19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 72

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 72
Women eða NOW voru stofnuð árið 1966 að tilstuðlan Betty Friedan og þau hafa frá upphafi verið virk í bar- áttu fyrir auknum réttindum kvenna á margvíslegustu sviðum. Aðal- baráttumál okkar hefur þó verið að vinna að því að fá staðfestingu á breytingartillögu við stjórnarskrána sem tryggi konum fullt jafnrétti að lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna (Equal Rights Amendment, oftast nefnd ERA). Nú hafa aðeins 16 ríki ákvæði um jafnrétti kynjanna í stjórnarskrám sínum, og sem stendur er nokkur lægð í baráttunni fyrir ERA, því að fresturinn til staðfest- ingar rann út 1982, án þess að nægi- lega mörg ríki hefðu samþykkt breyt- inguna. Nú er verið að vinna málinu fylgi eftir öðrum og því miður sein- virkari Ieiðum. Fyrir okkur hefur ERA geysilega mikla þýðingu. Án halds í stjórnarskránni er sú hætta alltaf fyrir hendi að það sem áunnist hefur í jafnréttismálum verði frá okk- ur tekið þegar minnst varir. Önnur mál sem við höfum barist fyrir eru Iöglegar fóstureyðingar, bættur aðgangur að getnaðarvörnum og efling kynferðisfræðslu. Við beit- um okkur einnig á sviði launamála, en í Bandaríkjunum fá konur að jafn- aði innan við 60% af launum karla. Listinn yfir baráttumál okkar gæti orðið ærið langur, en eftir því sem mér heyrist eru málefnin mörg þau sömu og hér á landi, þótt áherslur séu vitaskuld öðruvísi. Petta á kannski ekki síst við þegar kemur að því að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Vandamálin hjá ykkur eru að koma konum í örugg sæti á listum, en hjá okkur þarf hver og einn, kona og karl, sem vill komast áfram í stjórnmálum, að fjármagna framboð sitt úr eigin vasa eða tryggja sér fjárstuðning með öðrum hætti til að keppa svo við mótframbjóðendur sem einstaklingur. í landi auglýsing- anna fylgir þessu gífurlegur kostnað- ur og að sjálfsögðu setur það konum miklu oftar skorður en körlum. Við erum að byrja að byggja upp sérstak- ar miðstöðvar fyrir konur í framboði, þar sem þær geta leitað eftir stuðningi við fjáröflun og margt fleira þar að lútandi. Eitt enn sem við í NOW höfum barist fyrir og ekki gerist þörf fyrir á íslandi eru réttindi þeirra kvenna sem beittar eru kynþáttamisrétti og líða því undir tvöföldu misrétti. Af sömu ástæðum höfum við líka tekið upp hanskann fyrir lesbískar konur, því að við teljum að okkur beri skylda til að tryggja rétt þeirra eins og annarra kvenna. Andstæðingar kvennabaráttu, sem eru margir í Bandaríkjunum, hafa einmitt blásið út þetta síðasta atriði til að gera okkur tortryggilegar í aug- um almennings og á tímabili yfirgáfu ýmsar konur samtökin af þessum sök- um og stofnuðu ný félög. Raunin hef- ur hins vegar orðið sú að þau hafa ekki náð útbreiðslu að neinu marki, öfugt við NOW. Samtökin hafa verið í stöðugum vexti þessa tvo áratugi og nú eru félagar um 160.000 í 800 aðild- arfélögum um gervöll Bandaríkin. EIGUM UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA Kvennabarátta síðustu 20 ára hefur vissulega borið árangur á sumum sviðum, t.d. í löggjöf um vinnumarkað og jafnan rétt allra til menntunar, löglegum fóstureyðingum og ýmsu fleiru. En sem stendur eigum við töluvert undir högg að sækja vegna mikilla áhrifa hægri aflanna í stjórnartíð Reagans. Má þar nefna baráttuherferð and- stæðinga frjálsra fóstureyðinga, sem hafa látið mikið að sér kveða og oft beitt áróðri og aðferðum sem eru sið- lausar í meira lagi. Pessi öfl hafa líka hátt um að við séum andsnúnar fjöl- skyldunni í sinni hefðbundnu mynd og líta algerlega framhjá því að stefnumál okkar snúast einmitt í veigamiklum atriðum um fjöl- skyldumál, um það að létta byrðar fjölskyldunnar þar sem bæði hjón vinna úti og ekki síður að viðurkenna þjóðfélagslegt gildi heimilisstarfa. En eitt er líka að flestöll mál sem við berum fyrir brjósti útheimta tölu- verðan kostnað af opinberri hálfu eða frá fyrirtækjum og hvorugt hefur átt upp á pallborðið hjá ráðandi öflum, þótt versnað hafi í tíð Reaganstjórn- arinnar. í Bandaríkjunum þekkist t.d. ekki að konur fái greitt fæðingar- orlof og barnagæsla, ófullkomin og takmörkuð eins og hún er, er rekin án nokkurs opinbers stuðnings. Kvennahreyfingin hjá okkur er því að mörgu leyti að berjast fyrir málum sem þið á íslandi eruð komin töluvert langt með að leysa.“ - Hvað finnst ykkur vinkonum þínum þá um stöðuna hjá íslenskum konum? „Við erum stórhrifnar, satt að segja. Konur hér hafa náð langt í mörgum efnum borið saman við Bandaríkin. Sérstaklega finnst okkur eftirtektarvert hvað mikil eining er milli kvenna hér. Samstaða og sam- vinna kvenna með alls ólíkar skoðan- ir og kannski líka ólíka hagsmuni virðist geta tekist aftur og aftur, sbr. kvennafrídagana og Kvennasmiðjuna sem okkur var sagt frá. Okkur finnst líka sem mikil breidd sé í kvennahreyfingunni, við kynnt- umst bæði KRFÍ-konum og Kvenna- listakonum, heimsóttum Fllaðvarp- ann og fræddumst lítillega um Kvennaathvarfið og alls staðar virtist vera unnið með jákvæðu hugarfari í garð hinna, ef ekki í beinni sam- vinnu. Þetta kom líka vel fram á þess- um fundi hér í Litlu-Brekku þar sem skoðanaskiptin voru í jákvæðum anda sem okkur finnst mikið til um. Okkur verður ósjálfrátt hugsað heim og ekki síður til Bretlands sem við heimsóttum í fyrra, en þar urðum við varar við megna tortryggni milli ein- stakra kvennahópa og þar baukaði hver í sínu horni. Við höfum auðvitað fræðst um þau mál sem hér er verið að berjast fyrir og skiljum núna betur en áður hvað þið hafið við að glíma. Pað snýst miklu meira um vinnuálag og afkomu en okkur hafði grunað. En hvað sem því líður getið þið á íslandi verið hreyknar af kvennahreyfingu ykkar.“ Hér sitja þær Guðrún Helgadóttir, Adda Bára Sigfú.sdóttir, Sólrún Gísladóttir og Kristín Ástgeirsdóttir á tali við gestina. Fer ekki á milli mála gagnkvæmur áhugi þcirra. Guðrúnu til vinstri handar grillir í Noreen Connell. 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.