19. júní - 19.06.1987, Síða 45
Jafnrétti. Þrívíð
textílmynd (29x25,5
sm) eftir Önnur Þóru
Arnadóttur auglýsinga-
teiknara. (Ljósmynd
Valdís Óskarsdóttir)
MYNDLISTARSÝNING
Á 80 ÁRA AFMÆLI KRFl
J afmæli Kvennréttindafélagsins á liðnum
Avetri var efnt til myndlistarsýningar að Hall-
veigarstöðunr og stóð hún frá 24. janúar til
8. febrúar. Var tilgangur sýningarinnar að
að vekja athygli á grósku og fjölbreytni í list-
sköpun núlifandi listakvenna og svo hins
vegar að mynda umgjörð um afmælishald fé-
lagsins.
í upphafi var hugmyndin sú að fá lista-
konur til að sýna verk eftir sig er fjölluðu
með einum eða öðrum hætti um konur. Þetta reyndist þó
ekki fært þar sem boðið var til sýningarinnar með stuttum
fyrirvara, en fyrir bragðið varð sýningin kannski enn
margbrotnari en ella.
Á sýningunni voru um 60 verk eftir 27 listakonur, bæði
olíu- og vatnslitamálverk, grafík, textíl, höggmyndir og
glerlist. í hópi þeirra voru konur með langan feril að baki
í myndlistinni og svo aðrar sem eru að feta sín fyrstu spor.
Listakonurnar voru þær Anna Þóra Árnadóttir, Ása
Ólafsdóttir, Björg Þorsteinsdótir, Björg Örvar, Elín
Björnsdóttir, Elísa Jónsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Greta
Hákansson, Guðrún Kolbeinsdóttir, Guðrún Kristjáns-
45