19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 92

19. júní - 19.06.1987, Síða 92
Kristín Sophusdóttir hj úkrunardeildarstj óri Hjúkrunarfólk krabbameins- deildar kvenna á Landspítal- anum, fór að sjá leikritið / smásjá, eftir Þórunnin Sigurðardóttir. Leikritið vakti mikla umræðu og vorum við sammála um að verkið væri skrifað af innsæi og miklum skilningi á þeim tilfinninga- legu vandamálum sem fólk verður að fást við þegar um illkynja sjúkdóm er að ræða. Okkur fannst við þekkja viðbrögð Dúnu, þá ekki hvað síst í svipbrigð- um hennar, tilsvörum, reiði yfir því sem ógert var og biturleika út í metn- aðargjarnan eiginmann. Vitað er að ekki lifa allir af illkynja sjúkdóma, þó vitum við að meir en helmingur læknast. Ef sjúklingur fær góðan stuðning frá aðstandendum og vinum eru afdrif hans léttbærari fyrir alla aðila. í lok verksins þegar eiginmaðurinn tókst á við hlutverk aðstandenda og gaf þá hlýju og þann stuðning sem Dúnu var náuðsynlegur í baráttunni við sjúkdóminn, undirstrikaði höf- undurinn hversu mikils virði stuðn- ingur aðstandenda er. Hafi Þórunn þökk fyrir gott verk og þarft. Hildur Finnsdóttir Fáein orð um galdur Leikrit Þórunnar Sigurðardótt- ur, / smásjá, var frumsýnt í byrjun árs. Ég las það skömmu seinna í einu dagblaðanna að leiklistargagnrýnandi þess hafði ekki hrifist af verkinu. Æ, æ, hugsaði ég, það vantar greinilega í þetta galdur- inn. Auðvitað var það ekki þessum ágæta gagnrýnanda að kenna hvað ég tók orð hans bókstaflega og dró það lengi að leggja leið mína í íþróttahús Jóns Þorsteinssonar. Það var svo sonur minn sem ýtti við mér. Hann dreif sig á sýninguna og hvatti mig eindregið til að gera slíkt hið sama. - Hreifstu? spurði ég. - Af hverju? - Ja, það var í því þetta, æ þú veist . . . - Meinarðu galdurinn? - Einmitt. Það er ekki að orðlengja það að ég hef ekki skemmt mér svona vel í háa herrans tíð. Ég efast ekki um að eitthvað hefði mátt betur fara frá faglegu sjónar- miði, en svo var galdrinum fyrir að þakka að ég tók lítið sem ekkert eftir slíku. Þetta fólk kom mér heilmikið við, það lifnaði þarna á sviðinu og ég er ekki frá því að mér hafi fundist þetta vera gömlu skólasystkin mín - eitthvert þeirra jafnvel ég sjálf. Hvað um það, mér fannst spennan í verkinu jöfn og stígandi, Já, það kom mér þægilega á óvart hvað það var þrælspennandi. Ég gat varla beð- 92 ið eftir því að leikurinn hæfist aftur eftir hlé. Svo voru það samtölin - mér fannst þau þægilega lipur og létt; flaug jafn- vel í hug að þau væru of lipur til að al- varlegir gagnrýnendur gætu hrifist af þeim. Ég ímynda mér að leikstjórn Þór- halls Sigurðssonar á þessu verki sé með því allra besta sem hann hefur gert - án þess að ég geti svosem nokkuð rökstutt það. Ég fékk bara á tilfinninguna að hann hefði svo víða sniðið af horn og fínpússað, en kannski fyrst og fremst tekist að sannfæra leikarana um að þeir væru á réttri leið. Og það fannst mér svo sannarlega. Það var hrein unun að fylgjast með þeim; Önnu Kristínu svona einlægri, glettinni og kröftugri, Arnari undur- samlega öruggum, Ragnheiði traustri og sannfærandi stífri og loks Sigurði með sjálfan lífsháskann í kæruleysis- legu göngulaginu og röddinni. Út á hvað gekk svo þessi sýning? Var þetta kannski bara eitthvert rugl um stressaða 68-kynslóðar uppa? Ófullnægða læknisfrú sem kemst ekki yfir það að hafa orðið ólétt og neyðst til að hætta í námi, og svo hin þrjú sem meikuðu það en cru samt ekkert ánægð? Og svo „happy end“ ofan á allt saman! Er þetta nú bara leyfilegt á þessum síðustu og verstu tímum? Því verður náttúrulega hver að svara fyrir sig, en ég hika ekki við að segja: já, þegar galdurinn er annars vegar er allt leyfilegt. i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.