19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 57

19. júní - 19.06.1987, Síða 57
ERV MÐ SEM VIÐ VHJUM? / nýafstöðum kosningum til Alþingis, hinn 25. apríl síðast- liðinn, gerðust þau tíðindi í íslenskum stjórnmálum sem vakið hafa athygli víða unt heim. Samtök um kvennalista, sem fyrst buðu fram til Alþingis í kosningunum vorið 1983 og fengu þá þrjá fulltrúa kjörna, tvöfölduðu nú þingmanna- tölu sína, fengu sex konur kjörnar. Þegar eftir að úrslitin voru kunn hófust vangaveltur og umræður um hugsanlega stjórnarþátttöku þeirra og formaður Alþýðuflokksins beið ekki boðanna heldur vatt sér strax á þeirra fund til að leita hófanna um, hvort grundvöllur væri fyrir stjórnar- myndun þessara flokka ásamt Sjálf- stæðisflokki - en þann kost hafði hann þegar fyrir kosningarnar talið fýsilegan. Þegar þessar línur eru rit- aðar hefur enn engum verið falin stjórnarmyndun og alls óljóst með hverjum hætti hún verður - en sú hugmynd að kona kunni að verða forsætisráðherra á íslandi hefur flog- ið til fjölmiðla um heim allan. Skyndilega er sú staða komin upp í íslenska lýðveldinu, sem fyrst ríkja kaus sér konu á forsetastól í lýðræðis- legum kosningum, að sú hin sama kona kunni að fela einni af kynsystr- um sínum á Alþingi stjórnarmyndun. Þannig gæti ísland einnig orðið fyrst lýðræðisríkja heimsins til að eiga konur samtímis í embættum forseta og forsætisráðherra. Þá hefur það jafnframt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum að Framsóknarflokkurinn hefur aftur fengið konu kjörna á Alþingi í fyrsta sinn frá 1949 og hafa þá allir þing- flokkarnir konur innan sinna vé- banda þótt fáar séu. Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðubandalag fengu hvor um sig tvær konur kjörnar, Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Borgara- flokkur sína hver. Það er hinsvegar eitt af forvitnis- og umhugsunarefn- um þessara kosninga hvers vegna ekki fleiri konur náðu kjöri af fram- boðslistum þeirra; hvers vegna ís- GREIN: MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR lenskar konur kjósa fremur að fylkja sér um sérstakan kvennaflokk en að styðja til áhrifa þær konur sem eru að reyna að hasla sér völl innan bland- aðra flokka. Er það vegna þess að þær treysta því ekki að raddir kvenn- anna verði nokkurn tíma nógu sterk- ar í blönduðum kór? Er það vegna þess, að flokkarnir hafa vaknað of seint til meðvitundar um að aukin áhrif kvenna í þjóðfélaginu verði ekki umflúin og þau skref sem þeir hafa stigið til móts við flokkssystur sínar verið of stutt og af seint tekin? Eða er það vegna þess að konur skjóti sér í skjól kvennalista til að komast hjá því að taka afstöðu til hugmyndafræði og efnahagsmála eins og oft er haldið fram? Þannig mætti áfram spyrja margs og lengi og senni- lega yrðu svörin á ýmsa lund. Það hlýtur hinsvegar að verða brýnt um- hugsunarefni á næstum árum hvort það sé æskileg þróun eða ekki, að Al- þingi skiptist í vaxandi mæli í fylking- ar eftir kynjum. Því má líka velta fyr- ir sér hvort næsta skrefið ætti að verða að leggja niður núverandi deildaskiptingu Alþingis, afnema efri og neðri deild en setja í staðinn karla- og kvennadeildir, þar sem þjóðmálin yrðu rædd út frá forsendum og lífsýn karla annarsvegar og kvenna hinsveg- ar og taka þau síðan til endanlegrar afgreiðslu í Sameinuðu þingi. UM TVENNT AÐ VELJA Ljóst er að sókn kvenna inn á Alþingi verður ekki við snúið. Því er ekki nema um tvennt að velja; að halda áfram á braut kyngreiningar og reikna þá með stofnun sérstakra samtaka um karla- lista, hreins karlaflokks, sem leggi til grundvallar sérstakar forsendur og líffsýn karla - eða fjölga svo um mun- ar konum í þingflokkum annarra stjórnmálaflokka og miða að sem jafnastri skiptingu þingsæta milli karla og kvenna innan hvers flokks. Það verður ekki gert nema með því að taka upp kerfi sem tryggi slíka skiptingu en því verður ekki á komið nema karlar víki í vaxandi mæli úr ör- uggum þingsætum á framboðslistum flokkanna og að kvennaraddirnar verði styrktar í stjórnunarkerfum þeirra. f Alþingiskosningunum 1983 þre- faldaðist fjöldi kvenna á þingi, fór úr þremur upp í níu, þar af voru þrjár af kvennalista en sex úr öðrum flokkum. Nú, fjórum árum síðar, hafa þrettán konur verið kjörnar, þar af sex af kvennalista, sjö frá blönduð- um flokkum, þeir fá aðeins einni konu fleiri en fyrir fjórum árum. Seg- ir það að ekkert hafi í raun og veru breyst innan blönduðu flokkanna? Nei, svo er sem betur fer ekki. Þar hefur ýmislegt breyst til batnaðar enda þótt þær breytingar hafi ekki skilað fleiri konum inn á Alþingi að þessu sinni. Líklegt er reyndar, að fjölgun kvenna hefði orðið meiri í blönduðu flokkunum í ár, ef ekki hefði komið til klofningur Sjálfstæðis- flokksins og stökk fráfarandi forsætis- ráðherra milli kjördæma. Það sem á hefur unnist er árangur áratuga baráttu margra mætra kvenna ekki aðeins þeirra sem staðið hafa fyrir kvennaframboðum síðast- liðin fimm ár, heldur og hinna sem ruddu braut lagalegu jafnrétti og auk- inni menntun kvenna, forsendum þess að myndarlegur hópur kvenna er nú fær um að takast á hendur þau margvíslegu og erfiðu verkefni sem stjórnun samfélagsins fylgja. Það fer hinsvegar ekkert á milli mála að kvennaframboðið 1983 og sá hljómgrunnur sém það hefur notið á 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.