19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 52

19. júní - 19.06.1987, Side 52
(Jmsjón: Rósa Guðbjartsdóttir Hlutdeild kvenna í stjórnmálum hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Hefur umræðan stundum snúist um það að hlut kvenna á Alþingi sem og í sveita- stjórnum verði að auka til að hags- munir kvenna verði sem best tryggðir. Aldrei hefur verið minnst á hvers vegna karlar séu þar, hvort þeir séu að tryggja hagsmuni kynbræðra sinna. En að öllu gamni slepptu þá er hugarfar unga fólksins - framtíðar- innar - á þá lcið að því finnst ekki skipta máli hvort kynið gegni starf- inu, lieldur að þar sé hæf manneskja. Að þessu gefnu þurfuin við því ekki að kvíða framtíðinni, eða hvað? Burtséð frá því hvort við lítum á þingkonur sem sérstaka fulltrúa síns kyns eða fulltrúa þess stjórnmála- flokks sem við aðhyllumst og kjósum þær þá vegna hæfileika þeirra, rétt eins og á við um karlana, er Ijóst að það er um ansi erfiðan veg að fara fyrir konur, sækist þær eftir setu á löggjafarsamkundunni. Ástæðurnar eru margar, flóknar og sýnist þar svo sannarlega sitt hverjum þegar þær eru tíundaðar. Við leituöum til sjö kunnra ein- staklinga úr þjóðfélaginu og báöum þá að velta því aöeins fyrir sér hver sé að þeirri mati besta leiðin til að kon- um megi fjölga á Alþingi. Tekiö skal frain að svör þeirra eru frá því fyrir alþingiskosningarnar í apríllok. 52

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.