19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 18

19. júní - 19.06.1987, Page 18
BJAMFEL VÆRIKONA... Konur eru 30% af íþróttaiökendum innan ÍSÍ. Hlutfall íþróttaskrifa um konur í fjölmiðlum er um 4%. Hvers vegna? Strákar eru í skemmtilegri íþróttum og þeir koma alltaf í sjónvarpinu. Hann Bjarni Felixson hefur karlafótbolta ábyggilega af því að honum finnst það skemmtilegra af því að hann er sjálfur kall. Ef hann væri kona væri meira um konur í íþróttaþáttunum." Sá sem komst svona spaklega að orði í blaðaviðtali við Þjóðviljann í febrúar síðastliðinn heitir Jónas Rafnsson, 8 ára polli í Vesturbæjar- skólanum. Bragð er að þá barnið finnur segir gamalt spakmæli. Konur eru rúmlega 30% af íþrótta- iðkendum innan íþróttasambands ís- lands en umfjöllun fjölmiðla um íþróttir kvenna er margfalt minni. í könnun sem Jafnréttisráð lét fram- kvæma árið 1985 kom fram að aðeins í 3,9% af íþróttatexta þeirra fjögurra blaða sem könnunin náði til var fjall- að um konur. Hlutfallslega var mest fjallað um íþróttir kvenna í DV og Þjóðviljanum, á báðum blöðunum var 4,9% af íþróttaefninu tileinkað konum. Morgunblaðið eyddi aðeins 3,2% af texta í íþróttir kvenna en minnst var hlutfallið í NT sáluga, aðeins 2,7% af íþróttagreinum var um konur. KARLALIÐIN STERKARI Eeins og sjá má af þessum tölum er gífurlegt ósamræmi á milli fjölmiðlaumfjöllunar um íþróttir karla og íþróttir kvenna, enda þótt konur séu um 30% af íþróttaiðkendum ÍSÍ. Til þcss að fá svör við því hvernig á þessu stendur og hvort ástandið hafi eitthvað batn- að síðustu tvö árin inntum við íþróttafréttamenn nokkurra fjölmiðla álits. Það er rétt að byrja á því að leyfa Bjarna Felixsyni að svara fyrir pilluna sem Jónas litli sendi honum hér að ofan: „Það er vel hugsanlegt að kona myndi sinna íþróttagreinum kvenna betur, en liins vegar hefði ég ekki spilað fótbolta ef ég væri kona því á þeim tíma var kvennaknattspyrna ekki til!" Það sem Bjarni bendir hér réttilega á er að karlafótboltinn hefur um einnar aldar forskot á kvennafót- boltann. Ogfótbolti er jú mjögvinsæl íþrótt. Málið er einfaldlega það að kvennaliðið er ekki eins sterkt og karlaliðið, leikirnir eru mun hægari og áhorfendur hafa ekki áhuga á kvennafótbolta" sagði Hjördís Árna- dóttir íþróttafréttamaður Tímans og reyndar eina konan í stétt íþrótta- fréttamanna hérlendis. „Fólk vill lesa um afrek og það er staðreynd að lleiri karlar eru afreks- menn en konur" sagði Hjördís. Skrif um kvennahandbolta hafa aukist töluvert að undanförnu en ég sé ekki að það hafi orðið nein breyting á áhorfendafjöldanum, þannig að þó að fjölmiðlar geti haft áhrif á áhuga fólks á ákveðnum greinum, þá hefur það ekki gcrst í handboltanum" EINN ÁHORFANDI Á LEIK ) On Örn Guðbjartsson íþróttafréttamaður á DV tók undir þessi orð Hjördísar. Við birtum nýlega rnynd af stórviðureign 1. deildarliða kvcnna. Á leiknum var einn áhorfandi. Fjöl- Hjördís Árnadóttir er eina konan í stétt íþróttafréttaritara hérlendis. | « j ’ i i w | j '7 i n 18

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.