19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 61

19. júní - 19.06.1987, Síða 61
KONUR ERU í KARLALEIK GREINAR: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR INGIBJÖRG E. GUÐMUNDSDÓTTIR KARLAR ERU í KONULEIK Karlaklúbba landsins þekkja flestir; Lions, Kiwanis, Oddfellow og Frímúrareglan eru nöfn á nokkrum klúbbanna sem starfa víða um land. Konur hafa oft á tíðum haft horn í síðu þessarar karlastarfsemi, enda er þeim meinaður að þeim aðgangur. Ekki bætir úr skák að mikil leynd hvílir yfir starfsemi sumra klúbbanna, en flestir þykjast þess þó fullvissir að klúbbarnir virki sem eins konar samtrygging fyrir félagana og að þar fái þeir stuðning reglubræðra sinna í starfi sem leik. Eins og við var að búast gáfust þær ekki upp konurnar sem áhuga höfðu á klúbbstarfsemi, þótt þær fengju ekki inngöngu í karlaklúbbana. Þær stofnuðu eigin klúbba. Hér á landi hafa um árabil verið starfandi klúbbar kvenna sem á margan hátt eru líkt uppbyggðir og klúbbar karla, þótt þar sé að sjálfsögðu áherslumunur. Klúbbstarfsemi þessi hefur farið hljótt og flestir hvá þegar minnst er á nöfn eins og Soroptimistar eða BPW. 19. júní kynnti sér starfsemi nokkurra þessara klúbba og því verður ekki neitað að þar er ýmislegt sem kom á óvart. Eitt er víst að viðhorfið til karla- klúbbanna hlýtur að breytast örlítið við það að kynnast starfsemi kvenna sem byggð er á svipuðum grundvelli. Sammerkt með öllum kvennaklúbbunum er að konunum finnst mjög gott og uppbyggjandi að vinna saman á þann hátt sem þar er gert. SOROPTIMISTAR Reykjavíkurklúbburinn stóð fyrir landssambandsfundi 26. apríl ’86. Sr. Solveig Lára, sem er ein af systrunum, mcssaði í Dómkirkjunni, síðan lá leiðin í Alþingishúsið, þar sem Salome Þorkelsdóttir, sem einnig er systir, leiddi hópinn um húsakynni og kynnti starf- semina. Konur sem efla vilja mannréttindi Til er félagsskapur sem kallar sig því sérkennilega nafni Soroptimistar. Nafnið er dregið af latnesku orðunum „soror optima“, sem útleggst besta systir. Þessi félagsskapur á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna, en þar var fyrsti Soroptimistaklúbburinn stofn- aður árið 1921 í Kaliforníu. Hreyf- ingin breiddist ört út og aðeins 6 árum síðar var Alþjóðasamband Soroptimista stofnað. Á íslandi var fyrsti Soroptimista- klúbburinn stofnaður árið 1959, og Soroptimistasamband íslands árið 1974. Nú eru starfræktir 13 klúbbar hér á landi og eru félagar um 300. Höfuðmarkmið Soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi eins og segir í bæklingi sem samtökin hafa gefið út. í stefnuskrá samtakanna má sjá eftirfarandi markmið: - auka skilning þjóða á milli, - efla mannréttindi og bæta stöðu kvenna, - útrýma ólæsi og bæta möguleika til menntunar, - efla félagslega þróun og stuðla að félagslegri þjónustu Soroptimistar eiga fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum og hafa þeir ýmist ráðgjafar- eða tillögurétt hjá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Heildarfjöldi félaga er nú yfir 78.000 í 82 löndum. Allt starf samtakanna byggist á klúbbunum, en þeir eru þannig samansettir að í hverjum klúbbi eru konur úr mismunandi starfsgreinum. Að sögn Lúísu Bjarnadóttur, forseta 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.