19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 34

19. júní - 19.06.1987, Síða 34
Ef farið er nokkuð aftur í tímann voru íþróttir í skóla fyrst stundaðar hér á landi í Latínuskólanum á Bessastöðum á 19. öld í anda grískrar og latn- eskrar menningar. Á þessum árum voru það aðallega piltar sem fóru í lengra nám og því voru þær íþróttir sem stundaðar voru í skólum ætlaðar þeim. Það voru íþróttagreinar eins og glíma, skylm- ingar, skautahlaup, skotæfingar, fim- leikar o.fl. Áhugafélög um íþróttir voru stofn- uð á síðari hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar. í þessum ungmenna- og íþróttafélögum stunduðu stúlkur leik- fimi og fyrstu leikfimisýningar kvenna er getið árið 1911 á Sauðár- króki og í Reykjavík. Árið 1925 höfðu verið samþykkt lög um heimild til bæjar- og sveitarfélaga að skylda unglinga til sundnáms. drögum að námskrá í teiknun og skólaíþróttum frá 1950 voru markmið skólaíþrótta mjög í sama anda og mark- miðin, sem sett voru fram í Lærða skólanum, að viðbættri eflingu á andlegum og félags- legum þroska. Aðalatriðið var að stuðlað yrði að eðlilegum og góðum þroska nemenda en ekki að stefna að ítrustu íþróttagetu hvers einstaklings. Þjálfun til sýninga og keppni skyldi ekki sett á oddinn, en mátti þó vera innan hóflegra marka. í námsdrögum fyrir fyrstu bekkina, 7, 8 og 9 ára, er ekki gerður greinar- ára aldurinn vegna líkamlegra breyt- inga sem verða á gelgjuskeiði. Frjáls- ar íþróttir eru á námskrá aðeins hjá piltum en eingöngu létt stökk hjá stúlkum 13-15 ára. Greinilegt er að stúlkum er ætluð öðruvísi kennsla og með minna álagi en hjá piltum og tekið er fram að stúlkur og piltar séu aðskilin í leikfimi. NTokkur breyting verður á námskrá sem gefin er út árið 1976 og enn er í gildi. Þar verða megin- markmiðin meðal ann- ars þau að stuðla að al- hliða þroska nemenda, efla heilsufar þeirra, líkamlegan þroska og afkastagetu, en sleppt því markmiði að koma í veg fyrir lík- Hefur íbrótta- kennsla stúl kna og drengja breyst? Þegar stofnaðir voru barnaskólar, gagnfræðaskólar, lýðháskólar og fleiri skólar á síðustu tugum 19. aldar og lög voru sett um fræðsluskyldu barna árið 1907, var það á valdi stjórnanda hvers skóla, hvort nem- endum var ætlað að stunda einhverj- ar íþróttir innan skólans. Á árunum 1928 til 1929 er þess get- ið að stúlkum hafi verið kennd leik- fimi, þjóðdansar og leikir í Lærða skólanum. Áhersla skyldi lögð á fagr- an og réttan limaburð. Einnig er þess getið að þær hafi keppt t.d. í „hand- tennis“ (badminton). Reglugerðin segir þá að nemendur gagnfræðadeildar skuli stunda líkamsæfingar miðaðar við aldur og þroska en lærdómsdeildin skuli iðka íþróttir eftir vísindalegu kerfi. Efla skuli og viðhalda líkamsþroska nemenda, vinna á móti óhollum vanastellingum, herða skap og vilja, fegra limaburð og fas og vekja áhuga og skilning á líkamsrækt og hreinlæti. Það er ekki fyrr en árið 1940, all- nokkru eftir stofnun ungmennafélaga og íþróttafélaga víðsvegar um landið svo og stofnun Ungmennafélags ís- lands (U.M.F.Í.) 1907 og íþrótta- samband íslands (Í.S.Í.) 1912, að íþróttir, þ.e. fimleikar og sund, eru gerðar að skyldunámsgreinum hjá öllum börnum á skólaskyldualdri. 34 munur á íþróttum drengja og stúlkna og ætlast er til að bæði kynin fáist við samskonar viðfangsefni. Frá 10 ára aldri er mælst til þess að kynin séu að- skilin. Stúlkum og drengjum skal kennt eftirfarandi: Fimleikar, hrynj- andi æfingar, knattleikir og einstakl- ingsraunir en drengjum skulu auk þess kenndar frjálsar íþróttir og glíma. Báðum kynjum á að vera óhætt að keppa í knattleikjum innan skólans. íþróttageta stúlkna á gelgjuskeiði er mjög dregin í efa og tekið fram að keppni milli skóla í knattleikjum, sundi eða öðrum greinum íþrótta sé ekki leyfileg hjá stúlkum. Engin slík bönn eru tekin fram um keppni drengja á sama aldri. Tekið er fram að kennari skuli ákveða hvaða greinar stúlkur fái að velja og eru leikfimi, blak, hand- knattleikur og þjóðdansar nefnd sem dæmi. Á sama tíma skal leggja aukna áherslu á kennslu í stærri knattleikj- um hjá drengjum. í sundkennslu kveður við annan tón þar sem ætlast er til sama náms af stúlkum og drengjum og er svo enn í dag. Námskrá sem gefin var út árið 1960 er nær samhljóða að öðru leyti en því að bann við keppni milli skóla er af- numið. Kynskipting er áfram um 13 amslýti sem var í námskrá 1960. Einnig er minnst á afkastagetu nem- enda. Tekið er mið af þeim íþróttum sem stundaðar eru í þjóðfélaginu og hluti þeirra færður inn í skólana svo sem kostur er. Skulu íþróttagreinarn- ar notaðar sem aðferð til þess að þroska hreyfieiginleikana, enda krefjast þær mismunandi hreyfi- eiginleika og færni. Fimleikar efla t.d. liðleik, styrk og snerpu en knatt- leikir þol og hraða o.s.frv. Um leið er verið að framfylgja öðru markmiði, þ.e. að gefa nemendum kost á að kynnast mörg- um íþróttagreinum, sem þeir geta stundað utan skólatíma eða eftir að skólagöngu lýkur. Auk þess er verið að koma til móts við nemendur með mismunandi áhugasvið með því að hafa fjölbreytni innan íþróttakennsl- unnar. GREIN: ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.