19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 19

19. júní - 19.06.1969, Side 19
sýnt yfirburði yfir kvenlega samstarfsmenn. Til þess að gera þetta dálítið áhrifameira, get ég sagt frá því, að ég vann í fimm ár við dagblað í Reykjavík og var tíðast eini kven-starfskrafturinn á ritstjórninni. Ég er auðvitað ekki fær um að dæma um eigin hæfileika, en fyrstu árin lagði ég mig mikið fram um að vinna mig í álit og hikaði ekki við að gera hvað eina, sem mér var falið í starfinu. Ég var stolt af því, að mér voru oft fal- in verkefni, sem mér fannst að minnsta kosti að þyrfti að leysa af hendi af vandvirkni og veitti t. d. umsjón vikulegu aukablaði sumarlangt, að sjálfsögðu án hækkaðra launa. Loks kom að því, að fréttastjóra var vant, og var þá með fullu sam- komulagi allra valinn til starfsins karlmaður á rit- stjórninni, sem var mér bæði yngri að árum og starfi. Fréttastjórinn nýi reyndist vel og var í alla staði hirm hæfasti, en þrátt fyrir það lagðist ein- hver lamandi hönd yfir störf mín eftir þetta. Núna, löngu seinna, spurði ég ritstjórann, sem var mikill ljúflingur, hvort hann hefði vitað, að mér þótli framhjá mér gengið, jafnvel þótt ég hefði að öllum hkindum ekki árætt að taka að mér starfið, vegna þess að undir niðri er enn þessi hræðsla við að taka á sig ábyrgð, sem stúlkum er innrætt frá blautu barnsbeini. „Almáttugur, — það datt engum i hug, — bara af því að þú ert kvenmaður." Seinna var ég svo lieppin að fá sumarvinnu hjá sama fyrirtæki, og ég fékk þegar hæsta kaup eins og ég átti skilið samkv. launalögum — og rúm- lega það reyndar. En það kom babb í bátinn, þeg- ar ég hleraði, að karlmenn, sem voru að byrja í fyrsta sinni störf hjá blaðinu þetta vorið, áttu að fá sama kaup og ég á þeim forsendum, að það væri ekki hægt að bjóða karlmönnum upp á minna en þetta! Þar eð bæði flokkurinn, sem rak blaðið, og blað- ið sjálft, barðist fyrir „frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi“, er ótrúlegt, að þarna liafi verið um að ræða sérstaka andúð á kvenfólki, heldur er mér nær að halda, að þrátt fyrir allt nái kvenfrelsið lengra innan blaðamannastéttarinnar en víða annars staðar. 1 öðru fyrirtæki, sem ég hef kynnzt, var svo til hagað, að þrjár konur höfðu borið hita og þunga starfsins svo árum skipti, en þegar forstjórinn veiktist, var skipaður ungur maður í embættið, alls ókunnugur starfinu, sem þarna var unnið, en hann fékk frá fyrsta degi margfalt hærra kaup en þær, sem neyddust til að setja hann inn í starfið. Þótt mikill kurr væri í kvennahópnum, varð liann aldrei svo hávær, að hann kæmist i blöðin, livað þá meira. Nú skyldi maður halda, að kvenfólki væru all- ar bjargir bannaðar, en svo er þó ekki. Kvenfólk- ið er löngu búið að finna upp ýmis ráð til þess að ná sér niðri, ef svo má kalla það, og það jafnvel á stundum svo rækilega, að kvenréttindakonum eins og mér stórblöskrar. Hve margir karlmenn eru ekki kúgaðir innan veggja heimilanna? Ég hef 19. JÚNÍ 17

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.