19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 25

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 25
OG KEPPNISÍÞRÓTTIR Guðríður byrjaði að leika hand- bolta 10 ára gömul. Hún hefur verið 16 ár í íþróttinni, þar af 10 í landsliðinu. Hún æfir þrisvar í viku með liði sínu, Fram, leikur einn leik eða fær fjórðu æfinguna. Síðan koma æfingatarnir hjá iandsliðinu. Hvað hefur hún að segja um ummæli Jóns Erlendssonar hjá HSÍ hér að framan. „Stefnan hjá HSÍ er misjöfn eftir stjórnum og mönnum. En það er ekki lagt eins mikið í okkur og karlana. Við sýnum auðvitað ekki sama árang- ur. Okkur er auk þess ætlað að safna peningum. Það tekur tíma og orku. Sambandið veitir styrk eftir höfðatölu iðkenda, en það fé fer allt til karl- anna. HSÍ greiðir þjálfaralaun, og nú orðið örlítið umfram það, en þeir gera óheyrilegar kröfur á móti. Síðan 1964 hefur engin uppbygging átt sér stað í kvcnnahandboltanum, meðan nágrannaþjóðirnar hafa lagt mikið í hann. Það er eiginlega fyrst núna að verða hreyfing í rétta átt. í október í fyrra tókum við þátt í C- keppni heimsmeistaramótsins og náðum bara þokkalegum árangri, urðum í 5. sæti af 10. Petta var í fyrsta skipti sem keppt var í riðlum í kvennahandboltanum og það skipti okkur öllu máli, því að fram til þess höfðum við keppt í forkeppni fyrir B-keppni og alltaf lent á mjög sterk- um liðum nágrannalandanna, t.d. Dönum og Norðmönnum, sem eru svo langt fyrir ofan okkar getu. Fyrir C-keppnina unnum við í fyrsta skipti markvisst að ákveðinni keppni í langan tíma. Við vorum í lyftingum, aerobic og hlaupi og ég fann hvað ég var sterkari á mótinu. Liðið var í góðri þjálfun og vel hvílt og þess vegna lékum við vel. Þegar heim kom var strax farið að æfa fyrir landsleik við Bandaríkjamenn mán- uði síðar. Pá bættist við vinnan, heimilið og sums staðar veikindi hjá börnum. Við vorum þreyttar og stressaðar og skítlágum auðvitað fyrir bandaríska liðinu. í sambandi við það sem Jón segir um fituna á okkur, mótmæli ég því alveg. Það eru að vísu nokkrar í EKKILENGUR NÚMER EITT segir Guöríöur Guöjónsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir á ckki langt að sækja áhugann á handbolta þvi að móðir hennar er Sigríður Sigurðardóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, eina konan hér á landi sem hefur verið kjörin íþróttamað- ur ársins. Systur Guðríðar stunda einnig handbolta af kappi. hópnum sem eru of þungar, en þær voru það líka í C-keppninni, það er ekkert nýtilkomið." Petta á greini- lega ekki við um Guðríði sem er grönn og sterkleg að sjá. VANTAR BREIDDINA HJÁ KONUM Hvað með kröfur þjálfarans? „Hann gerir ekki sömu kröfur til okkar og Bodan gerir til strákanna. Hann get- ur það ekki. Bodan hefur úr svo mörgum góðum leikmönnum að velja að hann bara rekur þá sem ekki standast kröfurnar. Þetta er ekki liægt hjá okkur. Það er engin breidd hjá konunum. Það er svo stórt bil milli landsliðskvenna og þeirra, sem næstar koma í getu. En þetta kemur til með að breytast. Nú er nefnilega líka til unglinga-, stúlkna- og meyja- landslið. Þessar 13 til 15 ára stelpur í dag eru mikil efni. Þegar þær eldast verður kannski hægt að beita meiri hörku á kvennaliðið." Við veltum dágóða stund vöngum yfir kostum og göllum strangrar ögunar og jafnvel terrorisma sem sum erlend lið verða að þola. Guð- ríður minnist á aðferðir Norðmanna. „Unglingsstelpur eru bara teknar í æfingabúðir í einangrun og þjálfaðar, síðan eru rútuferðir um Evrópu með keppni og æfingum. Þær leyfa sér ekki að gifta sig og eignast börn.“ - Ég spyr hvort það sé þrándur í götu að eignast börn. „Sonur minn er eins og hálfs og ég tek út að fara frá honum í keppnis- ferðir. Mér finnst alltaf allt fara í steik þegar ég fer. Svo er sumarið mesti annatími hjá manninum mínum.“ MARKVISS ÞJÁLFUN í MOLUM Er þjálfun landsliðsins skipulögð í samræmi við einhver skil- greind markmið? „Það þekkist ekki að skipu- leggja þjálfun langt fram í tímann, eins og gert er hjá karlalandsliðinu. Það er ekki einu sinni til plan fyrir árið og nú sem stendur liggur ekkert ákveðið fyrir. Venjulega er bara sagt við okkur, „stelpur, þig eigið að fara út eftir hálfan mánuð.“ Þetta er ekki hægt! Þær sem hafa ekki sveigjanlegt eða langt frí verða að velja um hvort þær eyða sumarfríi sínu í keppnis- ferð, í æfingabúðir eða annað. Vinnuveitendur eru ekki skyldugir til að gefa þeim frí á öðrum tímum, og sumar eru launalausar í keppnisferð- um meðan strákarnir fá borgað. Og fyrirvarinn er oft stuttur. Við þetta bætist svo fjáröflunin. En þetta hlýtur að breytast með C-keppninni. Nú koma inn tilboð til landsins og það eru vissar konur innan HSÍ sem leggja gífurlega vinnu á sig til þess að við fáum meiri kennslu og aukin tæki- færi.“ - Hvað finnst þér um það að konur eigi að hafa íþróttina númer 1,2 og 3 og ekki binda sig við mann og börn? „Já, já, þetta er réttlætanleg skoðun. En síðan ég eignaðist barn er íþróttin ekki númer eitt hjá mér, og ég vil miklu frekar leika hérna heima en þurfa að fara frá honum til út- landa. Mér er sagt að þetta lagist eftir því sem hann eldist, en svona er þetta núna.“ S.H. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.