19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 95

19. júní - 19.06.1987, Page 95
Fríða Á. Siguröardóttir: Eins og hafió. Útgefandi: Vaka Helgafell. Reykjavík 1986 Steinunn Siguróardóttir: Tímaþjófurinn. Útgcfandi: IAunn. Reykjavík 1986 Þessar tvær skáldsögur eiga það sameig- inlegt að fjalla báðar um Ástina. Titill beggja bókanna vísar til ástarinnar, ástin er „eins og hafið, óskiljanleg og leyndar- dómsfull" og ástin er „tímaþjófur" í flciri en einum skilningi. En að undanskildu þessu sameiginlega þema bókanna, er þarna um mjög ólíkar skáldsögur að ræða. Saga Steinunnar hverfist öll um eina persónu, Öldu; lýsir ást hennar á Antoni, samkennara hennar og tilvonandi mennta- málaráðherra, ást sem breytist í þráhyggju og leiðir Öldu inn í vítahring sjálfsvork- unnar og blekkingar og endanlega í dauð- ann. Saga Fríðu hverfist hins vegar um hóps fólks, (er „hópskáldsaga") lýsir margvíslegum ástamálum þess, löngun- um, þrám og vonbrigðum, en einnig ham- ingju og fullnægju. Persónan Alda ívarsen, í sögu Stein- unnar, er vissulega nýjung í íslenskum bókmenntum. Einhver nefndi hana „fyrsta kventöffarann í íslenskum bók- menntum“ og það ntá vel til sanns vegar færa. Alda er falleg, miðaldra kona, vel stæð, snobbuð og montin. Hún telur sig hafa fullkomna stjórn á lífi sínu og reynd- ar nær sjálfsöryggi hennar út yfir dauðann; hún á frátekinn stað í kirkjugarðinum. Það er svo ástin á Antoni sem kippir fót- unum undan Öldu, eða öllu heldur ást- leysið af hans hálfu. Eftir 100 daga ástar- samband vill Anton ekki rneira og eftir það snýst líf Öldu (og sagan) um minning- una um hann. Hún ráfar áttavillt um heim- inn, í bókstaflcgri og yfirfærðri merkingu, sökkvir sér niður í sjálfsvorkunn og drauma, eldist, hrörnar og deyr. En sagan er ekki svo einföld í raun. Texti Steinunn- ar er skemmtilega tvöfaldur. Þótt sagan sé sögð frá sjónarhóli Öldu, lýsi tilfinningum hennar og hugsunum, getur lesandinn auðvcldlega „lcsið á móti textanum" aðra sögu en þá sent Alda segir. Lesandinn sér nefnilega fljótt að Alda Itefur ekki þá stjórn á lífi sínu sem hún telur sér trú um að hún hafi. þ.e. áðurcn þráhyggjan tekur völdin. Alda lýsir sjálfri sér sem fallegri og skemmtilegri og er viss um að allir karl- kyns neinendur sínir girnist sig. En lesand- inn sér hana scm vinafáa og einmana. Setningar eins og þessar afhjúpa Öldu: Annars var ég yfirleitt ein á fcrö hcr á ménntaskólaárunum. Ein á leiö hcim í Sörla- skjól af skólaballi. . . Eg man ekki cða skil ckki hvers vcgna cg var yfirleitt ein míns liðs. Því ég var skemmtileg fallcg og gáfuö og fín í tauinu.(16) Tvö dauðsföll í sögunni undirstrika Itversu lítið vald Alda hefur á aðstæðum sínum. Steindór latínukennari fremur sjálfsmorð þegar Alda slítur ástarsam- bandi þeirra í byrjun sögunnar, og Alma systir Öldu fær krabbantein og deyr. Þessi dauðsföll undirstrika einnig hversu sjálf- hverf Alda er, hún bægir þeim frá sér eftir bestu getu, dauði systurinnar megnar jafn- vel ekki að rífa Öldu upp úr eigin sjálfs- meðaumkun. Og Ástin stóra? Jafnvel hún virðist vera byggð á blekkingu að miklu leyti. Það er að minnsta kosti auðvelt að fá á tilfinninguna að ástin sé lítil af hálfu Antons. Minn vinur. Ég fæ ckki í hncn, hcldur beint í hjartaö. Af hverju horfirðu þá ckki á mig heldur kúlurassinn á Hildi íþróttafrömuöi. Kastar kvcöju á nærstadda. Þykist vart sjá unnustu þína með ættarnafnið. (65) Saga Öldu er því öðru fremur saga sjálfsblekkingar og sent slík er hún sann- færandi. Stíll og málfar bókarinnar bera þess merki að höfundurinn er Ijóðskáld. Mikið af textanum er sett fram í Ijóðmáli sem einkennist af orðaleikjum og tilraunum með málið. Textinn er víða skoplegur og það gefur sögunni tragí-kómískan tón. Steinunn hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur (Sífellur, 1969; Par og þá, 1971; og Verksummerki, 1979), tvö smá- sagnasöfn (Sögur til nœsta bæjar, 1981 og Skálclsögur, 1983) og tvö sjónvarpsleikrif (Líkamlegt samband í norðurbænum, 1982 og Bleikar slaiifur, 1985). Eins og ItaJ'ið fjallar, eins og áður er sagt, um hóp fólks sem allt skiptir með sér aðalhlutverkum í sögunni. Þetta er fólk á öllum aldri allt frá börnum upp í gamal- menni, karlar og konur. Persónusafn sögunnar er hið skrautlcgasta, en hér gefst ekki rúm til að lýsa hverjum fyrir sig. Það sem tengir hópinn saman cr búseta, þ.e. fólkið býr allt í sama gantla húsinu, í Iitlu sjávarþorpi úti á landi. Sagan lýsir stuttum tíma í lífi fólksins og áherslan er á tilfinningalífi persónanna, ástum þeirra, gleði og vonbrigðum. Þótt innri tími sög- unnar sé stuttur, eitt sumar, cr hann engu að síður afdrifaríkur. Gamla húsið á að rífa og það tengir persónurnar enn betur saman því sú staðrcynd hefur vitaskuld áhrif á líf þeirra allra. Ýmis óuppgerð mál í lífi þessa fólks fá sínar úrlausnir, góðar og vondar, á þessu sumri. Söguþræðir bókarinnar eru í raun margir, Itver persóna á sinn söguþráð, svo að segja, en allir þræðir fléttast saman í heilsteypta frásögn af mannlífi í hnotskurn. Jafnhliða lýsingu á lífi þeirra persóna sem búa í gamla húsinu, tekst höfundi að draga frant heildstæða mynd af þorpinu sem sagan gerist í. Sögusviðið er vtkkað út GREIN: SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR með því að brugðið er upp myndum af ýmsum persónum þorpsins við starf og leik. Lesandinn fær þannig innsýn í líf flestra þeirra persóna sem setja mark sitt á þorpslífið. Með því að setja sögu íbúa gamla hússins þannig í stærra samhengi, þéttir höfundur söguna og gerir hana trú- verðugri. Það hlýtur að vera vandasamt að segja sögu af hópi fólks þannig að öllum sé gert jafnhátt undir höfði, allir fái sinn réttláta hlut í sögunni. Þetta tekst Fríðu snilldar- lega. Hún fléttar söguna sarnan af slíkum hagleik að unun er að lesa. Sjónarhorn frásagnarinnar er síbreytilegt eftir því hver á í lilut, frásögnin af þessum mörgu og ólíku persónum er ofin saman í eina órjúfanlega heild. Eftirfarandi klausa er gott dæmi um aðferð Fríðu: . . . Pctra dæsir lágt yfir þcssum manngopa sem villt hcfur um fyrir Svönu og veit ekki að cinmitt á þeirri sömu stundu teygir hann sig yfir borðið í vcfnaðarvörunni hjá Svönu, rautt hárið úfið og blautt af rigningunni, og grípur hönd hennar um lcið og hann lætur tvenna nýja sokka falla á borðið. . . (42) Hér sést hversu eðlilega sjónarhornið færist af einu sögusviðinu yfir á annað, þar sem frásögnin heldur síðan áfrant. Þessi lipurlegi frásagnarháttur sögunnar ásamt hinum agaða, Ijóðræna stíl og áhugaverðu söguefni gerir bók Fríðu að einu af þessum sjaldséðu bókmenntaverk- um sem hægt er að lesa aftur og aftur. Eins og Itafið er mögnuð skáldsaga, tvímæla- laust besta bók Fríðu hingað til og jafn- framt ein besta skáldsagan sem kom á ís- lenskan bókamarkað á síðasta ári. Fríða Á. Sigurðardóttir hefur áður sent frá sér skáldsöguna Sólin og skugginn (1981) og tvö smásagnasöfn: Petta er ekk- ert alvarlegt (1980) og Við gluggann (1984). Berglind Gunnarsdóttir: Ljóðsótt. Útgcfandi: Blekbytttan. Reykjavík 1986 Ljóðsótt er önnur Ijóðabók Berglindar. Hin fyrri, Ljóð fyrir lífi, kom út 1983. Ljóðsótt hefur að geyma 26 ljóð sem skipt- ast í 5 kafla eftir efni, svo og einn Ijóða- bálk í 5 hlutum. Titil bókarinnar má lesa á tvíræðan hátt. Hann hefur augljósa skírskotun til jóðsóttar, sem og staðfestist í kaflanum Úr móðurlífi (sem hefur aftur tvíræða merk- ingu). Einnig má lesa hann sem tilvísun til þess að Ijóðið „sæki á“ og þá á höfund jafnt sem lesanda. Báöum þessum atriðum gerir Berglind góð skil í bókinni. Fyrsti kaflinn heitir: úr stöðumœli Ijóðsins, og hefur að geyma 4 Ijóð um Ljóðið. Þar sækir ljóðið á skáldið sem „síkvikur órói og/undarleg kvöl“ sem „hræðileg ákefð og skerandi/sorg“ og „nagandi ormur/að innan" (8). Og ljóðið á einnig að sækja á lesandann, vekja upp viðbrögð og tilfinningar: mcgi ljóöið vekja glcöi auka reiði Framhald á bls. 78. 95

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.