19. júní - 19.06.1987, Síða 91
Róbert Arnfinnsson
leikari
að gleður mig ætíð þegar gott,
nýtt íslenskt leikrit nær að
komast á fjalirnar. Því miður er
það allt of sjaldgæft. En aukin
gróska í starfsemi leikhúsanna á
seinni árum, hefur meðal annars leitt
það af sér æ fleiri nýir íslenskir
höfundar hafa fundið hjá sér hvatn-
ingu til að skrifa fyrir leikhús og talið
það vera ómaksins vert. Ég fagna
því.
30. desember s.l. hóf göngu sína á
hinu ágæta nýja Litla sviði Þjóðlcik-
hússins að Lindargötu 7 leikrit Þór-
unnar Sigurðardóttur, í smásjá. Þór-
unn er gróin leikhúsmanneskja og
skilur kröfur, en um leið takmörk
leiksviðsins. En það þarf meira til;
það verður að minnsta kosti að vera
eitthvað bitastætt ef ekki boðskapur,
sem höfundur hefur fram að færa í
verki sínu. Það tekst Þórunni á
undraverðan hátt, jafnvel þótt hún
verði að teljast til ungra höfunda á
þessum vettvangi, hún hefur efnið og
mótun þess fullkomlega á valdi sínu
að því er virðist. í smásjá er auk þess
frábærlcga vel unnin sýning í alla
staði, þar helst allt í hendur: sviðsetn-
ing. leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar
og afburðanæmur skilningur og góð
úrvinnsla leikenda á hlutverkum
sínum. Sem sagt, sýning Þjóðleikhús-
inu til sóma og öðrum til fyrirmyndar.
Ég óska Þórunni og öðrum að-
standendum sýningarinnar til ham-
ingju með vel unnið verk og verð-
skuldaðan árangur!
Jónína Ólafsdóttir
leikari
Leikritið sjciptist á augljósan hátt
í tvo hluta; skel og kjarna.
Fyrri hlutinn fjallar um
persónur sem lifa yfirborðs-
kenndu, vélrænu lífi, það er metnað-
argjarnt út á við og heimilislífið er
ömurlega tómlegt og ófullnægjandi.
í seinni hlutanum, þar sem fjallað
er um veikindi Dúnu neyðast þessir
fjórir einstaklingar til að horfast í
augu við raunveruleikann eða mikil-
vægi lífsins og tilgang.
Bæði skrif verksins og leikur fór
hér á flug, þannig að eftir að hafa haft
blandna ánægju af upphafinu, fór það
beint inn í kviku á mér. Senan á milli
Dúnu og Alla aðstoðarlæknis, þar
sem þau ákveða að elskast var svo vel
gerð og falleg að ég hélt niðri í mér
andanum á meðan.
Bæði sjónvarpsskermar og hljóð-
effektar í fyrri hluta hefðu niátt missa
sig, nema þegar um hreina sjónvarps-
útsendingu var að ræða. Eins fannst
mér uppgjör Bjarna alveg í lok leik-
ritsins vera óþarfi. Þetta hvoru-
tveggja hefði hjálpað heildarsvip
verksins.
Sigurður Björnsson
læknir
Þótt nokkuð sé um liðið frá því
ég sá sýninguna / smásjá stend-
ur hún mér lifandi fyrir hug-
skotssjónum. Mér fundust tök
höfundar á vandmeðförnu efni vera
mjög góð og úrvinnsla hennar, leik-
stjórans og leikendanna með ágæt-
um. Það þarf talsvert áræði til að
skrifa leikrit um jafn viðkvæmt efni
og þarna er tekist á við og má lítið
út af bera til að ekki fari illa.
Sú staðreynd að nær allir kunningj-
ar mínir úr heilbrigðisstéttum sem ég
hefi rætt við eftir að hafa séð sýning-
una hafa borið lof á hana, ber vott
um að höfundi hafi tekist vel og náð
að bregða upp trúverðugri mynd af
sársaukafullri viðburðarás. Hins veg-
ar eru þeir sem valið hafa sér störf
utan sjúkrahúsa, þar á meðal ýmsir
gagnrýnendur dagblaðanna, sem
finna leikritinu flest til foráttu, enda
eru vandamálin sem fjallað er um
þess eðlis að enginn tekst á við þau
ótilneyddur og margir forðast að
hugsa unt þau. Þcir hinir sömu eiga
líka sannarlega rétt á því að vclja sér
annað skemmtiefni eina kvöldstund í
leikhúsi.
91