19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 54

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 54
ÞORBJÖRN BRODDASON LEKTOR HORN- KERLINGAR VIÐ HÁBORÐ VALDSINS Mikilvægasta langtímamark- miðið hlýtur að vera að auka skilning á því hversu vara- samt það er til lengdar að halda helmingi þjóðarinna í fjarlægð með kerfisbundum hætti þegar ráð- um hennar er ráðið. Þjóð sem gegnir ekki kalli tímans að þessu leyti dæmir sjálfa sig úr leik á alþjóðavettvangi. Til þess að ná ofangreindu mark- miði verður að leggja megináherslu á eflingu samtaka kvenna í atvinnulífi. Konur verða að róa að því öllum árum að hlutdeild þeirra í stjórn verkalýðshreyfingarinnar verði í sam- ræmi við fjölda þeirra í röðum al- mennra félagsmanna. Á þetta skortir ótrúlega víða. Til að ná þessu marki verða konur að ná vel saman sjálfar og beita síðan fortölum við þá karla sem sitja á fleti fyrir. Þegar fortölur duga ekki ber hiklaust að hóta stofn- un sérsambanda kvenna á vinnu- markaði og gera alvöru úr slíkum hótunum ef þörf krefur. Hornkerlingar við háborð valdsins í samtökum á vinnumarkaði þurfa ekki að gera sér neinar grillur um hlutdeild í pólitíska valdinu á eigin forsendum. Þegar ástandið er á hinn bóginn komið í eðlilegt horf í sam- tökum á vinnumarkaði mun fenginn sá grundvöllur sem þarf til að styrkja konur hópum saman til líklegra sæta á Iistum hjá þeinr flokkum sem á ann- að borð þekkja sinn vitjunartíma. Afstaða mín til kvennalista mark- ast af andstæðum sem togast á: Annars vegar tel ég (eftir á að hyggja) að kvennaframboðin séu einn glæsilegasti vottur þeirra hug- myndafræðilegu vakningar kvenna sem hófst um miðjan síðasta áratug. Ekki leikur heldur vafi á því að for- ystukarlar fjórflokksins góðkunna fengu allir hland fyrir hjartað þegar kvennaframboðin hófust og þau áttu þannig ríkan þátt í að ryðja konum braut innan hans. Á hinn bóginn virð- ist mér ósennilegt að kvennahreyfing- in muni safna slíkum fjölda stuðn- ingsmanna, umfram það fylgi sem hún nýtur nú, að hún verði nokkurn tíma afl sem unr geti munað á Alþingi. Ef hún stækkar frá því senr nú er verður enn brýnna en áður fyrir hana að móta skýrari stefnu en hún hefur gert fram til þessa í þeim mál- um sem skipa mönnum í fylkingar óháð kynferði. Og því skýrari sem stefnan verður í þeim málum, því erfiðara verður að höfða til kvenna almennt, einfaldlega vegna þess að konur (og karlar) taka afstöðu til þeirra á forsendum sem mótast af öðrum þáttum en kynferðislegum. Kvennahreyfingin á Alþingi hlýtur því að mínu mati að velja milli þess annars vegar að vera áfram fá- mennur hópur sem gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera samviska þingsins í vissum málum og hins veg- ar að breytast í stjórnmálaflokk með almenn félagshyggju- og nrannúð- armarkmið sem leitar á sósíal- demókratísk nrið. Báðir þeir kostir sem hér hefur verið lýst geta væntanlega talist góðir, en ég á bágt með að sjá að bæði verði sleppt og haldið. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON RITSTJÓRI EKKERT FÆST ÁN FYRIRHAFNAR Við þessari spurningu er ekkert einhlítt svar. Reynslan, ekki aðeins hér á landi heldur einn- ig í öðrum ríkjum, sýnir að það er á brattan að sækja fyrir konur að komast á löggjafarþing. Þær eru alls staðar í minnihluta og yfirleitt einungis fáein prósent þingmanna í hverju landi. Konur þurfa að fara ólíkar leiðir í senn til þess að reyna að bæta úr þessu. Þær verða bæði að starfa af meiri krafti innan stjórnmálaflokk- anna, láta meira til sín taka í þjóðmálaumræðunni almcnnt og ieggja ótrauðar til atlögu við karla í prófkjörum. Þá er ljóst að konur geta náð nokkrum árangri í þessu efni með sérstökum kvennaframboðum. Hitt er svo annaö mál að vart kemst á jafnræði milli kynjanna í þessu efni fyrr en orðið hefur veruleg breyting bæði á hefðbundnum við- horfum og á lífskjörum mikils hluta þjóðarinnar. Sú vinnuþrælkun sem hér tíðkast vegna lágra launa er að nn'nu mati verulegur hemill á stór aukna stjórnmálaþátttöku kvenna. Meö bættum launakjörum og styttri vinnutíma karja jafnt sem kvenna munu aðstæður kvenna til félags- málaþáttöku batna. Kjarni málsins er svo líklcga sá að enginn kemst fyrirhafnarlaust á þing, hvorki karl né kona. Til þess að ná slíkum áfanga þarf yfirleitt mikla baráttu, og mikið starf. Konur sem ekki hafa vilja eða að- stæður til aö leggja út í slíkt gcta því að öðru jöfnu ekki vænst þess að ná sæti á þingi. Það þarf að breyta að- stæðum og kannski í mörgum tilvik- um að cfla viljann líka. 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.