19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 24

19. júní - 19.06.1987, Side 24
□ □ □ □ OG KEPPNISÍÞRÓTTIR manni sem þar væri gildi íþrótta- mannsins fólgið í getu hans til að græða peninga. í sundinu eru stelpur og strákar jafnrétthá og fá nákvæmlega sömu fyrirgreiðslu. Guðfinnur Ólafsson, . . þær leyfa sér að fítna milli móta . . . og þær hcimta keppnisferðir til innkaupa og hafa handboltann í framhjá- hlaupinu.“ formaður Sundsambandsins, sagði tíma og lágmörk ráða því hverjir úr landsliðinu færu til keppni erlendis, þar skipti kyn engu máli. Guðmund- ur Harðarson landsliðsþjálfari sagði að tilviljun réði því að besti sundmað- ur íslands fyrr og síðar væri karlmað- ur. Sundið væri nú í uppsveiflu, stuðningur almennings og stjórnar Sundsambandsins hjálpuðu til. „Hefði Þórunn Alfreðsdóttir fengið sama stuðning og áhuga frá þessum aðilum fyrir fáeinum árum fullyrði ég að hún hefði náð jafn langt og Eðvarð. Við eigum eftir að sjá konu komast mjög langt ef uppsveiflan helst í sundinu.“ Það kom fram í samtölum við þjálfara að allt önnur sjónarmið giltu hjá stelpum en strákum. Stelpur byrja oft að æfa með vinkonum sín- um og hætti ein vinkonan, þá hætta þær gjarnan allar. Þegar hópurinn samanstendur af stelpum eingöngu, koma upp félagsleg vandamál, sem þjálfarar virðast eiga erfitt með að takast á við. María Ólafsdóttir sund- Einar Bollason sér lítinn mun á metnaði karla og kvenna í körfuboltanum. Hér skorar Guörún Gestsdóttir, KR, í úrslita- leik gegn ÍR á Reykjavíkurmóti. þjálfari á Selfossi segir að þær myndi klíkur og sumar fari í fýlu. Þannig virðist hópeflið ráða miklu um það hversu vel stelpunum tekst að ein- „Hefði Þórunn Alfreðsdótt- ir fengið sama stuðning og áhuga frá þessum aðilum . . . fullyrði ég að hún hefði náð jafn langt og Eðvarð.“ beita sér að æfingunum. Þórunn Kristín Guðmundsdóttir, langsunds- kona, sagði félagslífið í skólanum fara fyrir ofan garð og neðan vegna æfinganna á hverjum degi, en félags- lífið í íþróttafélaginu bætti það upp. Stuðningur sérsambandanna við íþróttakonur er mjög misjafn. í bolt- anum, þar sem þær eru taldar síður mikilvægar, hefur kvennréttindabar- áttan þó smám saman verið að skila sér. Karlarnir virðast samt halda að það sé nóg að tjasla saman landsliði, setja peninga í það í eitt til tvö ár, og láta það svo spila á móti sterkustu kvennaboltaþjóðum heims, frændum okkar á Norðurlöndum. Án margra ára uppbyggingar hlýtur slíkt lið að tapa illa, en það gefur samböndunum afsökun til að hætta stuðningi við kvennaliðin. Það sem er ef til vill ljótasta hliðin á hugsunarhættinum gagnvart konum á afreksstigi í íþróttum er þegar þeim er gert að velja milli þess að vera konur og að vera íþróttamenn. Þetta val er aðeins til hjá konum. Barn- eignir, félagslegar aðstæður, upp- bygging þjóðfélagsins, heföir í sam- búðarforminu, valdabarátta einstakl- inga af sitt hvoru kyninu, allt eru þetta spil á hendi karlmanna. í við- tölunum við íþróttakonur komum við inn á þessi atriði, og sjáum hvernig þær hafa unnið úr þessum aðstæðum hver á sinn hátt. Ef til vill lýsir stiga- flokkun í karate ástandinu best, þar sem þú þroskast úr „dreng“ í „mann“ burtséð frá kyni þínu. Ekki hefur það hvarflað að íslenskum karlmönnum frekar en japönskum að það væri upphefði í því að þroskast úr „stúlku“ í „konu". Og víst er að þeir taka það ekki upp hjá sjálfum sér að átta sig á því. Kvennasögusafn Islands Hjarðarhaga 26,4. hæð t. h. Reykjavík, er opið eftir samkomulagi. Sími 12204. KVENN ASÖGU S AFN ISLANDS 24

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.