19. júní


19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1969, Blaðsíða 25
1759, og þarna fæddist á þessum árum 2841 barn Stjórn fátækraframfærslunnar var ekki alls kostar ánægð með, hvernig aðstæður og meðferð var í ljósmóðurhúsinu. Almenningsálitið var þannig, að þar væri umhugsun og meðferð hörkuleg og ofsa- fengin. Þrem dögum eftir andlát Inger Petersen sendi stjórn fátækraframfærslunnar áríðandi bréf til hins konunglega Friðriks Hospital um, að „Stiftelsen" yrði sem fyrst flutt þangað. Það sjúkrahús hafði verið vigt þann 30. marz 1757. Spítalastjórnin tók vel þessari málaleitan um að flytja fæðingastofnunina inn á sjúkrahúsið og bauðst til þess að útvega húsnæði og við- hald á því, en fátækraframfærslan varð að sjá um sængurkonurnar. Fátækraframfærslan var ánægð með þessa lausn, en fór fram á, að sjúkrahúsið út- vegaði matinn gegn borgun. Þannig varð þá til hið konunglega „Accouchement-Huus“ á Friðriks- spítala. Byrjað var með því að taka fyrir allan samgang milli sjúkrahússins og fæðingastofanna með því að loka fyrir ganga, glugga og dyr. Alls voru þarna 24 rúm, sem voru í tveim stofum, sem lágu fram að götu, og fengu mæðurnar að liggja endurgjaldslaust. Milli sængurkvennastofanna lá sjálf fæðingastofan, og er það sérstaklega athyglis- vert, vegna þess að á þeim árum og fram á tutt- ugustu öld, var það enn víða á stærri fæðingastofn- unum, að margar konur lágu saman á fæðingasal og það upp í 8—10 í einu. Á öðrum fæðinga- stofnunum var það líka þannig, að þær konur, sem voru að fæða, voru innan um konurnar, sem bún- ar voru að fæða. Stofurnar, sem sneru inn að garð- inum, voru fyrir efnaðar konur, sem borguðu fyrir sig, en sem ekki vildu láta sjá sig, eða að almenn- ingur vissi, hverjar þær væru. Einbýlið kostaði 6 ríkisdali á viku og 2 ríkisdali á viku á stofum með 4—6 rúmum. I októbermánuði 1759 hóf „Det kongelige Accouchement-Huus“ á Friðriks Hos- pital starfsemi sína. Matthias Saxtorph lofar Friðrik konung V. fyr- ir að veita þessari fæðingastofnun sitt konunglega lieiti „men mere formedelst den faderlige omhue, som den ömmeste konge viste ved dette Huses Stif- telse imod utallige forladte og ulykkelige Mödre. Disse som af skamfuldhed og Forhaanelse over de- res hemmelige Svangerskab tilbragtes til den Höide af Fortvivlelse, at de i stedet for at angre deres Feil, forglemte Gud, dem selv og deres Pligter, lagde mordiske Hænder paa deres uskyldige Fostre, henslengte dem i Gravene, dræbte dem saasnart de kom for Lyset, eller lönligen qualte dem, förend de endnu forlode Moderens Skiöd, finde her en Til- flugt i deres smertelige Tilstand, og undgaae den farlige Fristelse, at skiule deres Vanære ved at be- röve den Spæde sit Liv“. Þessi fæðingastofnun var sennilega ein hin full- komnasta, sem þá var til, og þarna fengu allar ógiftar konur að fæða án þess að þurfa nokkuð að borga fyrir þjónustu, fæði eða læknishjálp. Enn- fremur var nöfnum þeirra og stöðu í þjóðfélaginu haldið leyndu, „saa at den eene söster ei kender den anden, og den beskriæmmende Moder seer ikke sin lige ulykkelige Datter“. Þannig hélst þetta þangað til á nýári 1938, að allar ógiftar konur lágu nafnlausar, voru bara hver með sitt númer, sem var merkt á blað þeirra. Með þessari stofnun hófst nýtt tímabil í sögu fæðingastofnunarinnar í Kaupmannahöfn, en það var ennþá bara ljós- móðir, sem hugsaði um alla fæðingahjálpina og enginn yfirlæknir. Þegar fæðingar voru erfiðar, var kallað á Christian Johann Berger (1724— 1789), sem var fátækralæknirinn „offentlig ac- coucheur i Kjöbenhavn" frá því árið 1752, en að öðru leyti voru karlmenn útilokaðir frá þessum húsum og ekki leyfilegt að skipta sér af stofnun- inni. Læknanemar við háskólann í Kaupmannahöfn fengu þó enga fræðslu í fæðingafræði, fyrr en Bergen þann 15. mai 1761 var skipaður „professor artis obstetriciae“, og mátti hann þá kenna þeim verklega þessa grein, en próf. Buchwald hafði áfram ljósmæðrafræðsluna. Fæðingafræðin varð nú fyrst skyldugrein við læknadeildina, en ekki var tekið próf í fæðingafræði fyrr en árið 1788. Sennilega hefur próf. Berger kennt læknanemum meiri fræðilega og verklega fæðingahjálp en þá þekktist annars staðar, og kom fæðingafræðinni til meiri vegsemdar en hún naut þá í öðrum löndum. Þrengslin á „Accouchement-Huuset“ versnuðu með hverju ári og ofan á það bættist barnsfarar- sóttin, sem gekk eins og farsótt, og dóu þá sæng- urkonurnar unnvörpum. Juliana Maria ekkju- drottning gaf út gjafabréf, sem var staðfest 8. apríl 1785, og gaf húsið Thurashgaard fæðingastofnun- inni ásamt 25 Vestur-India-hlutabréfum. Tekjurn- ar af þessum hlutabréfum voru 400 til 500 ríkis- dalir á ári. Það dróst þó að flytja stofnunina, með- al annars vegna þess, að barnaheimilið varð að fylgjast með fæðingadeildinni, „Den kongelige Födsels- og Pleyestiftelse“, eins og fæðingastofn- 19. JÚNÍ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.