19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 4

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 4
 19.iúní 19.iúní JÓNÍNA MARGRÉT GUÐNADÓTTIR FRÁ RHSTJÓRA Það sem væntanlega vekur mesta athygli í þessum 37. árgangi 19. júní er einstakt viðtal við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur þar sem Rannveig Jónsdóttir ræðir við hana um uppvaxtarárin, hvað hún telur hafi mótað persónu sína mest, um viðhorf sín til þjóðernisins, til kvenna og ótal margt fleira. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blaðið birtir við hana viðtal. Árið 1980, þegar Vigdís var í framboði til forseta, var rætt við hana í tilefni þess sögulega viðburðar að kona væri meðal frambjóðenda. Ári síðar var aftur rætt við hana um kjör hennar og fyrsta árið í forsetastóli. Nú hefur Vigdís Finnbogadóttir brátt setið sjö ár í þessu æðsta virðingarembætti þjóðarinnar. Hún hefur ekki að- eins gegnt því með slíkum sóma fyrir land og þjóð að óhætt er að fullyrða að landsmenn allir séu stoltir af for- seta sínum, hvort sem þeir voru í hópi stuðningsmanna hennar á sínum tíma eða ekki. Það sem hefur ekki síður reynst mikilvægt fyrir okkur íslenskar konur er sú hvatn- ing og fyrirmynd sem Vigdís hefur verið með framgöngu sinni og reisn. Áhrifa hennar á þróun jafnréttis kvenna og karla mun lengi gæta og teljast til tímamóta í þeirri sögu. Það er til marks um velvild forsetans í garð þeirra mál- efna sem Kvenréttindafélagið beitir sér fyrir að hún Ijáði strax máls á að veita 19. júní viðtal og taldi ekki eftir sér allan þann tíma sem það óhjákvæmilega tók frá áríðandi embættisstörfum hennar. Af öðru efni blaðsins er þess að geta að nú er í fyrsta skipti fjallað um íþróttaiðkun kvenna, og var kominn tími til, munu margir hugsa. Kvennahreyfingin í landinu hefur nánast algerlega leitt hjá sér þessi málefni fram að þessu, þótt staðreynd sé að íþróttir eigi hug mjög margra kvenna og um 30% þeirra sem iðka íþróttir séu konur. Það eru að sönnu fyrst og fremst yngri konur og stúlkur sem stunda keppnisíþróttir, en vaxandi fjöldi kvenna á öllum aldri stundar reglulega líkamsrækt og almenn viðhorf til heilsu- fars og heilbrigði hafa á síðustu árum gert að verkum að gildi íþrótta hefur orðið öllum ljósara. lþróttir eru þó ekki aðeins hollustusamlegar, heldur hafa einnig ómetanlegt félagslegt gildi fyrir börn og unglinga sem þau búa að á fullorðinsaldri. En það er í íþróttum eins og víðast annars staðar í þjóð- félaginu að þar sitja karlarnir fyrir og ráða ferðinni, þeir stýra fjárntagni sem variö er til íþrótta og þeir beina því í heföbundnar karlaíþróttir fyrst og fremst. Það kemur fram í viðtölum við þær konur sem leggja stund á keppnisíþróttir, að svona er þessu varið í öllum greinum flokkaíþrótta. Ástand mála er skárra í sumum einstakl- ingsgreinum, einkum í sundi ogfintleikum, en í fimleikun- um sitja konur nær einar um leikinn af einhvcrjum ástæð- um. Rökin fyrir þeirri mismunun sem konur búa við í íþróttum eru nokkuð skondin: Konur njóta ekki sömu að- stöðu til æfinga og keppni þar eð þær sýna ekki sama árangur og karlmennirnir, en svo gleymist rökrétt fram- hald þessarar stcfnu, að auðvitað ná konur ekki jafngóð- um árangri, þegar þær fá ekki sambærilega aðstöðu. Þetta bendir Lovísa Einarsdóttir réttilega á í grein sinni hér í blaðinu. Önnur og ckki síður alvarleg hlið þessa máls er hvatn- ingin sern fclst í því að sagt sé frá íþróttaviðburðum og afrekum í fjölmiðlum. Það er greinilega að renna upp fyrir þeim sem skrifa og fjalla um íþróttir að þennan garð þarf að rækta miklu betur cn gert hefur verið. Og hvað gerist? Það er orðið töluvert mikið af fréttum um íþróttir barna og unglinga - cn stúlkum er sýndur margfalt minni áhugi en piltum, rétt eins og gildir um þá fullorðnu. Afleiðingar mismununar af því tagi sem hér hefur veriö lýst stuttlega eru þær að áhugasamar stelpur, sérlega í Óokkagreinunum, missa smátt og smátt móðinn og eru oft hættar að iðka íþrótt sína áður en þær ná tvítugu, þeim aldri þegar afreksgetan ætti að vcra hvaö mest. Vítahring- urinn hefur lokast. Það eru hins vegar margt sem bendir til að nú kunni brátt að rofa til á þessum vettvangi. Áhugasamar konur hafa helgað þessum málum krafta sína og vinna markvisst innan stjórna íþróttasambandanna að jafnrétti í íþróttum. Þær eiga mikla baráttu fyrir höndum, cn með virkum stuðningi utanfrá, svo scm frá Jafnréttisráði og kvenna- hrcyfingunni, ætti þeiin aö verða léttari róðurinn. Að því ber að stefna. I 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.