19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 89

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 89
FRIÐARRÁÐSTEFNA KVENNA ÁIRLANDI —————— GREIN: JÓNÍNA M. GUÐNADÓTTIR ————-— Síðastliöið haust var haldin ráð- stefna um friðarmálefni á veg- um Alþjóðasamtaka Kvenn- réttindafélaga (International Alliance of Women, IAW). Fór hún frant dagana 12. til 17. október skammt fyrir utan Dublin í írlandi á fræðslusetri sem ber nafnið Bellinter House og var áður gamall og virðu- legur herragarður. KRFÍ hefur frá öndverðu átt aðild að þessum sam- tökum, sem stofnuð voru árið 1904, og gafst því kostur á að sénda fulltrúa félagsins til ráðstefnunnar. Sú sem þetta ritar varð þeirrar ánægju að- njótandi að fá tækifæri til að sitja ráð- stefnuna. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Mannréttindi og skilningur milli þjóða í þágu friðar" (Peace through human rights and international understanding) og tilefni hennar var alþjóðlegt friðarár Sameinuðu þjóð- anna í fyrra. Pátttakendur voru ein- göngu frá Evrópulöndum sökum þess að ekki tókst að útvega ferðastyrki fyrir konur frá fjarlægari álfum og vegna ferðakostnaðar voru líka lang- flestar kvennanna, nær helmingur, frá írlandi sjálfu, bæði lýðveldinu og Norður-írlandi. Fundargestir komu saman í Dublin 12. október. Það virtist nokkur kald- hæðni í því fólgin að það bar upp á daginn sem þeir Reagan og Gorb- achev luku tveggja daga fundi sínum í Reykjavík, þar sem þeir höfðu kast- að fjöreggi heimsins á milli sín ogeig- inlega skilið það eftir í lausu lofti. Óneitanlega fundum við til viss van- máttar við þessar kringumstæður, fá- einar valdalausar konur er hugðust ræða og kryfja hvað konur sérstak- lega gætu lagt til mála á sviði mann- réttinda og sammannlegs skilnings í þágu heimsfriðar. Um leið varð okkur kannski enn ljósari en ella þörfin fyrir virka þátttöku almennra borgara í baráttu fyrir friði. Að ráðstefnan skyldi haldin í írlandi var í senn táknrænt og engin tilviljun. Par í landi hljóta friðarmál að vera meira brennandi en nokkurs staðar í Evrópu. Eins og áður sagði voru írskar konur í miklum meiri- hluta og ástandið á Norður-írlandi bar sífellt á góma, enda má segja að þar sé að finna í hnotskurn dæmi um hvernig fer þegar mannréttindi eru ekki virt og skilning brestur manna í milli. írsku konurnar gerðu sér far um að skýra fyrir aðkomukonum hvað lægi að baki ófriðnum. Þó var eftirtektarvert að milli þeirra ríkti hvorki tortryggni né óbilgirni, heldur einlægur vilji til að skýra sinn málstað og hlusta á hinar, enda voru í þessum hópi konur sem hafa lagt líf sitt í að reyna að bæta samskipti hinna stríð- andi afla í Norður-írlandi. Sérstaklega áhrifamikil fyrir okkur gestina var heimsókn á svonefnt Sáttasetur í Glencree, sem er af- skekkt fyrrum betrunarhæli í fögru fjalllendi í Suður-írlandi. Það var stofnsett árið 1974 í kjölfar óvenju skæðra óeirða í Belfast. Þar samein- aðist friðelskandi fólk á írlandi beggja vegna Iandamæranna og beggja vegna í átökununt í þeim til- gangi að koma á sáttum, auknum skilningi og samskiptum fólks frá hin- um stríðandi öflum. Á þessum stað hlýddum við á Mai- read Corrigan, sem ásamt stöllu sinni hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir forgöngu þeirra í írsku friðarhreyf- ingunni Peace People, en hún vakti almenning til vitundar og virkrar andstöðu við átökin í Norður-írlandi í lok síðasta áratugar. Einlægari friðarsinni held ég sé vandfundinn og í máli hennar fór saman sannfær- ingarkraftur og útgeislun krossfarans sem snart alla viðstadda. AÐ SKILGREINA FRIÐ essa 5 daga á írlandi var hlustað á erindi og rætt í hópum um margvíslegar hliðar og forsend- ur friðar sem of langt væri upp að telja. Eitt verkefni okkar var hvernig skilgreina beri frið. Það er nokkuð óáþreifanlegt hugtak, ef grannt er skoðað, því að friður er ekki aðeins það ástand þegar ekki er verið að berjast. Friður útheimtir viss skilyrði hið innra sem hið ytra; ann- ars vegar er sá friður er byggist á því að hver og einn sé sáttur við sjálfan sig, og virði aðra eins og sjálfan sig. Hins vegar eru hin ytri skilyrði friðar sem felast í afvopnun og friðsamlegri lausn ágreiningsefna innan hvers þjóófélags og þjóða á milli. Lykilhlutverki í þessum sambandi gegna mannréttindi í víðasta skiln- ingi, þ.e. jafnt þau mannréttindi er tryggja jafnrétti til atvinnu, til mennt- unar, almannatrygginga o.s.frv. Og þótt almenningur fái e.t.v. litlu ráðið um afvopnunarmálin, má stuðla að friðvænlegri heimi með því að vinna að réttlætismálum innan hvers þjóð- félags ellegar í alþjóðlegu samhengi. Þannig má til sanns vegar færa að t.d. starf kvennahreyfinga sé friði til framdráttar. VIRK ÞÁTTTAKA OG ÁRVEKNI ALMENNINGS Hafi ráðstefna okkar í írlandi komist að einhverri niður- stöðu í jafnumfangsmiklu við- fangsefni var hún helst sú að konum í hverju landi bæri skylda til að halda vöku sinni um friðarmál og sýna í verki andstöðu sína við víg- búnað og valdbeitindu í hvaða mynd sem er, með þeim aðferðum sem bestan árangur mega bera á hverjum stað. Sums staðar eru gengnarTírðar- göngur, annars staðar sitja konur um kjarnorkubúnar herstöðvar í mót- mælaskyni og enn annars staðar er safnað undirskriftum til að skora á heimsleiðtogana að semja um af- vopnun, en hvaða leið sem valin er skiptir öllu að taka virkan þátt í starfi friðarsinna með það fyrir augum að veita ráðamönnum aðhald og upplýsa þá um vilja almennings - í þeim lönd- um þar sem slíkt telst leyfilegt. Vegna ábyrgðarinnar á uppvaxandi kynslóðum hvílir þessi skylda á kon- um af enn meiri þunga. 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.