofnendum Verka- mannaflokksins Mapai, og var í forystu hans. Því næst varð hún ambassador Israels í Sovjetríkjun- um frá 1948—49, atvinnumálaráðherra í Israel varð hún 1949—1956, þá utanríkisráðherra næstu 10 ár til 1966. Eftir að hún hætti í stjórninni, varð hún aðalritari Verkamannaflokksins Mapai, og gegndi því starfi til 1968. Hún á tvö börn, son og dóttur, en mann sinn missti hún 1951. Til íslands kom Golda Meir 17. maí 1961 í boði utanríkisráðuneytis íslands. Félagið Israel—Island og Verzlunarráð Islands héldu þá boð fyrir hana í Tjarnarkaffi, og þar hélt hún stórmerka ræðu. Þetta var hádegisverðarboð, og var stjórnarkonum K.B.F.I. boðið að koma þangað. Þær höfðu sent henni blómvönd við komu hennar hingað til lands í vináttu- og virðingarskyni. I blaði Alþjóða kvennasambandsins (I.W.N.) stendur: „Við erum sérstaklega ánægðar af því að Golda Meir fékk þessa háu stöðu einungis fyrir eigin verðleika, en á engan hátt vegna lýðhylli föður eða eiginmanns." S. E. Carl Sandburg: AÐFALL. Skuggar skipanna vaggast á öldujaldi hins bláa bjarma sem hvílir yjir hægt streymandi a'ðfalli. Frá dökkum od.da úti vi8 hafsbrún réttist armur sandrijsins niður í saltsjóinn. Blikandi gárar iða í áSstreyminu — hvika og hopa. Landaldan hjaðnar og brestandi bólur skolast um jjörusandinn. Á öldujaldi hins bláa bjarma vaggast skuggar af skipum. MálfríSur Einarsdóttir þýddi. 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.