19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 68

19. júní - 19.06.1987, Page 68
OFBEUM GEGH KOMUM Samfélagsleg ábyrgö eöa afurö kvennabaráttu GREIN: HANSÍNA B. EINARSDÓTTIR. Grein sú sem hér fer á eftir er unninn fyrir 19. júní upp úr stærra verki höfnundar, kandidats- ritgerð hennar við Háskólann í Osló, sem samin var árin 1985-1986. Höfundur lauk cand.mag. prófi í afbrota- og félagsfræðum vorið 1986 og stefnir nú að cand.polit. prófi í afbrotafræði frá sama háskóla. Menningar- og minningarsióður ísienskra kvenna, sem er sjálfstæður sjóður á snærum KRFÍ, styrkti höfund til rannsóknarverkefnis þessa og gerði það henni kleift að koma heim og afla nauðsynlegra upp- lýsinga um íslenska kvennaathvarfið. Er hér með komið á framfæri þakklæti höfundar til forráðamanna sjóðsins. Það hefur stundum komið fram í umræðunni um ofbeldi gegn konum og börnum að þetta sé tilbúið vandamál sem konur sjálfar hafi fundið upp til að vekja á sér athygli. Of- beldi hafi ekki þekkst hér áður fyrr og kvennaathvörf séu einungis notuð sem leið út úr hjónaböndum og ýta þannig undir upplausn fjölsskyldunnar. í frétta- og auglýsingablaði sem Kvennaathvarfið í Reykjavík gaf út í vetur er að finna tilvitnanir í eldri íslenskar bókmenntir, þar sem skrifað er um ofbeldi gegn konum. Þar má m.a. nefna Hið Ijósa man eftir Halldór Laxness, Dýrasögu Ástu Sigurðardóttur, Af manna völd- um eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Eldhúsmellur Guð- laugs Arasonar. Þessi vitneskja ásamt upplýsingum kvenna sem um langan aldur hafa orðið að þola ofbeldi af 68

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.