19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 19

19. júní - 19.06.1987, Side 19
Umfjöllun uni kvcnnahandboltann í fjölmiölum hefur aukist meö batnandi árangri lið- anna. Guöný Gunnsteinsdóttir úr Stjörnunni í Garöabæ sýnir hér tilþrif í landsleik gegn Bandaríkjamönnum sl. haust. miðillinn endurspeglar áhuga al- mennings og ef við berum saman kvennahandbolta á íslandi og í Noregi þá eru þær norsku á heims- mælikvarða. Þar cr varla skrifað um karlahandboltann, því að hann er mun slakari en kvennaboltinn, öfugt við liðin hér.“ „Maður er alltaf að elta það sem fólkið vill sjá og það eru því miður ekki íþróttir kvenna, nema í ákveðn- um greinuin þar sem þær skara fram úr körlunum“ sagði Bjarni Felixson. Pær eru mun betri í fimleikum sem dæmi, og ég hef fengið ámæli fyrir að sýna nær eingöngu frá fimleikum kvenna. Umfjöllunin fer fyrst og fremst eftir áhuga fólks á greininni, sem ræðst mest af getu og árangri íþróttafólksins sjálfs.“ Allir viðmælendur mínir tóku und- ir þetta. „Augu almennings beinast að þcim sem standa upp úr, sérstaklega á al- þjóðamótum. En þar hafa konur ckki komist á blað.“ LÉLEGRI ÞJÁLFARAR Samúel Örn Erlingsson, íþrótta- fréttamaður Ríkisútvarpsins, bætti viö: „Slakt starf íþrótta- félaganna og mismunun kynj- anna innan þeirra á líka sinn þátt í þessu. Paö er þekkt vandamál að konurnar fá lélegri þjálfara, þá sem þurfa li'tiö kaup eða fá ekki vinnu annars staðar. Kvennaleikirnir byrja oftast seinna á kvöldin, því færri áhrofendur koma á þá og það veldur aftur því að íþróttafréttamennirnir, sem þurfa að skila af sér fyrir ákveð- inn tíma, eiga erfiðara mcð að fjalla um þá.“ Samúel Örn vildi einnig leggja sérstaka áherslu á að könnun sú sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar væri að sínu mati handónýt, illa unnin og af miklu þekkingarleysi á við- fangsefninu. „Könnunin er gerð í nóvember og það var varla hægt að finna óhagstæðari tíma fyrir svona könnun“ sagði hann. „Keppni í ýms- um greinum sem konur eru virkar í lá niðri og umfjöllunin þar af lciðandi líka. Ég get rökstutt þessa skoðun mína mun ítarlegar, en það er ekki rými til þess hcr. EKKI ÉG, EKKI ÉG! Þjást íþróttafréttamennirnir sjálfir af fordómum í garð kvenna? Nei, ckki vildu þeir viðurkenna það. „Ég fullyröi að kynjafordómar eru minnsta ástæð- an fyrir því að minna er fjallað um íþróttir kvenna“ sagði Samúel Örn. Aðrir tóku undir þá skoðun, en sumir töldu að ef til vill væri einhver íhaldsemi ríkjandi meðal íþrótta- fréttamanna. „En ekki á mínum vinnustað" bættu þeir svo við með áherslu. „Það virðist vera þannig að íþróttir kvenna hafi orðið eftir í jafnréttisum- ræðunni" sagði Logi Bergmann íþróttafréttamaður á Þjóðviljanum. „Konur koma sjálfar sínum grein- um lítið á framfæri, félögin senda okkur mun oftar myndir af karlalið- unum og cflaust spilar það inn í að það eru aðallega karlar sem skrifa íþróttafréttir.“ Ég spurði einnig að því hvort fjöl- miðlarnir gætu ekki aukið áhuga fólks á íþróttagreinum kvenna og hvort áhorfendafæðin á kvenna- leikjunum væri ekki að einhverju leyti sök fjölmiðlanna. Svörin voru llest á þá lund að vissulega gætu fjöl- miðlarnir haft áhrif, en fyrst þyrftu íþróttakonurnar að bæta árangur sinn. Þá myndi umfjöllun aukast og áhorfendafjöldi einnig. EN BETUR MÁ... Allir íþróttafréttamennirnir gerðu skýran greinarmun á umfjöllun um hinar mis- munandi íþróttagreinar. Að þeirra mati eru konurnar mun lakari í boltagreinum, og umfjöllunin þar af leiðandi minni. Þeir sögðu þó um- fjöllun um kvennahandbolta hafa aukist með batnandi árangri liðanna og á sumum fjölmiðlum hafa verið fengnar konur til að sinna honum sér- staklega. „í greinum eins og fimleikum, sundi, frjálsum íþróttum og skíða- greinum standa konur jafnfætis körlum, og í sumum framar, og þar er umfjöllunin jafnmikil um karla og konur“ sagði Bjarni Felixson. Að mati þeirra sem talað var við hefur umfjöllunin heldur aukist og ástæðurnar fyrir því eru bæði að kon- ur hafa verið að ná betri árangri en áður, sérstaklega í sundi, og einnig hafa sumir gætt þess að gera konum hærra undir höfði en áður. Logi Bergmann á Þjóðviljanum hefur síðasta orðið: „Ég viðurkenni að við höfum ekki staðið okkur nógu vel þó að umfjöllunin hafi aukist nokkuð. En betur má ef duga skal.“ VIÐTAL: VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR 19

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.