19. júní


19. júní - 19.06.1987, Side 55

19. júní - 19.06.1987, Side 55
Sé þingmönnum ekki fjölgað, þá er eina leiðin til þess að fjölga konum á þingi sú að fækka þar körlum! Petta er ekki sagt sem hótfyndni, heldur til þess að benda á að krafan unt fjölgun kvenna á Alþingi gengur gegn hagsmunum fjölmargra karla, sem „lengi hafa gengið með þingmann í maganum" ef enn má nota þá líkingu um karlpen- ing. Vegna þessa eins er við því að búast að baráttan fyrir fjölgun ÓLAFUR Þ. HARÐARSON LEKTOR ENGINN ÁRANGUR ÁNBARÁTTU kvenna á þingi gangi ekki átakalaust, eins og konur hafa auðvitað uppgötv- að fyrir löngu. Ég held að um þetta efni gildi eng- ar einfaldar lausnir, nenta þá að menn vilji lögbinda ákveðin kynja- hlutföll á framboðslistum. Það er auðvitað einföld lausn, en afar róttæk og gengur gegn þeim grundvallar- mannréttindum sem ríkt hafa í vest- rænum lýðræðisstjórnkerfuin, að menn mættu bjóða sig fram - og kjósa frambjóðendur - án tillits til aldurs, stéttar, kynferðis, búsetu, litarháttar o.s.frv. Það er líklegt að slík lögbundin kynjaskipting mætti mikilli mótspyrnu, einmitt vegna þess hve mjög hún gengur gegn hefðbund- inni túlkun á lýðræðislegum mann- réttindum. Ég hef bent á það annars staðar að prófkjör geta verið konum óhentugri til að komast á þing en sérstök framboð. Þetta byggir á eðli kosningakerfa. Prófkjör eru í eðli sínu meirihlutakosning, en til Alþing- is er kosið hlutfallskosningu. Þetta þýðir að jafnvel þó stór minnihluti innan flokks vilji koma ákveðinni konu á framboðslista og setji hana í efsta sæti í prófkjöri, þá gæti hún lent í vonlausu sæti. Sami atkvæðafjöldi gæti hins vegar dugað til þess að koma henni á þing ef boðið væri fram á sérstökum lista. Sá atkvæðafjöldi sem dugar t.d. til að koma konu af sérstökum lista inn á þing í Reykja- vík, þyrfti ekki endilega að duga til þess að koma konu í öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sérstakir kvennalistar allra flokka (AA, BB o.s.frv.) gætu þannig hugs- anlega skilað árangri í þessu efni - þó þeir þættu vafalaust óheppilegir af ýmsum öðrum ástæðum. Tæknilega séð geta sérframboð kvenna þannig verið heppileg leið. Og vafalaust hefur framboð Samtaka um kvennalista orðið til að ýta eitt- hvað við hinum flokkunum. Hins vegar er rétt að nefna, að aukinn fjöldi kvenna á þingi þarf ekki nauð- synlega að þýða aukin á/in/kvenna á stefnumótun. Færa má rök að því, að konur sem kæmust til áhrifa í hefð- bundnu stjórnmálaflokknum væru líklegri til að hafa bein áhrif á stefnu- mótun en t.d. Kvennalistinn, a.m.k. meðan hann tekur ekki þátt í ríkis- stjórnum. Og því má auðvitað ekki gleyma að aukin áhrif Kvennalistans eru ekki hið sama og aukin áhrif kvenna. Kvennalistinn býður upp á eina af mörgum mögulegum túlkun- um á hagsmunum kvenna og einungis fimmtungur kvenna ljær þeirri túlkun fylgi sitt í alþingiskosningum. Besta leiðin til að fjölga konum á þingi sýnist mér einfaldlega sú, að konur berjist í vaxandi niæli fyrir auknum áhrifum á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa sér. Konur hafa auðvitað ólíkar hugsjónir og þeim geta hentað mjög ólíkar baráttuaðferðir. En án einhverskonar baráttu næst enginn árangur. AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR RITSTJÓRI FYRIR HVERJA ER LÝÐRÆÐIÐ? / g vildi óska að ég kynni svarið við þessarri spurningu, því ef ég vissi það væri þingið auð- vitað barmafullt af kvenfólki, en því miður veit ég ekki svarið frek- ar en aðrir. Það er sem sé engin patentlausn í sjónmáli. Þó má benda á nokkrar leiðir sem vitað er að hafa þokað þessu máli áfram, annaðhvort hér eöa erlendis. Þar koma mér fyrst í hug kvennaframboð. Ljóst er að til- koma þeirra hefur fjölgað konum verulega í sveitarstjórnum hér á landi, annaðhvort þau ein sér eða til- hugsun flokkanna unt þau. Þá fjölg- aði þingkonum mikið á síðasta þingi, mest vegna þingkvenna Kvennalista, og í nýafstöðnum kosningum er ljóst að sumir flokkar, a.m.k. á Reykja- víkursvæðinu, hafa lagt þunga áherslu á að ein og ein kona komist með á þing. Önnur leið hefur gefist vel á sum- um Norðurlöndunum, en það er „kvótering" eða hlutfallaskipting kynja á listum. Þetta verða flokkarnir sjálfir að ákveða og margir hafa tekið þetta upp með góðum árangri - fyrir konur. Þriðja leiðin sem ntér kemur í hug er afnám prófkjara. Uppstillingar- nefndir myndu þá starfa, ef til vill með fyrirmæli um kvóteringu. Ljóst er að konur eiga erfitt uppdráttar í prófkjörum, miklu erfiðara en karl- menn að minnsta kosti. Ekki myndu allir verða hrifnir af afnámi prófkjara og bæði afnám þeirra og kvóteringu má skilja sem skerðingu á lýðræði. Á meðan verða konur að spyrja: Hvað felst í um- ræddu lýðræði og fyrir hverja er þetta sama lýðræði? Svarið sem konur gefa við þessum spurningum ræður svo franthaldinu. 55

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.