19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 80

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 80
EGVH.VERA t>AÐ SEM EG Bt segir Katrín Jónsdóttir, 22 ára lesbía að hefur lítið farið fyrir um- fjöllun um málefni lesbía í fjölmiðlum, þó hommar hafi átt fremur upp á pallborðið og þá aðallega í tengslum við um- ræðuna um eyðni. En hvort sem fólki líkar betur eða verr eru lesbí- urnar til og standa í stöðugri bar- áttu fyrir tilverurétti sínum. Katrín Jónsdóttir, sem er 22 ára háskóla- nemi, samþykkti að ræða þessi mál í viðtali við 19. júní, en hún kom úr felum fyrir rúmu ári. „Það var ekki auðveld ákvörðun að koma í þetta viðtal en ég tók hana að lokum í þeirri von að þetta geti orðið öðrum lesbískum konum stuðningur í baráttu þeirra“ sagði Katrín. „Það tók mig átta ár eða svo að safna hugrekki til að ganga í Samtök- in 78 en þá var ég búin að fylgjast með starfi þeirra lengi. Ég fór fyrst á skrifstofu Samtakanna í apríl 1986 með mikinn skjálfta í hnjánum og ógleði. Það hjálpaði mér mikið til að ná fótfestu að ég komst í kynni við nokkrar stelpur í Samtökunum og við hittumst 2-3 í mánuði til að spjalla saman.“ BOTNAÐI EKKI í NEINU Skömmu eftir að ég gekk í Sam- tökin gekk yfir mjög erfitt tímabil sem stóð í einn og hálf- an mánuð. Allar hugsanir mínar voru þvers og kruss og ég botnaði ekki neitt í neinu. Það að vera lesbísk var nú orðið áþreifanlegt og allt öðru- vísi en á meðan ég var bara að hugsa um þetta án þess að gera nokkuð í því. Fyrst sagði ég tveimur nánustu vinkonum frá þessu og þær voru mjög VIÐTAL: VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR jákvæðar, sögðu að þær hefði grunað þetta allan tímann. Viðbrögð þeirra voru mikill léttir og hjálpuðu mér mikið. Svo talaði ég við mömmu stuttu seinna. Það var erfitt því ég var búin að búa til lygavef, sagðist vera á ein- hverjum stöðum sem ég var ekki á og fór á bak við hana. En mamma tók þessu vel, sagðist hafa haft grun um að ég væri lesbísk og studdi mig í því. Ég beið miklu lengur með að tala við pabba og þurfti að herða mig upp í það, hann tók þessu ekki eins vel. En það var gott að ljúka þessu af, enda hefur mér alltaf gengið mjög illa við að látast vera eitthvað annað en ég er. Ég bjóst við mun neikvæðari við- brögðum en raun varð á og ég undir- bjó mig alltaf mjög vel áður en ég sagði einhverjum frá þessu. Það hjálpaði mér líka að ég las viðtal í einu dagblaðanna við tvær lesbíur og gerði mér þá betur grein fyrir því að ég var ekki ein og lesbíur eru ekki bara einhverjir skuggar í þjóðfélaginu. Við verðum að láta vita að við séum sýnilegar, við höfum allt- af verið til og verðum alltaf til. AÐKAST AF GÖTUNNI / g held að þetta hafi gengið ágætlega vegna þess að ég á mjög góða fjölskyldu og vini, viðhorfin hafa ef til vill breyst eitthvað líka. En ég hef orðið fyrir aðkasti og þá sérstaklega frá fólki úti á götu, bæði krökkutn og fullorðnum. Ég held að slíku fólki hljóti bara að líða eitthvað illa, ég get ekki skilið það öðruvísi. Það er mjög sárt að mega ekki elska þann sem maður vill, það hljóta að vera mannréttindi að mega það án þess að manni sé útskúfað. Því miður eru sumir af þeim, sem eru eitthvað óöruggir með sig og kynhneigð sína þannig að þeir reyna að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir tilheyri ekki þessum hópi með því að sýna hommum og lesbíum reiði og fyrir- litningu. Fólk fær oft útrás fyrir þetta í fjöl- miðlum, skrifar lesendabréf og vitnar í biblíuna. Það segir að það sé ekki eðlilegt að þær manneskjur elskist sem geta ekki átt barn saman. Það finnst mér alveg fáranlegt, það er einsog fólk hafi samfarir eingöngu til að eiga börn. HRÆÐSLA I KÖRLUM ru meiri fordómar gagnvart lesbíum en hommum? „Það er mismunandi. Hommum leyfist oft meira á tilfinningasviðinu en körlum og mað- ur heyrir oft að körlum þyki ógeðs- legt að sjá karlmenn faðmast en bara æsandi að sjá konur saman. Þetta er hálfvelgja. Hin hliðin er sú að karl- menn vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við lesbíum. Ef þeir vita að þeir hafa ekkert líkamlegt aðdráttarafl fyrir konuna þá vita þeir ekki almennilega hverju þeir eiga að spila út. Það er einsog það hvarfli ekki að þeim að andlegt atgervi geti skipt máli. Þriðji hópurinn heldur því fram að það eina sem þurfi til að kippa öllu í lag sé að lesbían fái „góðan drátt“, hún hafi bara ekki hitt á sannan karlmann sem geti græjað þetta fyrir hana. Þetta er auðvitað algjört kjaft- æði. Ég held að orsökin fyrir þessu við- horfi sé hræðsla í karlmönnum. Ef konur geta lifað og starfað án þeirra bæði innan og utan heimilis þá geta þeir ekki staðsett okkur og það kippir fótunum undan ímyndinni." - Þú nefnir biblíuna áðan, hvað með kristna trú og afstöðu hennar til samkynhneigðs fólks? „Kristið siðgæði, eins og við mennirnir höfum afskræmt það hugtak, er sá almesti tvískinningur og hræsni sem til er! Fólk getur farið í einhverjar fallegar siðgæðiskápur til að sýna góða mynd af sjálfu sér en farið úr þeim aftur og hagað sér eins og því sýnist án þess að vera góðar manneskjur í raun.“ BANNAÐ AÐ AUGLÝSA jölmiðlarnir? „Fjölmiðlarnir virðast ekki fjalla um okkar mál nema til að geta slegið einhverju upp. Sam- tökin héldu til dæmis blaðamanna- fund nýlega um eyðni en það komu bara tveir blaðamenn. Okkur er bannað að auglýsa í útvarpinu og DV 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.