19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 78

19. júní - 19.06.1987, Page 78
KONUR SKRIFA UM ÁSTINA — Framhald af bls. 95. í samfélagsfræði, sem er valgrein í 9. bekk, eða náms- og starfsfræðslu, en þar er sá hængur á að hún er enn sem komið er mjög óvíða kennslugrein í skólum. VERÐI EKKI SÉRSTÖK NÁMSGREIN. Nánast allir eru sammála um að efnið megi alls ekki kenna sem sérstaka námsgrein heldur verði það að falla inn í annað nám nemendanna. Hjá yngri börnum er það auðveldara, þar sem greina- skipting er ekki eins skýr og hjá þeim eldri. Best væri að allir kennarar ákveðins bekkjar eða heils skóla tækju efnið fyrir öðru hvoru í sinni grein. í stærðfræði mætti taka fyrir ýmiss konar hlutfallareikning um laun eða starfsskiptingu, í bókmennt- um viðhorf og persónulýsingar, í tungumálum störf fólks eða kyn- bundna notkun tungumálsins, í sam- félagsfræði nánast hvað sem er. En umfjöllun unt þessi efni er mjög við- kvæm og ráðlegt er fyrir kennara sem ekki hafa hugsað mikið um þessi mál eða ekki farið á námskeið að fara hægt í sakirnar. Kennararnir sem sóttu námskeiðin segja að þau hafi skipt sköpum um notkun efnisins og úrvinnslu og að framhaldsnámskeið hafi veitt aðhald og styrk. FRAMTÍÐARHORFUR Ljóst er að notkun þessa náms- efnis um stöðu kynjanna er algerlega háð áhuga einstakra kennara og skólastjóra. Pví skiptir almenn kynning um allt land miklu máli ef reyna á að útbreiða efnið. Hjá endurmenntun Kennara- háskóla íslands er góður skilningur á mikilvægi námskeiða um efnið, en vandinn er að námskeið eru ekki haldin nema kennarar sýni þeim áhuga! Foreldrar gætu hér haft áhrif með því að taka efnið fyrir á fundum í for- eldrafélögum og orðið skólum þar með hvatning. En því má ekki gleyma að hér er ekki um neina endanlega lausn að ræða. Við þurfum miklu meira efni í öskjuna góðu sem fyrr var nefnd og fyrirliggjandi efni þarf stöðugrar endurskoðunar við. Best væri að allir kennarar á öllum skólastigum færu á vitundarvakning- arnámskeið um stööu kynjanna í skólum og þjóðfélaginu öllu, fengju þar upplýsingar um stöðu mála og ynnu með viðhorf sín og fordóma til hlutverka og getu kynjanna. 78 dapurleik veita huggun °g þú skalt lesa þaö aftur og aftur því allar kenndir nærast af lífs hvötinni og hið eina vonda er tómið er dauðinn (7) Kaflahcitið Úr móðurlífi liefur einnig tvíræða merkingu þannig að hér er brugð- iö upp myndum úr lífi móður, um móður- ástina og móðuróttann, og hcr eru cinnig ljóð um meðgöngu og fœðingu. Þetta eru fallcg og einlæg Ijóð, full ástar og hlýju og spurningin um hvort nútíminn sé fjandsamlegur börnum er áleitin. Það er helst í þessum Ijóðum sem ein- hverja birtu og von er að finna, von í formi Ijóða og barna. Annars er þung- lyndislegur blær á flestum ljóðum þessarar bókar eihs og í fyrri bók Berglindar. Nú- tíminn er ekki bara fjandsamlegur börn- unum heldur öllu mannlegu lífi. Skrum og gervimcnnska kæfir tilfinningar og líf mannanna, „fögur er konan/ánægð en/ taktu fyrst sálina úr sambandi." (38). En það er ckki bara ytra umhverfi sem er fjandsamlegt, sársaukinn býr í brjóstum mannanna, ástin er blekking og samband fólks kalt og dautt (sbr. Ijóðin „Klippi- mynd af konu“ og í borg.“ En þótt tónn bókarinnar sé þannig fyrst og fremst þunglyndislcgur og einkunnar- orðið virðist vera „sársauki", er samt ein- hver vonarglæta, sbr. hér að ofan. Ljóðin cru vel ort, ljóðræn og sterk og auðvclt að samsama sig Ijóömælanda. Margrct Lúa Jónsdóttir: Náttvirkið. Útgefandi: Flugur. Reykjavík 1986 Náttvirkið er önnur ljóðabók Margrétar Lóu. Hún hefur áöur sent frá sér bókina Glerúlfar (1985) og einnig hafa birst cftir hana Ijóð í tímaritum. Margrét Lóa hcyrir til hópi ljóðskálda af yngstu kynslóðinni, sem kennt hafa sig við súrrealismann. Yfirlýst markmið þeirra ljóðskálda hcfur verið að þurrka út mörk draums og vcru- lcika í skáldskap sínum, nýta sér draum- inn sem cfnivið í skáldskap. Eins og draumar okkar eru yfirleitt röklausir og illskiljanlegir, cru Ijóð í anda súrreal- ismans af sama toga. Náttvirkið skiptist í tvo kafla: kafla sem bcr heitið „Ég vissi ekki fyrr en ..." og geymir 11 Ijóð og í öðru lagi ljóðabálk sem ber heitið Leyniskjal Alexítt og sem í eru 10 tengd ljóð. Ljóð fyrri kaflans eru ótengd innbyröis, cn flest eru þau myndræn og torráðin. Höfundur bregður upp myndum og skapar stemmningu fremur en að um einhvern boðskap sé að ræða í Ijóðunum. Þunglyndi og sársauki eru skammt undan í þessum ljóðum: „allt nerna þunglyndið var blekking." (7), og dauðinn er víða nálæg- ur (sjá t.d. „Dauðaflugið" (13) og „Nýver- ið“ (17). í Leyniskjali Alexíu nálgast Ijóðin fornt frásagnarinnar, ljóðabálkurinn í heild seg- ir sögu af athöfnum og hugsunum persón- unnar Alexíu. Hér er sama upp á teningn- um og í fyrri hlutanum, dauðastemmning og hryllingur einkennir mörg Ijóðanna. Ég vakna bundin. Ég er gúllíver í putalandi. Minningar læðast um fingurgómana. Ritvél- ina og rykiö umhvcrfis fiðluna. Rauða blikk- ljósið við gluggann fálmar inn í sortann. Ég hcyri orgelhljóma í nóttinni: Tár og storknað blóð. Öskur í tungli. Holur hlátur í stjörnu og dauðvona sjúklingur þakkar fyrir hverja mín- útu. (28) Ekki veit ég hvort Margrét Lóa byggir á einhverjunt sagnfræðilegum heimildum í yrkingum sínum um Alexíu, eða hvort Alexía er bara hugarfóstur hennar. Það skiptir í raun engu máli, en sú hugsun er. áleitin að veriö sé að vísa í sagnfræðilegt efni. Ég játa kunnáttuleysi mitt hvað þetta varðar, en bálkurinn um Alexíu er saman- settur af sterkum Ijóðum sem draga upp heildstæða þó um leið sundraða mynd af persónunni og aðstæðum hennar. Margrét Lóa sýnir víða hugkvæmni í myndmáli og meðferð tungumálsins en helst gæti ég fundið að því að merkingin er víðast hvar verulega á reiki, en þess ber þó að gæta að slík óræðni merkingar er gjarn- an einkenni súrealísks skáldskapar. Jórunn Sórensen: Janus2. Útgefiö af hnfundi 1986. Janus2 er fyrsta bók Jórunnar. Áöur hafa birst eftir hana Ijóð í tímaritum. Titillinn er vísun í goðsöguna um guðinn Janus, en hann hafði tvö andlit scm horfðu sitt í hvora áttina. Titill Jórunnar virðist því hafa skírskotun til fjögurra átta sýnar. Bókin skiptist í 5 kafla:/ líftd er þitt, II ein með sjálfri mér, III en svo komst þú, IV þú sem stjórnar, V á mannamótum. Kaflar ll-IV mynda heild, út úr þcim má lesa þróun sem lýsir lífi konu frá því hún er cin og sjálfstæð (kafli II) í gegnum kynni hennar af ástinni (kafli 111) og hjónaband- inu (kafli IV). Þessi Ijóð lýsa bæöi ást og hamingju sem og sambandsleysi, blekk- ingu og vonbrigðum. Síðasta Ijóðið í kafla IV er heldur kaldhæönisleg mynd af hjónabandinu:

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.