19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 40

19. júní - 19.06.1987, Síða 40
- Hvernig leystuð þið svo málið? „Það var alls ekki auðvelt. Við átt- um að rétta hlut hjóna, en það mátti ekki kosta mikið. Eftir rnikil heila- brot og útreikninga og athugun á launatöflum komumst við að þeirri niðurstöðu að ef felldur væri niður skattur af hálfu af launatekjum kvenna sem væru í hjónabandi myndu hjónin greiða jafnháa skatta gift Og ógift. Þetta töldum við færa bráðabirgða- lausn, ásamt með hliðarráðstöfunum vegna einstæðra foreldra, o.fl. Svo var sérsköttun heimil þeim sem þess óskuðum. - Hvernig líkaði fólki þessi breyt- ing? Frekar vel. Þótt þetta væri hugsað sem skammtímalausn giltu lögin um tvo tugi ára. Ráðherra sagði þegar hann lagði frumvarpið fram að hann vonaði að nú fjölgaði farsælum hjónaböndum og við skulum vona að svo hafi verið. Ég vissi um þó nokkur hjón sem giftu sig vegna þessara breytinga. Undir lokin voru þessi lög orðin frekar óvinsæl hjá sumum. Það fór fyrir brjóstið á kvenréttindakonunum að það væri verið að kynbinda skatta- ívilnanir. Og svo var orðin töluverð breyting á launakjörum kvenna. Það hafði færst í vöxt á þessum árum að konur hefðu nokkuð góð laun, jafn- vel hærri en eiginmennirnir og það raskaði þeirri forsendu sem lögin byggðu á. Það gat komið fyrir að há- launaðar konur græddu á frádráttar- reglunni og auð í annars garði er víst erfitt að þola. ÞVERPÓLITlSK KARLREMBA RFÍ hefur víða komið við á ferli sínum? „Svo sannarlega. Áttatíu ár er ekki langur tími í sögu þjóðar. En ef við rifjum upp það sem KRFÍ hefur komið til leiðar í réttindamál- um kvenna er það ótrúlega mikið. Og þeir sem nú eru að vanþakka starf KRFÍ ættu að huga að því hver hlutur kvenna væri nú ef aðild KRFÍ í kvennabaráttunni væri strikuð út. Tryggingamál og launamál voru t.d. alltaf á dagskrá á fulltrúaráðs- fundum og landsfundum. Samþykktir voru gerðar og þeim komið á fram- færi. Sumar lagfæringar á trygginga- löggjöfinni komu fyrst fram á fundum KRFÍ. - Þú minntist einhvern tíma á sögulega ferð kvenna úr KRFÍ á fund 40 fjárhagsnefndar eftir deildar Alþing- is. „Já, það var 1945. Teresía Guð- mundsson hefur sagt frá þeirri ferð í 19. júní 1976. Hún var ein þeirra kvenna sem fóru, en erindið var að reyna að hafa áhrif á gerð nýrra launalaga fyrir ríkisstarfsmenn sem þá voru til afgreiðslu í Alþingi. Árið áður hafði verið gerð skipu- lagsbreyting í KRFÍ og það gert að landsfélagi. í kjölfar þeirrar skipu- lagsbreytingar voru valdar í fulltrúa- ráð fjórar konur, sín frá hverjum stjórnmálaflokki. Áttu þær að vinna Valborg er þekktur hagyrdingur. Meö eftirfarandi vísu þakkaði hún fyrir sig og stöllur sínar á afniæli KRFÍ í janúar sl.: „Heiðursfélagi er nú vort nýjasta nafniö nánast mun fordild að gleöjast af því þakkarkveðjur flytur forngripasafnið fjórraddað hyllum við KRFÍ.“ fylgi við réttindabaráttu kvenna inn- an stjórnmálaflokkanna. Þessar kon- ur urðu svo hluti af stjórn, og æ síðan hefur sú þverpólitíska blanda verið viðhöfð við stjórnarkjör á landsfund- um. í hópnum sem fór á fund Alþingis voru því fulltrúar allra flokka og þær fengu því framgengt að inn í launa- lagafrumvarpið komst svohljóðandi grein: „Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu kon- ur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar.“ - Kom þessi grein að gagni? „Miklu meira en menn almennt gerðu sér grein fyrir. Með þessi lög að baki var hægt að koma fram persónulcgunt leiðréttingum. Launa- kjör kvenna á hinum ýmsu stofnun- um voru nánast tilviljanakennd. Við kusum nefndir á þingum BSRB til að kanna launakjör kvenna með tilliti til þessarar lagagreinar. Konur í mínu stéttarfélagi, SFR, voru duglegar að safna skýrslum. Með þá könnun í nesti fór ég ásamt formönnum BSRB til viðræðna við forstjóra og ráðamenn. Við ræddurn við að ég held alla forstjóra hjá ríkinu sem höfðu karla og konur í þjónustu sinni. En misjafnlega voru húsbændur kvennanna viðræðugóðir þegar farið var fram á lagfæringar. Satt best að segja voru sumir fjárans þverhausar og ansi grunnt á karlrembunni hjá þeim. Á einni nokkuð stórri stofnun man ég til þess að lægsti karlinn var í sama launaflokki og hæstlaunaða stúlkan. Ég spurði forstjórann hvort hann hefði verið svona einstaklega óheppinn með stúlkur eða þá stál- heppinn með karla. Hann vildi sem minnst úr því gera en var vel til við- ræðu um lagfæringar. - Fékkst eitthvað út úr þessu? „Já furðu mikið. Milli 20 og 30 konur fengu leiðréttingu um einn til þrjá launaflokka. Þetta voru að vísu allt persónulegar lagfæringar, því að sérhæfðu störfin voru bundin af launalögum og þar réði gamalt mat á kvennastörfum. Það má ef til vill segja að það hafi ekki skipt svo miklu máli að nokkrar konur fengu bætt kjör sín. En það var þó spor í rétta átt og studdi konur við nýráðningar. Og konur þær sem þarna fengu leið- réttingu hefðu ekki fengið hana annars. Þær hafa sumar verið komnar á eftirlaunaaldur þegar úr rættist með almenna jafnlaunastefnu.“ - Þær hafa þó verið ánægðar? „Ég vona það. Ég þekkti fæstar af þeim konum sem við vorum að vinna fyrir. En fyrir skömmu kom til mín kona og þakkaði mér fyrir aðild mína við að leiðrétta launakjör hennar fyr- ir 30 árum. Mér þótti að sjálfsögðu lofið gott. En ég var ckki ein um þessa vinnu. Þar lögðu margir hönd að verki, ckki síst konur í SFR. - Hvað segir þú um starf KRFÍ núna? „Við þær sem mest amast við þver- pólitísku starfi KRFÍ, vil ég scgja: Mikið eigid þið eflir að lœra. Þið hafið ekki enn áttað ykkur á því að karl- remban er þverpólitísk og í Ijósi þess þarf að vinna. Karlremban er í öllum pólitískum flokkum. Það er ef til vill einhver munur á því hve mikið konur sjálfar styöja við bakið á karlremb- unni hverju sinni af misskildum þegnskap. Gjarnan er spurt unt hvað mennta- konur í embættum eigi sameiginlegt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.