19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 22

19. júní - 19.06.1987, Side 22
Kynfordómar hafa verið réttlættir út frá því að þar sem konur geti ekki náð jafngóðum árangri og karlmenn eigi þær þar með færri tækifæri og minni umbun fyrir afrek sín. Þetta hefur leitt til aðskilnaðar kynjanna í íþróttum hjá börnum frá byrjun og til þess að konur fá færri tækifæri á öllum stigum keppnis- íþróttanna, eins og t.d. á Olympíuleikunum. Þessi rök enda þó í hring ef maður spyr sjálfan sig næstu spurningar í framhaldi af þessu: Ef konur fá ekki jafngóð tækifæri til að æfa sig og keppa til jaíns við karla, hvernig geta þær þá náð sarna árangri og þeir? að vinna úti. Kröfurnar sem fylgja stöðu eiginkonu, móður, húsmóður og starfsmanns gera því þessum konum mjög erfitt fyrir um frítíma til að sinna áhugamálum, hver sem þau kunna að vera. VÆNLEG LEIÐ AÐ MARKMIÐI. Blaðamenn þurfa að fjölga fréttum um konur í íþrótt- um. Skipulögð verði skrif um frægar íþróttakonur og feril þeirra og jafnframt um íþróttaiðkun í heilsubótarskyni. Hvernig getur íþróttahreyfingin hjálpað til við að auka á jafnrétti kynjanna í skipulagðri íþróttastarf- semi? Þarf að endurskipuleggja lið og keppni? Til þess að stefna að jafnrétti þarf að gera meira en að endurskipuleggja lið og keppni. Bæði þurfa þeir sem stuðla að breytingum að vera tilbúnir að fórna ýmsum þáttum núverandi kerfis og um leið miða breytingar við þarfir og áhuga á hverjum stað fyrir sig. Margar breytingar til að auka jafn- rétti i íþróttaiðkun eru miklum erfið- leikum háðar, þar sem í langflestum tilfellunr stjórna karlmenn þessum málum hér á landi og slíkar breyting- ar hefðu í för með sér að þeir þyrftu að fórna hluta af þeirri aðstöðu sem þeir hafa nú. Þótt margir karlmenn séu í sjálfu sér samþykkir því að auka þátttöku kvenna í íþróttum eru þeir hikandi að gera breytingar í þessum efnurn sem ógna aðstöðu þeirra sjálfra í þeim samtökum sem þeir stjórna. Breytingar verða því sýni- lega hægfara, nema konur reyni sam- takamátt sinn og hefji sókn á þessum vettvangi. Slík sókn reynist kannski öfgafull í byrjun, en þeim mun fyrr skilar hún árangri. MEÐAL ÞESS SEM STUÐLAR AÐ AUKINNI ÞÁTTTÖKU KVENNA í ÍÞRÓTTUM: Nauðsynlegt er að kveða niður fordóma og bábyljur varðandi íþróttaiðkun kvenna. Margar fullyrðingar (frá körlum komnar) varðandi líkamlega getu kvenna í íþróttum eiga ekki við rök að styðjast og þarf að afsanna. Berjast verður gegn því misrétti sem hingað til hefur viögengist í íþróttahreyfingunni. Goðsagnir sem tengjast lífeðlisfræðilegum þáttum þarf að upplýsa skipulega og stuðla að vísindalegum rann- sóknum í þeim efnurn, og kynna betur það sem þegar hefur verið rannsakað. Eiim ostur er nauðsyn, tveir eru sjálfsagðir, þrir eru grundvöllur 22 J AUK hf 9.130

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.