19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 84

19. júní - 19.06.1987, Page 84
væntanlegu kaupendur vörunar, og sem söluhvati. Snúum okkur fyrst að konum sem markhópi, þeim hópi sem auglýsing reynir að höfða til. Við könnumst allar við auglýsingar um heimilisvör- ur af ýmsu tagi, hreinlætisvörur, ný- lenduvörur o.þ.h. Fyrir nokkrum árum var afar algengt að auglýsandi sneri sér beint til kvenna með þessa vöru, ávarpaði þær sem húsmæður eða mæður. Eða - og ekki síst - ef um var að ræða dýr heimilistæki á borð við þvottavélar eða ryksugur, - eiginmaðurinn var ávarpaður og hvattur til að gefa konunni viðkom- andi hlut. Auglýsandinn gekk þá út frá því að það væri karlinn sem hefði fjárráðin og ákvörðunarvaldið þegar kom að slíkum fjárfestingum. Væru konur ávarpaðar beint, ef um talaða auglýsingu var að ræða, var það karl- maður sem mælti með vörunni, líkt og konan sem sást nota t.d. þvotta- löginn, væri líklegri til að taka mark á honum en annarri konu! Þessi auglýsingamáti segja kven- frelsiskonur, gefur ranga og niður- lægjandi mynd af konum og lýsir úreltri verkaskiptingu kynjanna. Gengið er út frá því að ekkert komist að í kollinum á konum en að skúra gólf og horfa á köku lyfta sér í ofni; gefið er í skyn að konur séu bundnar í hæl og hnakka í húsmóður- eða móðurhlutverkið; látið er í það skína að konur trúi ekki konum heldur leggi alla dóma í hendur körlum. Og látið er í veðri vaka að konur kaupi aðeins heimilisvörurnar. Var sagt. Svör auglýsenda við þessu voru þau að hér væri aðeins verið að gefa mynd af stöðu kvenna í samfélaginu, það væru þær sem sæju um heimilin og það væru karlaraddir sem hefðu meiri þunga og vægi í samfélaginu. Svo virðist sem breyting hafi orðið á þessu. Heimilistækjaauglýsingar höfða nú gjarnan til allrar fjölskyld- unnar eða til einhvers sem ekki er kyngreindur. „Færðu heimilinu páskagjöf" hvatti seljandi örbylgju- ofns til í dagblaði á dögunum og hefði allt eins getað verið að ávarpa ein- stæða móður sem fyrirvinnandi heim- ilisföður. í samtölum við starfsfólk auglýsingastofu í Reykjavík við undirbúning þessarar greinar, voru allir á einu máli um þetta; það væri úrelt og ekki vænlegt til áhrifa að beina orðum sínum til húsmæðra eða húsbænda sérstaklega. Þetta gildir einkum um heimilisvörur af öllu tagi en líka í einhverjum mæli um annan varning, sem áður virtist aðeins seld- 84 ur körlum, t.d. smíðatól. Frúarbíl- arnir litlu og lipru eru að vísu enn fyr- ir hendi en þó hverfandi! Karlaraddir eru enn notaðar til að sannfæra kaupendur um ágæti vöru fremur en kvenraddir en á þessu hefur líka orðið breyting að því er kom fram í samtölum. Ein við- mælanda sagðist hafa orðið vör við að karlaraddirnar gerðust æ dýpri eins og ganga þyrfti lengra, en taldi að þær væru á undanhaldi sem álitsgjafi er konur tryðu frekar en kynsystrum sínum. í heildina er sem auglýsendur séu þess vel meðvitaðir að konur eru gildur markhópur fyrir fjölbreyttari vörur en áður var. Aukið hlutfall kvenna úti á vinnumarkaðinum, auk- in fjárráð þeirra, aukinn fjöldi ein- stæðra mæðra og aukið sjálfstæði kvenna almennt hefur vitanlega ekki farið fram hjá auglýsendum, en þetta hefur aftur skilað sér í breyttum við- horfum í þeirra garð. Um leið og þetta er skrifað, má heyra útvarps- auglýsingu um sjálfvirka bílskúrs- hurðaopnara, sem greinilega gengur að því sem vísu að konan sitji aldrei undir stýri heldur hafi fram til þessa gengið í það hlutverk að fara út úr bílnum til að opna bílskúrinn fyrir bónda sinn! Við verðum sjálfar að dæma hvort þarna er um að ræða sannferðuga endurspeglun á ástandi. NOTKUN KVENLÍKAMANS SEM SÖLUHVATA ótt óhætt sé að fullyrða að konur séu nú orðið markhópur auglýsenda í fjölbreyttara vöru- vali en áður, taldar sjálfar kaupa dýr tæki og tól sem í eina tíða voru víst aðeins notuð af körlum og þannig megi merkja viðhorfsbreyt- ingu til stöðu kvenna sem kaupenda/ neytenda, er ekki víst að sama gildi um notkun kvenna sem söluhvata. Það sem hér er átt við, munu allir þekkja; auglýsingar sem sýna konu (stundum heila, stundum í pörtum!, stundum nakta eða fáklædda, stund- um alklædda) án þess að hún hafi nokkuð merkjanlegt samhengi við þá vöru sem verið er að selja. Konan er notuð til að ná athygli neytandans á einn eða annan hátt. í auglýsingu um viðarklæðningu sem birtist í íslensku tímariti árið 1967 (mynd) er kona notuð á þennan hátt til að vekja at- hygli á vörunni. Markhópurinn eru karlar. Okkur kann að þykja þessi auglýsing gamaldags og úrelt en nán- ari skoðun sýnir að það er í rauninni aðeins heildaryfirbragð myndarinnar sem er gamaldags. Kjóllinn, hár- greiðslan, förðunin, stellingin, allt er þetta úr tísku. En sjálf hugmyndin að lokka væntanlega kaupendur/neyt- endur með fagurri konu er ekki úrelt. Árið 1984 var í gangi auglýsing um hillusamstæður, þar sem ung og fá- klædd stúlka engdist innan um sam- stæður undir ávarpinu „Mjúka línan." Um svipað leyti auglýstu Flugleiðir íslandsferðir með mynd af stúlkum samankomnum í einni lopa- peysu og var ekki annað að sjá en að þær væru naktar undir ullinni. Þessi auglýsing var kærð til Jafnréttisráðs. Gagnrýnin sem fram kom var að um væri að ræða tilbúning óréttmætra hugartengsla um léttlyndi íslcnskra kvenna og að verið væri að höfða til karla svo tvennt sé nefnt. Þessi aug- lýsing var gerð erlendis. í ár eru Flug- leiðir, eða erlendir auglýsinga- hönnuðir þeirra, enn við sama hey- garðshornið og selja „swinging Reykjavík“ með forsíðumynd af

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.