19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 63

19. júní - 19.06.1987, Síða 63
en aldrei hefur verið farið mjög strangt eftir þessari reglu og öllum konum er frjálst að sækja um aðild að félaginu. Lenu Madesin fannst ástæða til þess að mynda samtök árið 1919 sem stuðluðu að framgangi kvenna í at- vinnulífinu og jafnframt að gæðum í starfi kvenna. Lena var lögfræðingur að mennt og fann tilfinnanlega fyrir því hversu einangraðar þær fáu konur voru sem störfuðu á vettvangi þar sem karlmenn einir höfðu ráðið ríkj- um um langan aldur. Hún var þess fullviss að konur ættu eftir að verða sterkt afl á vinnumarkaðnum, en til þess að það mætti takast fannst henni nauðsynlegt að konur bindust sam- tökum sem stuðluðu að því að þær efldust og styrktust sem myndi að lokum leiða til þess að þær öðluðust jafnrétti á vinnumarkaðinum. Þetta var árið 1919, en segja má að jafn mikil þörf sé á slíkurn samtökum í dag og var árið 1919. Boðskapur BPW kvenna náði eyr- um íslenskra kvenna seint á áttunda áratugnum. Það var bresk kona, Edna Shaw, frá Durbin í Suður- Afríku sem kynnti starfsemi BPW fyrst á fslandi í kvennaboði árið 1979. Hún var hér í heimsókn hjá vinkonu sinni og eftir kynningarfundinn var ákveðið að setja auglýsingu í blöðin og auglýsa eftir konum sem áhuga hefðu á að starfa í klúbbnum. Við- brögðin létu ekki á sér standa og margar konur létu í sér heyra. Félag- ar eru nú milli 70-80 og eru fundir haldnir 8 sinnum á ári. Margar af fyrstu félagskonunum voru af erlendu bergi brotnar og þekktu til BPW klúbbanna frá heimalandi sínu því al- þjóðasamtök BPW voru stofnuð í Genf árið 1930, þótt íslenskar konur hafi verið tæp 50 ár að taka við sér. FRAMTAKSKYNNING Konur í BPW klúbbnum í Reykjavík hittast ávallt 1. mánudag hvers mánaðar yfir kvöldverði nema yfir sumar- mánuðina. Að almennum fundar- störfum loknum fer fram svokölluð „framtakskynning". Þá segja félags- konur frá einhverju því sem þær vilja miðla hinum og getur þar verið um að ræða nýja starfsemi cinhverrar kon- unnar, eða einhver lýsir eftir ein- hverju ákveðnu sem hana vantar og vonast þá til að einhver félagskvenna geti leyst þar úr. Á framtakskynningu geta konurnar í rauninni sagt frá hverju því sem þær óska og dæmi er um að konur hafi sagt frá því ef þær hætta að reykja og síðan á fundunum á eftir hvernig gangi í reykingabind- indinu, sem væntanlega hjálpar þeim til að standa sig. Á fundunum er vanalega flutt framsöguerindi sem getur verið fræðsla fyrir klúbbfélaga, eða upp- lestur úr nýjum bókum þar sem höf- undarnir sjálfir eru mættir til umræðu um bókina eða hvað annað sem félagskonur hafa áhuga á að kynna sér nánar. í febrúar ár hvert cr hald- inn „kertaljósafundur" sem er einn hátíðlegasti fundurinn. Þá er kveikt á kerti fyrir hvert land þar sem klúbbur er starfandi og farið með „játningu“ klúbbsins. Þessi siður komst á í stríð- inu þegar konur gátu ekki sótt fundi vegna stríðsástands í landinu og var þá kveikt kerti fyrir hverja konu sem ekki gat mætt. Frá stofnun hafa forsetar klúbbsins verið fimm og er hver forseti tvö ár í embætti. Guðný Guðmundsdóttir var þriðji forsetinn og það var hún sem fræddi 19. júní um starfsemi BPW. í stjórn félagsins eru fimm embættis- menn sem eru auk forseta, I. varaf- orseti, II. varaforseti/ritari, gjaldkeri og ritari. Stjórnin er kjörin með leynilegri atkvæðagreiðslu á aðal- fundi, en auk stjórnarinnar eru starf- andi nokkrar fastanefndir. Starfsem- in er fjármögnuð með árgjaldi sem notað er til að greiða pappírs- og póstkostnað, fyrirlesara og auk þess er þar innifalið ársgjald til Alþjóða- samtaka BPW. REAGAN BAÐ AFSÖKUNAR Guðný fór á Alþjóðaráðstefnu BPW sem haldin var í Washington D.C, árið 1983 og kynntist þar af eigin raun hversu öflugt félagið er orðið í Bandaríkjunum. Á dagskrá ráðstefn- unnar var skoðunarferð í Hvíta húsið og á ákveðnum degi mættu um 1500 BPW konur við Hvíta húsið en fengu þá ekki inngöngu vegna þess að Reagan forseti var með fund. Banda- rísku konurnar urðu æfareiðar og boðuðu til blaðamannafundar og fréttin birtist í öllum síðdegisblöðun- um. Morguninn eftir seinkaði öllum fundarstörfum um 2 klst. vegna þess að Reagan forseti, ásamt fríðu föru- neyti, mætti í eigin persónu til að biöja konurnar á ráðstefunni af- sökunar. Honum þótti augsýnilega allt til þess vinnandi að móðga ekki jafn sterk samtök kvenna og BPW samtökun eru orðin, en í þeim eru alls um 250.000 konur víðs vegar um heim. Samtökin eru þó ekki jafn sterk á íslandi, ennþá a.m.k., en stefna þeirra er að vinna markvisst að því að efla tengsl milli kvenna á vinnu- markaðinum þannig að þær styrki hver aðra og vinni betur saman að hagsmunum starfandi kvenna. Þar sem hér er um alþjóðleg samtök að ræða auðveldar það konum að fá sambönd erlendis og auk þess starfar félagið á vissan hátt sem ferðanet, því félagskonur á ferð erlendis geta haft samband við félagskonur þar í landi og myndað þannig persónuleg tengsl sem einnig geta komið til góða í við- skiptalífinu. Lena Madesin kynnti starfsemi BPW með því að ferðast um öll Bandaríkin og hvetja konur til þátt- töku og sagði þá m.a. að konur gætu ekki ætlast til að ná fram jafnrétti á vinnumarkaðinum ef þær þyrðu aldrei að standa upp og tala um það sem þær í hjarta sínu tryðu að væri rétt. BPW klúbburinn í Reykjavík hefur ekki haft bolmagn til þess að senda konur út af örkinni og kynna starfsemina í þeim tilgangi að fjölga félögum, en það er alveg Ijóst að til þess að konur nái því einhvern tíma að öðlast jafnrétti á vinnumarkaðin- um þá verða þær að standa saman og styrkja hver aðra. Félög sem efla tengsl og vináttusambönd kvenna eru vissulega stórt spor í þessa átt. B.K. Viltu vinna stundum? Afleysinga- og rádnlngaþjónusta im Liðsauki hf. Igi Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.