19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 7

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 7
„Nýjársræðan skiptir miklu máli fyrir forsetann vegna þess að þar gefst tækifæri til þess að tala við alla þjóðina í einu, ef hún vill hlusta, og þess vegna hlýtur forsetinn að reyna einmitt á þeim tímamótum, að koma til skila því sem hann eða hún hefur verið að hugleiða á árinu sem er að líða og beina athygli manna að þeim málum sem honum finnst brenna heitast." - í nýjársræðunum 1986 og 1987 varð þér tíðrætt um skólamálin og fjölmiðlana og mikilvægi menningar- arfsins. Það er einnig greinilegt að æskan er þér afar hugleikin sem og öll uppbygging og ræktun. En hvernig verða þessar ræður til og flytur þú nokkurn tíma ræður sem aðrir hafa samið fyrir þig? „Það er alltaf mikil vinna að undir- búa ræðu og meira verk en margan grunar. Ég sit sjálf í þeirri srniðju að semja mínar ræður, þótt auðvitað leiti ég iðulega til góðra ráðgjafa. Þær eru niðurstöður þess sem maður hef- ur lengi verið að velta fyrir sér. Síð- asta nýjársræðan var t.d. niðurstaða þess sem ég hef verið að íhuga Iengi og hef mikið rætt um við sérfræðinga en það er staða okkar í menntamál- um. Sumar þessar ræður mínar bera í sér áríðandi skilaboð til þjóðarinnar því framtíðin veltur öll á því hvernig okkur tekst til í þessum málum. Góð- ur vinur minn, sem er búsettur erlendis, sagði um ræðuna mína í fyrra að hún væri ramakvein. Það er rétt að ég hef aftur og aftur minnt á sérstöðu okkar og mikilvægi tungunnar, sögunnar og landsins og mikilvægi þess að vera frjáls í þessu landi. Allt þetta sem gerir okkur eilít- ið öðruvísi en aðra, þannig að við drukknum ekki eða hverfum inn í þetta allsherjar alþjóðlega flóð þar sem allt er keimlíkt og ekkert sker sig úr.“ - Nú virðast pólitísk stjórnvöld hafa litlar áhyggjur af erlendum fjöl- miðlaáhrifum og litlar áhyggjur af skólunum eða að minnsta kosti hlúa þau ekki nægilega að þeim. Hvað tel- ur þú að almenningur í landinu geti gert til þess að breyta þessu? „Mér finnst almenningur vera að vakna til vitundar um þessi mál og það er auðvitað fyrst og síðast almenningur sem ræður hvaða stefnu þau taka. Kjósendur hljóta að geta ráðið miklu um hvað þingmenn leggja áherslu á. Ég er þeirrar skoðunar að sé lögð næg áhersla á menntamálin svo þjóðin verði vel menntuð og upplýst, þá takist okkur að ráða enn betur við atvinnumálin og verða fær um að skapa þær nýj- ungar sem við þurfum til þess að komast af í þessu landi. Ég hef þá bjargföstu trú að stjórn- málamenn okkar muni á komandi árum sjá hag í að auka fjárveitingar á þessum sviðum. Á fjárlögum hafa mennta- og menningarmál einatt ver- ið sett alltof neðarlega - á eftir flest- um öðrum málum, en ég held að menn séu farnir að gera sér ljósa nauðsyn þess að veita þessum málum forgang. DRAUMUR UM ÍSLENSKAN ÞEKKINGAR- BANKA Við þurfum að skapa okkur orðstír á alþjóðavettvangi sem traust og há- menntuð þjóð. Ég á mér draum um íslenskan þekkingarbanka. Við ætt- um að vera fremst í rannsóknum á öllu er lítur að sérþekkingu í fiskiðn- aði, jarðvísindum, jarðhita- og orku- nýtingu - og að sjálfsögu ættum við að vera fremst í rannsóknum í nor- rænum fræðum - þannig að unnt yrði að leita til íslands eftir öllum gögnum er þetta varðar. Tækist þetta væri okkur borgið, en vitanlega kostar það peninga. Við íslendingar verðum að hugsa stórt og efla sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Á miðöldum skrifuðu íslendingar sögur og ortu kvæði sem báru hróður þeirra víða um lönd og skópu sér orðstír sem enn lifir. Við íslendingar tuttugustu aldar eigum líka að afla okkur virðingar meðal annarra þjóða á sviði þekkingar og framfara á sem flestum sviðum.“ Ég hrífst með þegar hinn bjartleiti forseti okkar lýsir framtíðardraumi sínum og möguleikum lands og þjóðar. Mér verður ósjálfrátt hugsað til frægrar lýsingar á öðru mani sem engan íslending lætur ósnortinn. Og forsetinn heldur áfram. „Ég þrái ekkert heitar en velfarnað þessarar þjóðar og ég hef lengi haft mikinn metnað fyrir okkar hönd. Guðrún Jónsdótir, kennarinn minn í Forsetinn ræðir við blaðamann 19. júní á skrifstofu sinni ■ Stjórnarráðshúsinu. (Ljósmyndir Anna Fjóla Gísladóttir). Landakoti, sem ávallt var kölluð fröken Guðrún, hafði mikil og mót- andi áhrif á mig og þjóðerniskennd mína strax í æsku. Hún sagði okkur íslendingasögurnar í tímum - mælti þær af munni fram. Þannig lærði ég að meta sögurnar, en fröken Guðrún lagði ekki síður áherslu á að kenna okkur íslandssöguna vel og að meta gildi hennar. Hún lagði einnig mikla rækt við íslenskt mál og ásamt afa mínum hafði hún mest áhrif á mig að þessu leyti. Hún kenndi mér sem sagt að meta íslenska arfinn og aldrei nokkurn tíma hefði komið til greina að ég settist að erlendis. Ég er alltof mikill íslendingur í mér til þess.“ - Áttirðu einhverja uppáhalds- persónu í íslendingasögunum? „Það voru einkum þessar persónur sem voru svo fallegar, Gunnar á Hlíðarenda og svo náttúrulega Kjart- an Ólafsson og Guðrún, þótti ég felldi mig kannske ekki við allt sem hún gerði, og ég hafði miklar mætur á Bolla. Ég fann svo til með honum. Mér fannst þá og finnst það enn að Bolli hafi verið svo mannlegur. Hann vissi hvað hann var að gera, - hann varð að velja. Uppáhaldssagan mín, bók bókanna fyrir utan Biblíuna, er auðvitað Njála. Einnig hef ég miklar mætur á Eglu og Eyrbyggju og eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara um söguslóðir með sögurnar í huganum, og ekki síst um Snæfells- nesið með Eyrbyggju í farteskinu." 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.