19. júní - 19.06.1987, Side 8
eru aldrei fjarri þar sem þú ert og þú
hefur tekið upp þann skemmtilega sið
að gróðursetja tré með börnunum.
„Mér þykir svo vænt um börn. Ég
hænist að börnum og börn hænast að
mér. Með því skemmtilegra sem ég
geri er að fara út á landsbyggðina og
heimsækja fólkið og ég tel það hafa
visst uppeldisgildi fyrir börnin að fá
forsetann í heimsókn. Ég kem í
embættisnafni, með embættistáknið -
táknið fyrir börnin - sem er bíllinn
með fánanum og skjaldarmerkinu.
Nú er þetta ekkert sérlega merkilegur
bíll. Það eru margir góðir bílar til í
landinu, en þessi bíll er með fána ís-
lands og skjaldarmerki og bíllinn
verður allt í einu ytra tákn um innri
raunveruleika og ég sem forseti ís-
lands verð líka ytra tákn um innri
raunveruleika sem börnunum þykir
vænt um. Ef þau ættu að útskýra hver
sá raunveruleiki er, mundi það vafa-
laust vefjast fyrir þeim, en þessi raun-
veruleiki er þjóðernið. Skjaldar-
merkið, þjóðfáninn og forsetinn eru
þjóðartákn, tákn íslands. Ég held
það sé alveg sama í þessu sambandi
hvort forsetinn er karl eða kona. Það
hefur oft verið talað um hve einhuga
allir standa saman um að gera allt
sem best úr garði þegar forsetinn
kemur í heimsókn og sá samhugur er
ómetanlegur hverju sinni."
FYRIRMYND BARNANNA
Þegar þú varst fyrst kosin forseti
fyrir sjö árum og fólk safnaðist
saman til þess að hylla þig á
Aragötunni daginn eftir kosn-
ingarnar, þá man ég að börnin voru
ákaflega spennt og hrópuðu: Þarna er
hún, þarna er hún!
„Já, þetta var óvenjulegt og börnin
fundu það. Börn víkja sér ef til vill
eðlilegar að konu. Ég veit það ekki
og get ekki dæmt um það. Alls staðar
þar sem ég hitti fyrir börn þykir mér
skemmtilegast hvað þau eru frjálsleg
í fasi og háttvís. Þau eru líka hjálp-
söm og upplitsdjörf. Ég hitti sjaldan
feimið barn.“
- Mynd barnanna af heiminum
breytist og börnin sem eru lítil í dag,
þekkja ekki annan forseta en þig svo
þeim finnst að forseti eigi að vera
kona. Þú ert auðvitað fyrirmynd
barnanna í dag.
„Já, það gefur augaleið."
- Og nú geta litlar stúlkur sagt: Ég
ætla að verða forseti þegar ég verð
stór. . .
„. . . sem er nú skemmtilegt.
Veistu að stclpur eru farnar að koma
Vigdís á heilsubótargöngu vilð Ægissíðuna. (Ljósmynd Kut Hallgrímsdóttir).
TÁKNIN OG ÞJÓÐERNIÐ
/
nýjársræðum þínum hafa komið
fram móðurleg sjónarmið og um-
hyggja fyrir æskunni. Þú hefur
flutt varnaðarorð til æskufólks að
forðast hættuleg efni og hvatningu
um að lifa heilbrigðu lífi.
„Ég ber mikinn hlýhug til þeirrar
gjörvulegu æsku sem hér er að vaxa
upp og horfi til hennar með aðdáun.
Því liggur mér á hjarta að koma til
8
skila ákveðnum varnaðarorðum,
vegna þeirrar lífsreynslu sem ég hef
sem mannvera á miðjum aldri. Ekki
má gleyma því að hluti af allri mennt-
un er auðvitað þroski hvers og eins.
Því eldri sem maður verður þeim
mun meira hefur maður séð bæði af
því sem vel fer og því sem miður fer.“
- Á ferðum þínum um landið hef-
ur það einnig verið áberandi að börn