19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 31

19. júní - 19.06.1987, Síða 31
r r □ □ □ O OG KEPPNISIÞROTTIR r r r AST AIÞROTT / Eg er alin upp í Reykjavík, rétt hjá Sundhöllinni og eldri bræður mínir æfðu sund með ÍR. Ég mátti ekki byrja að æfa fyrr en ég var tólf ára af því að ég fékk ekki að vera úti nema til átta á kvöldin, en æfingum var ekki lokið fyrr en hálf níu.“ Þannig hófst samtal okkar Hrafn- hildar Guðmundsdóttur, einhverrar mestu sundkonu sem ísland hefur alið. Blaðamaður 19.júní vildi for- vitnast um frægan feril hennar sem hefur snúist um sundíþróttina með einum eða öðrum hætti æ síðan hún fékk leyfi til að vera úti á kvöldin eftir klukkan átta. Hrafnhildur heldur áfram: „Ég gekk fljótlega í ÍR, en reyndar fór ég á æfingar hjá hvaða félagi sem var, þetta var allt svo laust í reipun- um þá. Ég fékk því tilsögn hjá mörg- um þjálfurum, þar á meðal Torfa Tómassyni, landliðsþjálfara. Það var ekki lagt svo ýkja mikið upp úr tækni þá. Maður bara synti og synti. Það voru engir sérmenntaðir þjálfarar í þá daga, þótt þeir hljóti að hafa lesið sér eitthvað til.“ - Hvenœr byrjaðir þú svo að keppa? „Bara strax. Eftir eins árs þjálfun fór ég að sigra á mótum og 1958 setti ég fyrsta íslandsmetið, í 50 metra bringusundi. Þá var ég 13 ára.“ - Hvernig stóðu þá íslendingar miðað við önnur lönd? Metin sein ég var að slá voru 12 ára gömul. Það gefur að skilja að við vorum aftarlega á merinni. Sérstak- lega í bringusundi.“ - Hvernig var hlúð að sundinu á þessum árum? „Þegar maður er keppandi veltir maður ekki fyrir sér hvernig stjórn- unin er. Ég man að það var mikið gert fyrir sundknattleikinn þá og það var bara karlalið." - Fékkstu mörg tækifœri til þess að keppa erlendis? „Ármann bauð í keppnisferð til Rostok 1958. Ég náði ekki lágmörk- um fyrir Olympíuleikana 1960, en það ár fór ég á Norðurlandameistara- mót unglinga í Noregi. Það rigndi og „Ég vissi ekki hvernig ég ætti að lifa án þess að fara tvisvar á dag í sundlaug," segir Hrafnhildur Guðmundsdóttir sundþjálfari og tvöfaldur Olympíufari er hún rifjar upp sundferil sinn. rigndi og laugin varð 12 gráðu heit. Hér heima syndum við í 26 gráðu heitu vatni, svo við vorum nær frosin úr kulda. En ég var í þriðja sæti í 200 metra bringusundi og var mjög ánægð með það. Mér fannst líka gaman að komast í þessa ferð. Það var svo mikið mál í þá daga að kom- ast yfir Atlantshafið. 1962 ætlaði ég á Evrópumeistara- mótið. En það sumar kom nokkuð fyrir sem ég get ekki gleymt. Eins og gefur að skilja varð ég að vinna fyrir mér. Ég vann í verksmiðju frá 8 til 11.50, fór og synti 2 kílómetra, borð- aði nesti og hallaði mér í 10 mínútur, vann svo frá 1 til 6 og mætti á kvöld- æfingar í einn og hálfan tíma. Sundsambandið sagði að ég yrði að ná lágmörkum þrisvar á árinu, og ég náði þeim tvisvar. En þegar liðið var á sumarið var ég orðin svo þreytt að ég náði þeim ekki í þriðja sinn og fékk ekki að fara. Ég fékk heldur en ekki fínan svip frá atvinnurekandan- um sem hafði gefið mér frí til að æfa, og svo komst ég ekki í ferðina!“ Hrafnhildur Guömundsdóttir fyrrum afrekskona í sundi og tvívegis Olympíufari. Hún starfar nú hjá Landsbankanum í Þorlákshöfn auk þess sem hún annast sundþjálfun hjá Ungmennafélaginu Þór. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.