19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 8

19. júní - 19.06.1969, Side 8
Golda Meir forsætisráðherra israels Þegar konur skara fram úr á einhverju sviði, í þjóðmálum, kvenréttindamálum, menntamálum eða í vísindum og listum, hefur „19. júní“ oft lát- ið þess getið og samfagnað þeim; gildir þá einu, hvort þær eru innlendar eða erlendar. Að þessu sinni gerðist það austur í Asíu, að kona þar verður forsætisráðherra. Og þótt liún sé ekki fyrsta konan, sem hlýtur svo háa stöðu í þeirri álfu, þar eð Bandaranaike varð fyrst for- sætisráðherra á Ceylon, eftir lát manns síns, og svo Indira Gandhi, sem varð forsætisráðherra Ind- lands 1966, þá má segja, að hér hafi gerzt stór atburður á sviði kvenréttindamála. Og enn skeður það, eins og á Indlandi, á erfiðum timum þjóðar, að kona er kölluð í svo vandasama og þýðingar- mikla stöðu. Hinn 26. febrúar s.l. lézt Levi Eshkol, forsætis- ráðherra í ísrael. Hafði hann gegnt því starfi frá því í júní 1963, þegar hann tók við af David Ben- Gurion. Við þessu mikla embætti tekur svo Golda Meir 17. marz 1969. Golda Meir er fædd 3. maí 1898 í Kiev í Búss- landi og dvaldist þar til 8 ára aldurs, en þaðan fer hún þá með foreldrum sínum, sem gerðust inn- flytjendur í Bandarikjunum og settust að í Mil- vvaukee, en þar stundaði hún svo háskólanám. Hún giftist málara árið 1917 og fluttist með hon- a um til Palestínu 1921, þar sem þau settust að og unnu bæði á samyrkjubúi í Jezreel Valley og sið- ar i Jerúsalem. Golda Meir tók snemma virkan þátt í félags- málastarfsemi. Hún gerðist stofnandi að dagheim- ili fyrir smábörn og var ein af stofnendum Verka- mannaflokksins Mapai, og var í forystu hans. Því næst varð hún ambassador Israels í Sovjetríkjun- um frá 1948—49, atvinnumálaráðherra í Israel varð hún 1949—1956, þá utanríkisráðherra næstu 10 ár til 1966. Eftir að hún hætti í stjórninni, varð hún aðalritari Verkamannaflokksins Mapai, og gegndi því starfi til 1968. Hún á tvö börn, son og dóttur, en mann sinn missti hún 1951. Til íslands kom Golda Meir 17. maí 1961 í boði utanríkisráðuneytis íslands. Félagið Israel—Island og Verzlunarráð Islands héldu þá boð fyrir hana í Tjarnarkaffi, og þar hélt hún stórmerka ræðu. Þetta var hádegisverðarboð, og var stjórnarkonum K.B.F.I. boðið að koma þangað. Þær höfðu sent henni blómvönd við komu hennar hingað til lands í vináttu- og virðingarskyni. I blaði Alþjóða kvennasambandsins (I.W.N.) stendur: „Við erum sérstaklega ánægðar af því að Golda Meir fékk þessa háu stöðu einungis fyrir eigin verðleika, en á engan hátt vegna lýðhylli föður eða eiginmanns." S. E. Carl Sandburg: AÐFALL. Skuggar skipanna vaggast á öldujaldi hins bláa bjarma sem hvílir yjir hægt streymandi a'ðfalli. Frá dökkum od.da úti vi8 hafsbrún réttist armur sandrijsins niður í saltsjóinn. Blikandi gárar iða í áSstreyminu — hvika og hopa. Landaldan hjaðnar og brestandi bólur skolast um jjörusandinn. Á öldujaldi hins bláa bjarma vaggast skuggar af skipum. MálfríSur Einarsdóttir þýddi. 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.