19. júní - 19.06.1987, Síða 94
Sem útvarpsleikrit er 19.júní
ekki sérstaklega frumlegt, þaö
er ekki reynt að nýta útvarps-
miöilinn á skapandi hátt, eða
fara nýjar slóðir gagnvart möguleik-
um ljósvakans. Allur rammi flutn-
ingsins var í hefðbundnum stíl og
aðeins lágmarksnotkun á „hljóðtjöld-
um“. Sá annmarki fannst mér aðal-
lega koma niður á tengingum milli
atriða og vil ég í því sambandi nefna
tenginguna milli 1. og 2. atriðis í upp-
hafinu svo og tenginguna eftir að
tengdamóðir Önnu er komin í heim-
sóknina. Eins hefði mátt nota aðra og
meiri tónlist við flutninginn.
Leikstjórinn Hallmar Sigurðsson
hafði þaulreynt lið leikara til ráð-
stöfunar. Hanna María Karlsdóttir
léku Önnu. í fyrstu þótti mér rödd
hennar of ungæðisleg fyrir aldur
Önnu og í bland renna óþarflega
mikið saman við keimlíka rödd Stein-
unnar Ólínu Porsteinsdóttur sem lék
Sollu, yngri dóttur Önnu. Vilborg
Halldórsdóttir lék Helgu, eldri dótt-
urina og með hennar rödd bættist enn
við svipaður tónn og hjá hinum
tveimur, en það átti kanski að gefa til
kynna skyldleika þeirra þriggja. Þóra
Friðriksdóttir lék tengdamóður Önnu
og tókst að lýsa með raddbeitingu
sinni vissri taugaveiklun og öryggis-
leysi þeirrar konu. Róbert Arnfinns-
son og Herdís Porvaldsdóttir voru
hjónin Eyvindur og Vilborg úr Hellu-
bænum. Róbert býr yfir áratugalangri
leikþjálfun og raddtækni og nýttist
það honum hvorutveggja mjög vel í
blæbrigðaríkri túlkun Eyvindar og
hið sama má segja um Herdísi, en
Vilborg hennar varð bæði uppá-
þrengjandi og lúmskt frek. Haraldur
G. Haraldsson lék Jonna eiginmann
Önnu, Kristján Franklín Magnús
Axel son hennar og Rósa G. Þórs-
dóttir Dísu vinkonu Helgu. Öll þessi
hlutverk voru fremur smærri en hin
og gáfu svo sem ekki tilefni til mikill-
ar túlkunar, en leikararnir voru allir á
réttum stað.
Það er mjög lofsvert framtak hjá
leiklistardeild ríkisútvarpsins að efna
til leikritasamkeppni sem þeirrar er
vísað er til hér að framan. Þannig
eykst framboð á íslensku efni og nýir
höfundar koma í ljós. Þær systur
Iðunn og Kristín mega una glaðar við
sitt. Þær hafa þegar áunnið sér sess í
íslensku leiklistarlífi. Nú er bara
spurningin hvort sú „Nóra“ sem fór
út í leikriti þeirra systra komi aftur
heim og þá hvort og hvernig hún er
breytt eftir útiveruna!
Arið 1986 var gott bókaár. Mikil
gróska var í útgáfu og sölu. eitt
besta árið í langan tíma að sögn
bókaútgefenda. Hlutur íslenskra
fagurbókmennta var viðunandi, frum-
samdar skáldsögur og smásagnasöfn töld-
ust vel á annan tug og Ijóðabækurnar voru
yfir 50 talsins. En það hlýtur að vekja
eftirtekt hversu lítill hlutur kvenna er af
útgáfu síðastliðins árs. Það skal ítrekað að
hér er einungis verið að ræða fagurbók-
menntir. Ef litið væri til barnabóka, við-
talsbóka og afþreyingarbóka myndu fleiri
konur bætast í hópinn. En af fagurbók-
menntum komu út tvær skáldsögur, ein
bók með blönduðu cfni og 6 Ijóðabækur
eftir konur. Hér er ekki ætlunin að velta
fyrir sér orsökum þess að íslenskar konur
fylla ekki betur flokk rithöfunda cn raun
ber vitni, heldur er tilgangurinn að kynna
lítillega nokkur skáldverk sem íslenskir
kvenrithöfundar sendu frá sér á síðasta
ári.
Málfríöur Kinarsdóttir:
Rásir dægranna eftirlátin rit.
Útgefandi: Ljóðhús 1986
Málfríður Einarsdóttir cr án efa einn
merkasti rithöfundur sem komið hefur
fram á íslandi á síðastliðnum áratug. Rit-
háttur hcnnar og stíll á sér enga hliðstæðu
í íslenskum bókmenntum, enda hcfur það
löngum vafist fyrir gagnrýnendum að
skipa verkum hennar í sæti meðal stetna
og strauma bókmenntanna. Það er helst
að menn hafi fundið til skyldleika með að-
ferð Málfríðar og meistara Þórbergs Þórð-
arsonar.
Hinum óborganlcga rithætti Málfríðar
verður einna best lýst mcð því að segja að
í honum ríki heillandi óreiða. Hún stefnir
saman hinum óskyldustu málefnum, vitn-
ar óspart jöfnum höndum í snillinga bók-
mennta og lista, sem og íslenska bændur
og sína persónulegu vini og kunningja,
jafnvel innan einnar og sömu málsgrcinar.
Þessa aðferð má vel skilgreina sem upp-
brot á formi og oft veldur þessi háttur
Málfríðar því að lcsandinn sér hlutina í
nýju og óvæntu Ijósi. Aðalsmerki Málfríð-
ar er húmor og kímniblandin hæðni sem
einkennir öll hennar skrif og gerir stíl
hennar persónulegan og cinstæðan.
Rásir dœgranna hefur að geyma bland-
að efni úr ýmsum áttum og frá ólíkum
tímaskciðum. Hér eru dagbókarbrot,
bréf, kaflar um ntenn, hús og hýbýli, tvær
greinar um skáld sem voru Málfríði kær:
Edgar Allan Poe og Charles Baudclaire,
svo og kafli um frumástir Tötru, þeirrar
kostulegu kvenpersónu sem lesendur
kannast við úr skáldsögunt Málfríðar.
í þessari bók fer Málfríður á kostum
sem fyrr, í hugleiðingum sínum list og
skáldskap, vísindi og trúmál, svo fátt eitt
sé nefnt. Það er þó kaflinn um Tötru sem
einna Irclst situr eftir í huga mér. í honum
segir frá hinni forboðnu ást sem Tötra
lagði á vinkonu sína Einhildi Dómhildi.
Hér kemur Málfríður inn á efni sem enn
cr „í felum" í íslenskum bókmenntum:
ástir tveggja kvcnna. Á sinn kómíska hátt
lýsir Málfríður frelsun Tötru til hinnar
sönnu guðstrúar, syndafalli hennar og
raunum.
. . luin var að verða gagntckin af sínu nýja
lífi, já saklausri æskuást á Hinhikli Dómhildi,
og þaö henni í sínu morauða pilsi mcð engu
innan í nema lastingspilsinu gljáa, enda gekk
hún ekki, heldur sveif. Hún hlakkaði til næstu
samfundar þcirra, eins og brúðgumi til brúð-
kaupsnætur.
Og grúfði sig niöur í koddann sinn og grct,
ekki iðrunartárum, ckki syndatárum, lieldur
hugljúfum glcðitárum, og það vcgna hrcin-
skilinnar ástar ú manni af sama kyni sem hún
var sjálf, og gerðust af þessu merkilegir hlutir
og heföu ckki mátt í lctur færast á öldinni scm
leið.f 104)
Áður hafa komið frá Málfríði 2 skáld-
sögur (Auðnuleysingi og Tötrugliypja,
1979 og Tötra i Glettingi, 1983), ein bók
með sjálfsævisögulegu efni (Samastaður í
tilverunni, 1977) og 2 bækur með blönd-
uðu efni, af svipuðum toga og Rásir dœgr-
anna (Úr sálarkirnunni, 1978 og liréf til
Steinunnar, 1981).
Þó Málfríður hafi verið kontin yfir sjö-
tugsaldur þegar hennar fyrsta bók kont út
hafði hún fengist við skriftir í áratugi. Það
er því aðdáendum Málfríðar til óblandinn-
ar gleði að útgefandi hennar skuli halda
áfram að safna vcrkum licnnar á bók að
henni látinni, cn eins og kunnugt er lést
Málfríður árið 1983. í eftirmála útgefanda
að Rásir dœgranna kemur fram að von er
á frekari útgáfu á vcrkum Málfríðar,
þ.á.m. Ijóðum.
94