19. júní - 19.06.1987, Blaðsíða 96
DAGLEGT BRAUÐ
REYKVÍKINGA
Þórunn Valdimarsdóttir: Sveitin við
Sundin. Búskapur Reykjavíkur 1870-
1950, (Safn til sögu Reykjavíkur),
Rvík 1986.
Oftast tengir maður vöxt og við-
gang Reykjavíkur síðustu
hundrað árin við eflingu út-
gerðar, smáiðnaðar og þjón-
ustu hvers konar en ekki landbúnað.
Þegar nánar er að gáð hlaut búskapur
að koma mjög við vaxtarsögu bæjar-
ins, sem gerðist æ þurftafrekari vegna
örrar fólksfjölgunar. Þessi bók Þór-
unnar Valdimarsdóttur fjallar um
búskap í Reykjavík á tímabilinu
1870-1950, þegar íbúum hennar
fjölgar úr rúmum 2 þúsund í liðlega
56 þúsund manns, og hvernig þessi
atvinnugrein dafnaði og lagaði sig að
hraðvaxandi þéttbýli. Bókin er líflega
skrifuð, laus við þurran og hátíðlegan
stíl sem loðir oft við sagnfræðirit, og
dregur stundum upp skemmtilegar
hliðstæður eða samanburð á búskap
Reykvíkinga fyrrum og borgarlífinu
nú á dögum. Um gróðurfar í Reykja-
vík fyrr og nú farast Þórunni svo orð:
Um 1880 skiptist þar á snöggur holta-
gróður og rótnagaðar mýrar þar sem
mikil mótekja var stunduð, en rófur og
kartöflur voru ræktaðar víða í görðum.
. . . í Reykjavík samtímans er kafa-
gróður, iðjagrænir vellir, blóm og mat-
jurtir ýmiskonar. Ef kindur væru notað-
ar sem garðsláttuvélar í höfuðstaðnum
væri hægt að kýla þar margar vambir.
(bls. 212)
Athugun Þórunnar byggir á mikl-
um heimildaforða og munu lítt könn-
uð bréf og skjöl úr Borgarskjalasafni
Reykjavíkur vera drjúgur hluti hans.
Úr öllu þessu spinnur Þórunn sinn
efnisþráð ágæta vel og hefur gott
auga fyrir lýsandi og hnyttnum texta í
heimildunum. Um smjörlíkiskaup frá
útlöndum vitnar hún til skrifa Þór-
halls Bjarnarsonar um aldamótin:
Það er leitt til þess að vita, ef slíkt
feitiland sem Island þarf enn urn mórg
ár að kaupa smjörlíki, svo að skiptir
fleirum hundruðum þúsunda punda á
ári, því að þess verður eigi langt að
bíða, lánist smjörsalan til Englands. Illa
situr á oss mörlanda-nafnið, er frændur
vorir í Noregi gáfu oss forðum daga, ef
vjer látum til landframa aðrar þjóðir
bræða í oss viðmetið. (bls. 150)
Frásögn Þórunnar minnir okkur
rækilega á hversu sveitalegt líf íbú-
anna og yfirbragð bæjarins var allt
fram á síðustu áratugi. í bókinni
kemur fram að nautpeningi og sauðfé
fjölgaði ört í bænum fram um miðja^,
öldina. Um tíma var Reykjavík
stærsta nýræktarsvæði landsins og
fram á fjórða áratuginn var Jarðrækt-
arfélag Reykjavíkur afkastamesta
búnaðarfélagið.
Efni bókarinnar skiptist annars í
fjóra hluta. Fyrst er almenn lýsing á
atvinnuháttum og bæjarbrag í
Reykjavík á áratugunum fyrir og eftir
aldamótin. í næsta hluta greinir Þór-
unn frá ráðstöfun bæjarlandsins,
hagagöngu og gæslu búfjár, heyöflun
og annarri hagnýtingu lands, svo og
lóðamálum. Því næst er ýtarlega lýst
ræktun í bæjarlandinu og hlut Jarð-
ræktarfélags Reykjavíkur að þeim
málum. Þá kemur einkar fróðleg um-
fjöllun um húsdýr og afurðir þeirra,
mjólk, smjör, kjöt og egg. Bókinni
lýkur svo með frásögn af jarðar-
gróðri, mótekju og garðyrkju.
Þannig dregur Þórunn skýrt fram
hversdagslega sýslan Reykvíkinga,
sem áður var snar þáttur í bæjarlíf-
inu, en er nú horfin eða búin að taka
gjörbreytingum. Tökum framleiðslu
og sölu mjólkur sem dæmi. Þórunn
bendir á að fram yfir síðustu aldamót
var neysla mjólkur lítil í bænum og
mun minni en tíðkaðist í stærri borg-
um eins og Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi. Mjólk var munaðarvara
efnaðri manna og þá helst þeirra sem
áttu eina eða tvær kýr í fjósi. Mjólk-
ursala var lítil, en fór vaxandi upp úr
aldamótum; var ýmist selt beint úr
fjósi eða af götunni, en á öðrum og
þriðja áratug aldarinnar tóku mjók-
urbúðir við þessu hlutverki.
Sagan af dýrri og ónógri mjólk
fram eftir öldinni leiðir hugann að
þeirri staðreynd, sem Þórunn hefði
mátt fjalla meira um, að seint gekk
að beina framleiðslu nálægra sveita á
hagkvæman hátt að hinum ört stækk-
andi markaði í Reykjavík og Hafnar-
firði. Þetta er ein ástæða þess að bú-
skapur í Reykjavík færðist svo mjög í
aukana á umræddu tímabili og dugði
samt ekki til að mæta vaxandi eftir-
spurn. Auk þess átti innlend fram-
leiðsla í samkeppni við ódýra útlenda
matvöru á borð við smjörlíki, sykur
og kornmat, sem reykvísk alþýða tók
fram yfir smjör, mjólk og kjöt. Þór-
unn víkur að þessu máli á víð og dreif
um einstakar afurðir, en ekki ræðir
hún það sérstaklega.
Þó að Þórunn sé alls ekki frábitin
sagnfræðilegum alhæfingum og eigi
góða spretti í því efni, er hér um að
ræða „lýsandi sagnfræði fremur en
sagnfræðilega greiningu", eins og hún
tekur sjálf fram í formála (bls. IV).
Ef til vill er þetta ástæða þess að hún
hefur ekki neina niðurstöðu eða
samantekt í lokin, en það hefði hik-
laust aukið gildi verksins að draga þar
upp stórar línur viðfangsefnisins.
Frágangur allur er ágætur af hendi
höfundar og útgáfu. Mér fannst mik-
ið koma til korta og mynda, sem
greinilega eru valdar af kostagæfni og
gæða efnið lífi. Umbrot og önnur
prentsmiðjuvinna er síðri. Bókinni
fylgja heimilda- og myndaskrár, svo
og skrár um mannanöfn, staðanöfn
og atriðisorð. Sveitin við Sundin er
saga um hversdagsstörf fólksins í
Reykjavík fyrrum og kemur mjög við
kviku þess lífs sem lifað var þar. Nú,
þegar ásýnd Reykjavíkur er orðin öll
önnur og þessi menning óðum að
hverfa úr vitund borgarbúa, er merki-
legt til þess að hugsa hve stutt er síð-
an hún var sprelllifandi veruleiki fyrir
öllum íbúunum. Með ferskum og fag-
mannlegum hætti hefur Þórunn veitt
okkur innsýn í þessa horfnu lífshætti.
GREIN: GUÐMUNDUR JÓNSSON
96